Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK 127 tollinn, sem hún myndi fá fyrir hjóna- bandssamninginn. Sie Ling' Yung var dóttir auðugs föður og tollurinn hlaut að verða vænn eftir því. Lí Kíang hafði ekki gleymt heiðri þeim, sem Paó Yeng hafði sýnt henni, að brenna prentuð blöð á gröf áa hennar. En þó þetta væri látið í aðra vogarskálina og tollurinn væni í hina, varð hann þyngri, því hugurinn var ágjarn. Hún gekk því einarðlega inn í hús Sie Ling Yung og var henni tekið þar for- kunnarvel — því að giftast slíkum fyrir- myndar vngismanni og Paó Yeng varekki svo lítið keppikefli. Þegar hún hvarf inn úr dyrunum, sneri Paó Yeng við og stundi þungan; hann hafði haldið í hárnót á eftir henni með kvíðboga í hjarta. ,,Heimskur var eg að halda, að eg gæti snúið gamalli konu frá fyrirætlan hennar, “ nöldraði hann við sjálfan sig. Si Si hin fagra var um þessar mundir í sorgum sínum ekki síður en Paó Yeng. Urn engan annan hafði hún hugsað síðan hún sá hann út undan blævængnum um daginn. Deginum eftir að hún hafði fe ngið kvæðið hans á hvítu silki — sem hún geymdi eins og sjáaldur auga síns í eski úr sandal-við — hafði móðir hennar sagt henni, að hjónabandssamningur hefði verið gjörður fyrir hennar hönd og endaði skjalið svo: ,,Aldurinn bætir bóndann að vizku“. Þá brast Si Si í grát, því hún vissi, að hún hefði verið heitin Wah Lee, ekkju- manni götnlutn og visnum, en nógu auð- ugum til að freista hverra foreldra í Kína sem væri. Si Si hafði barist gegn því, að sá óheilladagur yrði ákveðinn eins lengi og lotningin fyrir foreldrum hennar leyfði. En nú var hún orðin sextán ára gömul og deginum var eigi lengur unt að fresta. Með ástúð fullvissaði móðir hennar hana um, að hjónaband hennar myndi hepnast vel, því hann var fæddur á heið- ar-dag en Si Si á tóudag. Vitaskuld var ekki unt að ganga úr skugga um svo heiliavænlegt tákn. Si Si hafði enga ánægju af að sauma rauðu giftingar-smokkana og kápuna. Snemma morguns heiðursdaginn sjállan laugaði hún sig í vatni, sem tólf tegund- um blóma hafði verið látið blæða í. Hárið var sett upp í dásamlegan hnút og hún var færð í rauða giftingarskrúðann. Þre- föld kóróna og perlusett blæja, sem huldi andlit hennar, var sett á höfuð henni. Þegar allir voru farnir út úr herberg- inu, tók hún hvíta silkiræmu úr eski og las skáldskapinn, sem á hana var letr- aður, með tárvotum augum Svo stakk hún henni og dálitlum rýtingi í kápuvasa sinn og gekk út. III. Þó Paó Yeng vissi, að hann átti ekki að fá Si Si að brúði, gjörði hann engar vífilengjur af lotningu fyrir foreldrum sínum. Giftingardaginn klæddist hann beztu fötum sínum. Hann hjálpaði heið- virðum foreldrum sínum til að koma öllu í röð og reglu á heimilinu. Hann kveikti á kertunum og reykelsis-stöngunum og sá um, að hrísgrjón og vistir væri mat- búið. Svo settist hann niður til að bíða eftir veizlu-gestunum. Paó Yeng geymdi harðneskjulega á- lyktan í hjarta. Vilja foreldra sinna var hann ákveðinn í að virða og lúta. En þegar athöfnin væri úti, ætlaði hann að svifta sig lífi. Hann vildi enga aðra hafa — enga aðra elska, en Si Si. Hin tiltekna stund kom að síðustu. Hann heyrði að komið var með burðar- stólinn hennar Sie Ling Yung. Hann hneigði sig lotningarfylst fyrir foreldrum sínum og opnaði inirðina. Þar voru boðsgestirnir komnir. Hljóðfæri voru slegin, trumbur barðar, söngmenn og blysberar sungu. En viðkvæma hjartað í brjósti Paó Yengs var höfugt og harmi lostið.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.