Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 10
42 BREIÐABLIK við að ryöja lönd sín, bæði til þess að koma viðnum í verð og til að nota landið til akuryrkju. Hafa þeir víða nieira unnið á þrem til tjórum árum, eftír því sem sagt er, en íslendingurinn, sem búið hefir á jörð sinni ein þrjátíu ár. Svo er fólkið sérlega sparneytið, gjörir fáar kröfur til lífsins, leggur sig að hvaða atvinnu, sem gefst, hve lág sem laun kunna að vera. Afleiðing af þessu er eðlilega sú, að fólkið safnar fé og auðgast óðum. En auðnum vill það lang-helzt verja til að kaupa sér nýjar jarðir og bæta við sig landareignum nágrannanna. Jarðir á þessu svæði töluvert farnar að stíga í verði, svo nú bjóðast þúsund fyrir hvert hundrað, sem áður var. Þá kann íslenzka bóndanum að finnast bezt að selja Galizíu-manninum og fara eitthvað út í buskann að leita sér nýrra bústaða. Er þegar ofur-lítið farið á því að bera og má búast við, að það kunni að færast í vöxt, ef ekki er varhuga goldið við í tíma. Væri sárt að sjá þessa elztu bygð íslend- inga vestan hafs eyðast og aðra menn taka við henni, sem oss eru fjarskyldir og miklu lægra standa í menningarlegu tilliti, er þeir koma hingað til lands, en Islendinga r. Það væri þeim mun sárara, sem það er sannfæring vor, að landið muni reynast sérlega vel, þegar farið er að nota það til akuryrkju. Jarðvegurinn sýnist vera frjór í bezta lagi. Þó hann sé víða of blautur enn, þornar hann um leið og skógur er ruddur. Regnfall verður ávalt meira hér á milli vatnanna en annars staðar í fylk- inu, svo skilyrði virðast vera sérlega hag- kvæm. Lega staðarins í grend við aðra eins stórborg og Winnipeg nú er orðin, og flutningar bæði á landi og á vatni, er eins heppileg og frekast verður á kosið. Ætti því Ný-íslendingar að hafa hug- fast, að jarðirnar þeirra, sem hingað til hafa svo lítinn afrakstur gefið, eiga að líkindum eftir að verða eigendum sínum hin mesta gullnáma. Er því næsta var- hugavert að kasta þeim frá sér einmitt nú, er líkur eru til, að þær fari fyrst að láta auðæfi sín í té. Því önnur eins eign og gott jarðnæði á þessum stöðvum er vandfengin. Miklu fremur ætti þeir nú að fara að leggja allan hug við akuryrkju og sýna, að Ný-ísletidingurinn þarf ekki framar að vera eftirbátur Galizíumannsins en landar vorir reynast nágrönnum sínum annars staðar. Vér vonum og óskum, að sá tími sé ekki fyrir hendi, að Nýja-ísland verði misnefni, heldur að nýlendan eigi blóma- tíð fyrir höndum, þar sem íslenzkt þjóð- erni fái lengi þrifist. FRIÐARMÁL. RITSTJÓRNARGREIN í hinu merka guðfræðistímariti í New York, Homir letic Review, sem áður hefir verið getið um í blaði þessu, tekur í sama streng og vér höfum gjört hvað eftir annað, þegar rætt er um samkomulag við rnenn með frábrugðnar skoðanir í trúmálum óg dóma um þá. Vér erum sannfærðir um, að hún finnur bergniál í hjörtum lesenda vorra. „Tilhneigingin til að gjöra þá menn útlæga, sem oss eru eigi sammála, er eldri en lærisveinarnir, sem koma vildu í veg fyrir, að djöflar væri reknir út af mönnum, sem ,,fylgja oss ekki“. Víst er um það, að kirkjan er að skaða sjálfa sig með því að láta þann anda vera ráð- andi. Nokkurir, sem aftur og aftur eru kallaðir óvinir trúarinnar og heitrofar við hagsmuni guðs ríkis, eru í hópi helgustu og einlægustu þjóna drottins. Að rann- saka, skýra og verja biblíuna gjöra þeir að aðalviðfangsefni, en eru ásakaðir fyrir árásir á hana og tilraunir til að gjöra hana að engu. Þeir eru með hinum fremstu í að gjöra dýrð og veg frelsarans sem mestan, og þó eru þeír gjörðir að antí-kristum. Það eru menn, sem verja

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.