Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 1
BREIDABLIK. Mánaöarrit til stuönings íslenzkri menning-. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ar. JANUAR 1908. Nr. 8. FATÆKRAMAL H E I M S I N S. fANIR ættum vér Islendingfar að vera orðnir því að heyra talað um fátækra- mál. Þau hafa verið þjóðar vorrar stærsta áhyg-gjuefni. I fátæku landi hefir hún búið og tala fátæklingfanna óvenjulega há í samanburði við tölu þeirra, sem bjarg'álnamenn g"eta kallast. Sveit- arþyngsli sífelt talin þjóðar vorrar mesta mein. Hitt er oss að líkindum ókunn- ara um, að fátækramálin eru nú að verða heimsins stærsta áhyg-gju- efni. Nú ekki eins mikið talað um neitt mannfélagsböl og" hin mis- skiftu kjör manna. Sé nokkur breyting- til batnaðar fyrir hendi á mannfélag"sskipulaginu frá því sem nú er, verður hún sjálfsagt fátæklingunum í vil. Jörðin frámleiðir meir en nóg" handa öllum. Græðgfin kemur fáeinum til að hrifsa til sín marg- faldan skerf. Hún ryður smæl- ingjunum írá borði, svo þeir hungra, en hinir hvoma í sig\ Óp hinna fátæku, sem ganga hungraðir og" naktir, verður sár- ara og" sárara, eftir því sem auð- æfin vaxa. Nítjánda öldin fann til með fá- tækling"unum, kendi í brjósti um þá, sýndi þeim margvísleg'a hjálp- semi bæði á einn og" annan hátt. En brjóstgæðin og" hjálpsemin reyndist ónóg". Tuttugasta öldin ætti að sýna þeim það réttlæti, að allir fengi nóg. Aldrei hefir jafn-eindregið verið tekið í þann streng" og" einmitt nú af vitrustu mönnum og" beztu um heim allan. Sé mörg" systkini á einu heimili og eitt eða tvö, sem eigi kunna að sjá fyrir sér af ein- hverjum ástæðum, álíta hin syst- kinin sjálfsagða skyldu að sjá þeim farborða. Annars álíta menn, að þeim farist illa og óheiðarlega.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.