Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK 45 A Hofmannaflöt. jíBT rl£L Kristján Jónsson: Ljóðmæli. Útgefandi Björn B. Jónsson. Minneota Minn. Prentað af S. Th. Westdal Washington, D. C. 1907. Með mynd höf. Bls. 165. í vönduðubandi: $1,250^1,75. Ljóömæli Kristjáns Jónssonar hafa tvisvar áöur veriö gefin út í Reykjavík 1872 og 1890 ; nú voru þau uppseld og ófáanleg hér vestur frá að minsta kosti, og þess vegna full þörf á nýrri út- gáfu. Síra Björn B. Jónsson, bróöur- sonur skáldsins, hefir nú séð um nýja út- gáfu og vandað sérlega vel til hennar. Hann hefir vinzað úr töluvert af kvæðum þeim, sem í eldri útgáfunum stóðu og óþarfi var að halda á lofti, annaðhvort vegnaþess, að efnið var klúrt eða of hund- ið við eitthvert sérstakt tækifæri. Hefir útg. eflaust gjört rétt í að birta hér aðeins úrval og með því unnið minning skáldsins mestan heiður, en íslenzkum bókmentum gagn. Því naumast myndi Kristján heit- inn hafa viljað láta eftir sig sjást ýmislegt af því, sem birt var í hinum eldri iitg. Aðeins tveim kvæðum riýjum er hér bætt við: Kveldljóð og Herðibreið og sverja þau sig í ættina bæði. En ýmsum mun finnast of mörgum af gamankvæðum Kristjáns slept, sem góð voru og græsku- laus (t. d. Pelinn og Minning Hróbjartar). Aftan við ljóðasafnið er ritgjörð um skáldið eftir útgef., snjöll og vel rituð. Einkum munu þeir menn, sem bezt vilja þekkja skáldin og vita um þau alt sem hægt er að vita, þ^'kjast græða tölu- vert á lýsingu Björns Jónssonar, bróður skáldsins, sem einkum nær yfir æskuár hans, áður en hann fór í skóla. Liggja þar auðsæ tildrög til þunglyndis og ham- ingjubrests, er gjörði líf skáldsins dapurt og gleðivana. Skiija menn því lundarfar og lundareinkenni skáldsins að mun betur, er menn hafa fræðst um óheppilegt heim- ilislíf, sem þegar á unga aldri hefir varpað skugga og sársauka inn í viðkvæma og tilfinningaríka sál. Utgef. hefir því viljað sama minning föðurbróður síns meðvitgáfu þessari. Hann hefir þar ekkert til sparað. Pappírinn er ágætur, letrið gott og frá- gangurinn allur hinn prýðilegasti. Bandið er óvanalega gott og smekklegt, prent- ara og útgefanda til mikils sóma, gvlt í snið að ofanverðu. Bókin ætti það skilið að mæta góðum viðtökum og er ánægju- leg viðbót við bókasafn allra bókelskra manna. Jón Trausti. Leysing. KaupstaSarsaga frá síð- ustu áratugum nítjándu aldar. Rvík 1907, 466 bls. Skáldsaga, frumsamin áíslenzku, nærri 500 bls. á lengd. Það er nýtt í ísl. bók- mentum. Nýjung verður það enti þá meiri, þegar tekið er tillit til þess, að önnur skáldsaga, H a 11 a, eftir sama höfund, var út komin svo sem 6 mánuðum áður. Það er sannarlega meiri dugnaður en vér eigum að venjtist. Líklega er httnn of- mikill. Hollara hefði sjálfsagt verið fyrir höf. að bíða lengur og taka betur á að láta sér fara fram. Sennilega hefir hann haft þessa seinni sögu á prjónum jafn- framt hinni fyrri. Leysing er saga um allþýðingarmikið atriði í síðustu sögu vorri. Hún er um baráttuna milli kaupmannastéttarinnar dönsku, faktoranna svonefndu, og pönt- unarfélaganna. Söguhetjan er faktor danskrar verzlunar, maður fastur í lund

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.