Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 10
122 BREIÐABLIK skammlífir og þeir voru, het'öi eigi oröiö jafn-langæf, ef hugsanir þeirra hefði eigi verið funheitar. Áhrifin fara ávalt eftir hitanum, sem inni fyrir er. Þess vegna eru bréf þessi og hugsanirnar, sem þeim fara á milli, þessum mönnum, óunrræöi- lega dýrmæt. Þau eru ósvikin fæöa hverjum unglingi. Vonandi verða þeir margir, sem sjá runninn loga og heyra til sín hrópað: Leys skó þína af fótum þér. Staðurinn, sem þú stendur á er heilagur! Hver veit nema einhverjum finnist hann hafa eitthvert erindi til að ganga með fram fyrir Faraó á eftir? Síra Jón Helgason hefir unnið þjóð vorri og bókmentum afar-þarft og þýð- ingarmikið starf með útgáfu bókar þess- arar. Og útgefandinn hefir enn af nýju sýnt, hve ótrauður hann er að vinna bók- mentum vorum alt gagn, er hann má. Því í gróðaskyni getur þetta naumast verið gjört. í HÖLL ALDANNA. jpEGAR nítjánda öldin lézt, steig andi hennar niður í hina hvefldu höll horf- innar tíðar, þar sem andar liðinna alda sitja saman í blágrýtis-hásætum. Er gesturinn vatt sér inn, sneru allir sér til hans, og andi átjándu aldar hóf svo máls : ,,Segþú sögu þína, bróðir. Fær oss fregnir af mannanna börnum, sem vér fengum þér til gæzlu. “ ,,Eg er andi hinnar dásamlegu aldar. Eg gaf manninum vald yfir náttúrunni. Uppgötvanir og nppfundningar, er lýstu upp hið myrka rúm liðins tíma eins og strjálar stjörnur, hafa flykzt saman í skín- andi vetrarbraut meðan eg sat að völd- um. Með minsta fingri kemur einn maður nú meira til leiðar en þúsund þrælar. Þekkingin hefir lokið upp nám- um auðlegðarinnar, og þau auðæfi, sem hrúgað er saman í dag, fæða af sér marg- falda auðlegð á morgun. Maðurinn hefir hrundið af sér nauðsynjar-helsinu, og er frjáls. ,,Eg gaf hugsunum mannanna frelsi. Þeir horfa á staðreyndir og vita. Þekk- ingin er sameign allra. Það, sem afrekað er í Austurlöndum að kveldi, er heyrin- kunnugt um Vesturlönd að morgni. Þau hvíslast á undir höfunum og yfir um skýin. ,,Eg braut hlekki trúhræsni og harð- stjórnar. Eg gjörði mennina frjálsa og jafn-réttháa. Hver maður finnur nú til manngildis síns. ,,Eg hefi klifið upp á hæsta tind mann- kynssögunnar. Eg hefi meira fyrir mann- kynið gjört en nokkur ykkar. Mennirnir eru orðnir auðugir. Þeir eru vitrir. Þeir eru frjálsir. “ Andar liðinna alda sátu þögulir og angur kom þeim í augu. Loks hafði andi fvrstu aldar orð fyrir öllum. ,,Vér mæltum allir borginmannlega, er vér hurfum hingað rjóðir að loknum afreksverkum, en þú talar borginmann- legar en nokkur vor hinna. En er vér sitjum og hugsum um, hvað vér höfðum fyrir stafni, og hvað gjörzt hefir síðan, verður hrokinn að sneypu og kinnroða. Orð þín láta, eins og endurlausn mann- anna væri loks fullgjör. Er hún það ? ,,Þú hefir gjört mennina auðuga. Seg oss, kvelst enginn af Irungri í dag, eða ber enginn kvíðboga fyrir hungri á morg- un ? Verða öll börn íturmenni að vexti og öðlast þau æfing í hugsan og íþrótt ? Deyja engin of snemma? Hefir valdið yfir náttúrunni gjört mennina frjálsari í nautn lífsins og ástarinnar og kent þeim að lifa æðra andans lífi? ,,Þú hefir gjört mennina vitra. Eru þeir vitrir eða slægir? Hafa þeir vald á líkamlegum ástríðum sínum ? Hefirþeim lærzt að breyta með réttlæti og bróður- kærleika við náunga sinn? ,,Þú hefir gjört þá frjálsa. Eru þá engir, sem strita fyrir aðra gegn vilja sínum ? Eru allir menn svo frjálsir, að

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.