Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK 39 ustuvelli. Ekkert tungfumál getur tekið sér eins djúpar rætur í mannshjartanu eins og móðurmálið. Hver sem vanrækir það eða glatar því, eyðileggur part af sjálf- um sér. En enginn þarf að vanrækja sitt eigið mál þó hann nemi önnur. Hér á sama svarið við sem áður. Menn nema sitt eigið mál betur með því að hafa annað tii samanburðar. Og þá er bezt, að málið sem lært er, sé sem ólíkast móðurmálinu. Því þá finnur hver maður betur sérkenni- leik sinnar eigin tungu, og þarf sífelt að vera að leita í fórum sínum eftir smellnum þýðingum. Nú er framsetning öli orðin mjög svipuð á því sem ritað er með hinum mentuðu þjóðum; og borgar það sig því betur að læra gömlu málin, frá þessu sjónarmiði. Þetta er alls ekki gripið úr lausu lofti. Þeir rithöfundar enskir, er fegurst mál hafa ritað og hreinast, hafa flestir lagt mikla stund á latínu og grísku meðan þeir voru í skóla. Það þarf reyndar ekki að fara út fyrir landsteina gamla Fróns eftir dæmum, er benda á hið sama. Þá er oft fundið að því, hvernig gömlu málin sé kend. Kenslan sé ekkert annað en eintómt máifræðisstagl ár eftir ár. Vilja sumir fyrir þá sök helzt koma öllu fornmála-námi fyrir kattarnef. ,,Ljótt er, ef satt er, og satt mun þó vera“, sagði kerlingin. Kenslunni inun þar oft vera ábótavant. Málfræðin er vísindagrein, sem ekki ætti að slengja saman við bók- mentanám, nema sem minst að mögulegt er. Það ætti að hafa sérstaka tíma fyrir hana. En sökin liggur ekki öll hjá kennurun- um. Það er eins og flestum nemendum sé mest um það hugað, að láta sér ekkert verða úr miklu af náminu. Þeir vilja gera það sem auðveldast að mögulegt er. Þess vegna fá þeir sér þýðingar á þeim útlendu bókum, sem þeir þurfa að lesa. Bezt er að nota aldrei þess konar hjálp. En ef þeir komast ekki af án hennar, því þá ekki að fá sér góðar þýðingar, sem nógar eru til ? Nei, það má ómögulega gera, af því hægt væri að hafa eitthvert gagn af þeim ; heldur verður að fá ,,bók- staflegu11 þýðingarnar svokölluðu (literal translations), sem hvorki geta kallast þýðingar, né bókstaflegar í neinum skiln- ingi — þýðingar á svo lélegu hrognamáli, að ,,Concise History of Iceland“ er gull hjá þeim. Eg man eftir einni, er byrjar aðra bók Eneasarkviðunnar svona — annaðhvort orð á latínu, hitt á ensku — : Omnes all continuere became silent (!) Hugsum oss, að íslendingar notuðu svona lagaða þýðingu til að kynna sér skáldið Shakespeare : The quality, eiginlegleiki of inercy misk- unnarinnar, is not strained er ekki þving- aður. It droppeth hann dettur (!) og svo fram- vegis. Ætii þeir hefði mikið gagn af þess- háttar lærdómi ? Svo er líka víðar pottur brotinn. Mér er hann minnisstæður, veturinn, er eg gekk í Mulvey-skólann í Winnipeg — einn af þeim „beztu barnaskólum heims- ins“, sem Manitoba-búar eru svohreyknir af. Þar var ekki kend latína, ekki heldur málfræði af neinni tegund ; en mörg stundin var þar leiðinleg, herra trúr ! Eg átti að lesa þar kvæðið Evangeline eftir Longfellow. Kenslukonan var auðvitað ,,first class“ — afbragð í sinni röð. Hún kendi okkur kvæðið eftir öllum kúnstar- innar reglum, liðaði það a1t í sundur, ögn fyrir ögn, og athugaði með stökustu gaumgæfni allar samlíkingar og önnur málbrigði. Og svo urðum við að lesa það mað vissum áherzlum, hækka róminn ým- ist eða lækka, alt eftir því sem henni þótti við eiga. En þó varð eg steinleiður á kvæðinu að lokum — öllu nema inn- ganginum. Svo stóð á, að umsjónarmaður skólanna kom einn dag inn til okkar. Hann var hár maður exti, svartur á brún og brá, með hátt enni og loðnar augabrúnir. Augun

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.