Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK í smátt eða líkneski mulið i dust. í>ar sýnist engin upprisa geta átt sér stað. Fagra mvndin, sem efnið þar hafði feng-ið, farin forgförðum. Fær eyðilegg’ing’ komist á hærra stig? Hún er hér svo mikil, að hún getur verið ljótasti glæpur. Efnlð er óeytt. Leyfarnar eru jafn- þungar og áður. En hugsjónin var ekki í mar- maranum og litunum, þó hún kæmi til dyr- anna í þessum fötum. Hún var í huga lista- mannsins, og hún smó inn í huga áhorfendanna. Efnið, búningurinn gat að eins vakið líka mynd i skyldum huga, og tilfinningar og hugsanir líkar þeim, sem stýrt höfðu hönd listamannsins. Máttlaust hefði efnið verið, hefði það ekki spegl- ast í skyldum huga. Dýrin gengju fram hjá því, og myndi ekkert skilja, framar en lagt væri fyrir þau handrit af háfleygu Ijóði. En þó nú listaverkið sé eyðilagt og glatað heiminum, lifir það enn í sál listamannsins og þelrra, sem sáu það og skildu. Hvað fer fram, er tré eyðilegst eða dýr? Frumagnir eru eftir eins margar og áður; efnið er eftir, en hefir glatað mynd sinni. Hvað er horfið ? Lífið, sem hafði gefið því mynd og lög- un með aðstoð lofts og sólaryls og um leið opin- berast. Þ>að hefir horfið sjónum, horfið af jörðu. Er það hætt að vera til? Ef það hefði verið skapað af nýju, af engu, dýrið eða tréð, væri ekki íjarri sanni að segja það yrði að eiigu. En tilveruleysi ? Er það skynsatnleg hugmynd ? Þegar hlutir hverfa, dyljast þeir að eins sjónum. Þ>að er hægt að skilja, að hið hulda birtist í ein- hverjum búningi eins ogþegar tónskáld yrkirlag, eða smiður býr til húsgagn eða kónguló spinntir vef eða dögg myndast í lofti. En aldrei verður neitt til af engu, né heldur verður nokkuð nokk- uru sinni að engu. Byrjan getur verið smá, en fræið hlýtur ávalt að vera, þar sem eitthvað á að vaxa. Radium-arið er frumefni, sem ber í sér eyði- legging. Það smá-springur og sprengir nokk- urn hluta af sér, hvað eftir annað, þangað til það sýnist verða aðgjörðalaust og vera orðið eitthvað annað, sumir halda blý, en það sem sprengst hefir af helium, stundum neon, stundum argon (frumefnl). ímyndum oss það. Ef það eyðileggur sjálft sig, því er það þá til ? Verður það til af engu ? Hafi það inyndast af einhverju, hvaðvarþað? Hver var uppruni þess ? AlJrei ímynda vísindin sér, að nokkuð verði til af engu. Sögu allra efnasamsafna getum vér sagt eins og sögu mcginlanda og eyja; reynt að segja, hvaðan þau korna og hvað af þeim muni verða. En aldrei segjum vér, að þau verði að engu eða hafi orðið til af engu. — Trúarbrögðin segja: guð skapaði. Vissulega, frá honum er það. En það skýrir 119 ekkert. Alt er nú í guði; alt lifir og er haldið við lýði um alla eilífð af guði. Guðshugmyndin er oft ranglega látin skýra að eins hið liðna; hún á eins heima um nútíð og framtíð. Ef vér segj- um, að náttúran birti guð frá einu sjónarmiði, hlýtur það að vera satt. En að segja að guð- dónnirinn birtist frá einni hlið í náttúrunni, erþað um leið að krefjast eilífðar hverjum þeim hlut til handa, sem í raun og veru er til, og segja, að dauðinn sé ekki tilveruleysi, heldurað eins breyt- ing. Fæðing er breyting. Dauði er breyting. Sæl breyting, ef til vill. Döpur breyting, ef til vill. Þ>að er undir ástæðum og sjónarmiði komið. En óhjákvæmileg breyting er það. ,,Eg gjöri þá ákveðnu staðhæfing, að enginn hlutur, sem í raun og veru er til, verður að engu, heldur breytir að eins mynd og lögun“. Munurinn á hinu hverfula og varanlega er aug- ljós. Kerfin hverfa, efnasamsöfnln, niðurröðunin. Hópur manna safnast saman ogdreifist; hópurinn hverfur. Ský myndast á himni — og hverfur; skýið hefir dáið. Dögg myndast á blaði, — hverfur, — sýnist verða að engu eins og skýið. En vér vitum betur,bæði um skýið og döggina. I ósýnilegri mynd er daggardropinn í loftinu, glampar í sólunni. Osýnilegur var hann; ósýni- legur verður hann. En jafnvel í ósýnilegri mynd endurspeglíir hann mynd annars heims og leggur sinn ske. f til fegurðar og nytseml sköpunarverks- ins. Sýnilega myndin skammvinn; daggardropi fæddist og daggardropi dó. Eins og loftkendur vökvi lifir hann áfram, með öllum þeim eiginleik- um, sem létu hann verða að skýi. Jafnvel hann ber eilífðar-merkið á sér. Hvað er þá um lífið? Er það ekkert, sem hleður saman ögnum kolaefnis, ildis og vetnis þangað til fram kemur eikartré, örn eða maður? Eða er það eitthvað, sem í raun og veru er ekki neitt ? Það er eigi svo. Eigi heldur með vit og meðvitund og vilja, né heldur með endurminning, ást og tilbeiðslu, né hina margföldu starfsemi. Þ>etta er eigi ekkert og aldrei mun það verða að engu eða hætta að vera til. Þ>að kom eigi upp með oss; það varð aldrei til í bili. Þ>að er eilíft eins og guðdómurinn sjálfur og í hinni eilífu veru skal það að eilífu vara. Prófarkalestur á síðasta blaði eru meun beðnir að fyrir- gefa; ritstj.varð að bregða sér burt um jólin áður fullprentaO var. A bls. 101 í næst síðasta vísuorði stendur hýtur í st. f. hlýtur. Þetta er beðið að leiðrétta.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.