Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK 43 lífi sínu að heilögfum umhugsunarefnum; þeir eru meðlimir ákveðinna safnaða í bezta áliti; til þeirra er borið traust sem heilagra og guðhræddra manna af öllum þeim, er þekkja þá; þeir eru helztu leið- togar á kirkjuþingum ; þeir prédika í helztu kirkjum; þeim tekst manna bezt að fjölga tölu safnaðarlima. Hvernig er nú hægt með réttu að ásaka slíka menn um, að þeir sé óvinir biblíunnar, kirkjunnar eða málefnis guðs ríkis? ,,Aðal-ástæðan fyrir þessum ímugusti gegn áhrifamiklum, kristnum mikilmenn- um er og hefir verið skoðanir þeirra á guðfræði og biblíu eða þá aðferð þeirra að láta þær skoðanir í Ijós. Þeir hafa verið á framhaldsleið, að því er þeir sjálfir ætla, en hinir, sem bera þeim þessar sakir á brýn, ekki orðið þeim samferða. Þeir beita andlegu frjálsræði, er þeir krefjast sér til handa sem heilagra einkaréttinda, til að rannsaka ritninguna með guðsótta og til að standa við árangur þeirra rann- sókna. Það eru lítil líkindi til, að nokkur þessara manna hafi minstu löngun til að ónýta biblíuna eða halda sér við trúarkerfi ókristilegs eða anti-kristilegs eðlis. Að svo miklu leyti, sem oss er kunnugt, svara þeir aldrei í sama tón. Þeir leitast ekki við að gjöra íhaldssamari menn út- læga úr félagsskapnum, sem ekki eru þeim sammála. Þeir saka ekki þá menn um að vera óvinir biblíunnar, er hafa skoðanir, sem þeir eru sterklega sann- færðir um, að sé rangar. Þeir dæma ekki spádómsgáfuna frá nokkurum, þótt þeir sýnist að tala úreltum tungum. ,,Vér stöndum andspænis sameigin- Iegum óvinum, heiminum, holdinu og djöflinum. Vér erum kallaðir til sameig- inlegrar þjónustu að frelsan mannanna frá synd. Tími sýnist vera til kominn, að hrópað sé til viðnáms gegn þeirri ókristi- legu aðferð að ráðist sé á einhverja bezt kristnu menn samtíðar vorrar, eins og væri þeir fjandmenn. Er eigi kominn tími til að skilja, að sá maður getur haft kristilegar hvatir og kristilegt starf með höndum, sem aðrar skoðanir hefir um biblíuna en vér sjálfir? Ættum vér að lýsa kristnum mönnum eins og óvinum Krists, þó vér getum ekki fallist á guð- fræði þeirra? Að fylgja þessari stefnu er að tvískifta kröftum kristninnar, þar sem framkvæmdarstarfið þarf á samvinnu og eining að halda. Vér gjörum mönnum rangt til, þegar vér vörpum þá ófrægð, sem þeir sjaldan eiga skilið. Vér trúum því ekki, að menn á hvoruga hlið í hinum mikla ágreiningi um guðfræði og biblíu, sé óvinir Krists eða ætli sér nokkura tortíming hvorki trúarinnar né bókar- innar. Vér viðurkennum kristilega ein- lægni og hreinar hvatir með mönnum beggja megin, eins og guðs mönnum og forkólfum kristninnar samir. Ef að nokk- ur er verutegur óvinur kristninnar, er það þá ekki maður, sem með beiskum huga kærir þá, er ekki geta verið honum sam- mála í skoðunum um sannleikann, um anti-kristindóm ?1 ‘ FAGRAR HUGSANIR. Minning Jóns SigurOssonar. Hversvegna minnumstvér afreksmanna þjóðar vorrar, slíkra sem Jón Sigurðsson var? Af þjóðarmetnaði gerum vér það vitaskuld, óaðfinnanlegum metnaði yfir því, að þessi þjóð, tlfcigi meiri háttar, hefir alið slíkan mann, er mundi hafa verið kallaður afreksmaður hvar sein var. Því fylgir og sú von, að fleiri fæðist oss slíkir. Vér minnumst þeirra því næst sakir fyrirmynd- ardæmis þess, er þeir veita oss við að keppa, eigi sízt æskulýðnum. Fátt myndi og gleðja Jón Sigurðsson meira, ef upp mætti rísa úr gröf sinni á þessari stundu, en að sjá hér hina fríðu fylking mannvænlegra ungraenna, Ungmennafélag höf- uðstaðarins, undir hinum nýja, fagra og svip- mikla alíslenzka þjóðarfána vorum, þetta félag, sem er einhver hinn ánægjulegasti og vænlegasti framtíðarvísir þessa lands — hann, sem var æsk- unnar átrúnaðargoð fram á elliár, hann, sem um var kveðið af stórskáldi voru einu (Stgr. Th.):

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.