Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 16

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 16
48 BREIÐABLIK hjarta sitt fyllast fögnuöi. Hve nær sem hún tók til máls, fanst honum hann vera aö hlusta á guðdómlega hljómleika og einu sinni lá við, að yfir hann liði af fögn- uði. Hún rétti honum þá hönd sína til þess að stíga dans með honum. Eitt féll honum dálítið illa — hún, sem hann unni svo heitt, virtist ekkert taka eftir því, hvað títt hann gjörði sér um hana. — Oftast þagði hún með þunglynd- issvip. Ekki lét hann samt af því áformi sínu að biðja hennar. Og geta má nærri, að foreldrar Rósalindu höfnuðu ekki jafn- álitlegum tengdasyni.... En því var nú ver og miður, að þessi mikli fögnuður varð ekki langgæður. Jafnskjótt sem Rósalindu var skýrt frá því, hverju foreldrar hennar hefði svarað biðlinum, hneig hún út af hálfdauð í faðm- inn á skemmumeyjum sínum. Og þegar hún lifnaði við aftur, sagði hún tneð mikl- um ekka og harmalátum, að hún vildi engum giftast, — að heldur vildi hún týna lífinu, en eiga kóngssoninn. Orvænting kóngssonar verður ekki með orðum lýst. Hann fór ekki eftir neinum hirðsiðum, heldur óð inn í herbergið, þar sem kóngsdóttirin hafði verið lögð, kraup á kné og fórnaði höndum. ,,Vertu ekki svona harðbrjósta!“ æpti hann. ,,Taktu þetta aftur. Annars ríður það mér að fullu. “ Hún lauk upp augunum hægt og svar- aði seinlega, og einbeittlega þó: „Aformi mínu getur ekkert breytt, kóngssonur! Eg giftist þér aldrei. “ ,,Hvernig stendur á þessu? Þú ert svo harðbrjósta að særa hjarta, sem engu ann nema þér. Hvaða glæp hefi eg drýgt, ef eg á aðra eins refsingu skilið? Efast þú um ást mína? Ert þú hrædd um, að eg muni einhvern tíma hætta að tilbiðja þig? Ó, ef þú gætir séð inn í hjarta mitt, myndir þú ekki framar efast og ekki framar óttast. Svo heit er ást mín, að hún gerir mig jafnvel samboðinn óvið- jafnanlegri fegurð þinni. Og gangist þér ekki hugur við harmi mínum, getur ekk- ert læknað sorg mína annað en dauðinn.“ Grátbeiðni hans var ekki þar með lokið. Hann sagði alt það, sem áköf sorg getur lagt á varir ástfangins manns. Rósalinda komst við, en ekki með þeim hætti, sem hann þráði. ,,Þú átt bágt, kóngssonur!“ mælti hún. ,,Ekki skal standa á tneðaumkan minni, ef hún getur verið þér til huggunar í stað ástar minnar. Eg hefi eins mikla ástæðu til að kvarta eins og þú. Sjálf er eg í sömu rauninni. “ ,,Við hvað áttu, kóngsdóttir?“ ,,Eg neita þér eiginorði af því eg ann vonarlaust ungum, berfættum flæking með flaksandi hár. Hann gekk fram hjá höll föður míns hérna um daginn, en hann hefir ekki komið aftur. “ Glappaskot. — Fyrir tveim árum birtist í þýzku blaði ofurlítil smágrein, líklega í skopskjmi, sem gaf til kynna, að eftirlætisblóm keisarans væri hárauður negull (carnationJ. Smágrein þessi var tekin upp í nálega öll blöð í landinu og þegar keisarinn fám dögum síðar kom til Aix-la-Chapelle, kornu allir þeir, er kjörnir voru til að taka á móti honum, til móts við hann með rauð negulblóm í hneslum. Keisarinn gretti sig og setti upp þykkjusvip og enginn skildi ástæð- una, þangað til daginn eftir, að einhver, sem ofurlítið bar af öðrum í vizku, gaf upplýsing um, að blómið væri einkunn erkifjandmanna keisarans — Social-demo- kratanna. BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning. Fridrik J. Bergmann, ritstjóri. Hcimili 259 Spence Strreet, Winnipeg. Telephone 6345. Ólafur S Thorgeirsson, útgfefandi. Heimili og afgreiðslustofa blaðs- ins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg, Canada. Telephone 4342. Verð : Hver árg. 1 doll. Hvert eintak 10 cts. — Borgist fyrirfram. Prentsmidja Ólafs S. Tiiorgeirssonar

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.