Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 12
44 BREIÐABLIK Undir alhvítri skör ber þú æskunnar fjör jafnvel ungum þú lífs glæðir hyr, og með aHi og dug- og með ástglöðum hug þú ert æskunnar hetja sem fyr. Fyrirmynd er hann öllum þeim, er þjóðnýtir menn vilja vera. ' Atgervi hans er að vísu fáum lánuð, andleg né líkamleg-. Ræðuskörungur er fæstum fært að ætla sér að verða á við hann. Það varð rýrt fyrir honum smámennið, er hann gekk fram á þann vígvöll. Hann tók sjaldan á því á þingi síðari árin, en hann prýddi hefðarsæti þess, forseta- sætið, þing eftir þing, — prýddi það hverjum manni framar fyr og síðar. Hann steig ekki niður úr öndvegi sínu og gekk í bardagann nema mikið lægi við og varla nema í stórmáli þingsins þá, stjórnarskrármálinu. Minnisstæð er öllum, er svo langt muna, ræða hans á þingi í því máli 1869, er stóð hálfa þriðju stund. — Mælskan var frábær, rómurinn hvellur og áhrifamikill og rök- snildin fágæt. Hann fór aldrei með hégóma og því síður blekkingar ; á þeim hafði hann hina mestu andsfvgð. Röksemdir hans voru ekki holar aftan, eins og sagt er um álfkonnur. Þær voru eins og fylking óárennilegra skjaldmeyja, grárra fyrir járnum, eða kappa Hrólfs Kraka. Það átti heima um hann, sem sagt var um Peri- kles, að fortölulistardísin sæti á vörum hans. En margt er það, sem vér getum af honum numið, ef viljann brestur ekki. Falsleysi og ein- urð, stefnufestu og trúmensku við réttan málstað og góðan getum vér tamið oss að hans dæmi. Þol og þrautseigju eigum vér að geta vanið oss á. Þeim mannkostum var það að þakka, að vér komumst að ekki lakari stjórnfrelsiskostum en raun varð á áður lauk. Hann hafði kjark og þolgæði til að segja nei og aftur nei við tylliboð- um, sem öðrum lá við að aðhyllast. Þ>að barg oss. Aræði hans og ófælni við grýlur þær, er mörg- um hættir við að sjá fyrir sér í öðru hverju spori — það eigum vér að geta tamið oss. Það er stór- hættulegur skaplöstur lítilsigldra þjóðmálabar- dagamanna, að láta sér alla jafna vaxa í augum brellur andstæðinga sinna, hégómleg rök þeirra og blekkingar. Trú á land og lýð, á auðsuppsprettur landsins, á mátt og megin þjóðarinnar —- hana hafði Jón Sigurðsson allra manna mesta, svo mörgum þótti við of um hans daga. Hann þoldi ekki að heyra neitt vantraust í þeim efnum, vol né æðrur. Þá hollu trú og farsællegu getum vér glætt með oss. Það sem hún er farin að lifna, er honum að þakka manna mest. Eftirþjóðfundinn(i85i)kvað hið elzta þjóðskáld, sem nú er á lífi (Ben. Gr.) þetta meðal annars til Jóns Sigurðssonar : Allir, sem feðra elska láð, allir, sem líta snjóvg-a tindinn, þar sem að hreina himinlindin elur sig myrkt við mökkva gráð, þeir skulu allir þakkir færa þér, sem að frelsisljómann skæra vaktir, og kallar saga sanns sverðið og skjöldinn Isalands. Blessuð sé minning þess manns, er þá var svo nefndur og jafnan síðan : sverð og skjöldur lands vors. Blessist hún sonum þess og dætrum, öld- um og óbornum, um ókomnar aldir. BjÖRN JÓNSSON. — ísAFOLD. Trúarbrögð í Kanada. Manntal það, sem tekið var hér í Kanada árið 1901 og er hið síðasta, sýnir, að hér í landi eru ekki færri en 154 trúarbrag-ða- félög, fyrir utan þá, sem neita allri guðs- trú aða játa sig engu trúa; en af þeim er talið að séhér 3,6:3. En af þessum trúar- bragðafélögum, sem talin eru, eru sum býsna smá, því 79 hafa færri en tíu áhang- endur og hafa þau öll til samans að eins 258 meðlimi. Kaþólska kirkjan hefir ekki færra en 2,220,600 áhangendur, Meþó- distar 916,886, Presbytérar 842,442, Bap- tistar 292,189 og enska kirkjan 680,620. Þar næst koma Lúterstrúarmenn með 92,524, Mennónítar 31,796, Kongregaz- ionalistar 28,293, frí-Baptistar 24,288, Gyðitagar 16,401, Gríska kirkjan 15,630, Lærisveinar 14,900, Hjálpræðisherinn 10,308. Taldir eru 15,107 heiðingjar og 43,222 er ekki skipað í neinn flokk.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.