Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 4
BREIÐABLIK 116 nies) hafa í flestum löndum tekið að sér að annast slíkar skyndi- sendingfar og" reka þá sýslu eins og hvert annað gróðafyrirtæki. Enda verður þess vart, að gróð- inn er hafður í hug"a. Slíkar skyndisendingfar eru teknar til flutnings við gjaldi svo háu, að rán má heita. Almenningur manna verður þar að greiða einstökum mönnum rángjald fyrir að inna af hendi starf, sem rekast ætti al- menningi jafn-ódvrt ogjafn-hag- kvæmlega í alla staði og póst- flutningar. En þetta rángjald verða menn að greiða, þangað til almenningur hefir rænu á, að taka það úr höndum einstaklinga og gjöra það að sameiginlegu fyrir- tæki, er stjórnir hafi með höndum. Vatnsveita er nú í flestum borg- um sameign. Komi einhver óá- nægja upp með vatnið, þessa brýnustu allra lífsnauðsynja, er almenningi ávalt innan handar að bæta úr með einhverju móti. Vana- lega er vatnsgjaldið lágt og sann- gjarnt, svo stórkostlegt fyrirtæki sem það er að koma slíku vatns- æða-kerfi fyrir í stórum borgum. En á flestum svæðum, þar sem sameign er ekki komin á, er óánægjan megn og sífeldar umkvartanir. Þar hafa einstakir menn fyrirtæki með höndum, sem eftir eðli sínu ætti að vera al- manna-fyrirtæki, og reka þau með takmarkalausri gróðafýkn á kostn- að almennings. Þar sýnist ekki sanngirni tekin til greina við ákvæði gjalds, heldur einungis farið eftir væntanlegu gjaldþoli. Með öðrum orðum: Gjaldið er er látið vera eins hátt og fært þykir. Einokun járnbrautanna er nú eitt af allra torveldustu áhuga- efnum þjóðanna. Fyrirtæki, sem ætti að vera lífæðar viðskiftalífs- ins, eru farin að binda því byrðar lítt bærar og draga úr fjöri þess. Auðvaldið, sem orðið er svo geig- vænlegt, myndast á þann hátt, að einstökum mönnum er í sinnuleysi gefið færi á að féfletta heilar þjóðir. Á Englandi, föðurlandi járn- brautanna, er nú hreyfing ákaf- lega sterk í þá átt, að stjórnin kaupi allar járnbrautir og reki þær eins og hverja aðra opinbera syslu, til heilla landi og lýð, en ekki til að auðga fáeina einstakl- inga, er svo geta haft velferð al- mennings í hendi sér. Ekkert sýnir betur, hve eðlileg og sjálfsögð sameignarhreyfingin er, en saga vatnsnotkunarinnar. Á bóndabæ er fyrst ekkert annað en bæjarlækurinn. Þangað er neyzluvatn sótt og sökt upp í skjólu. Neðar er ef til vill stífla sett í lækinn og sundpollur mynd- aður, — eins konar laug þeim, sem nota vilja. Standi bóndabær við alfaraveg eða við einhvern fjörð, getur svo farið, að þar myndist kauptún og fleiri íbúðarhús rísi upp. Þá getur lengra orðið í lækinn að sækja

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.