Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.01.1908, Blaðsíða 8
120 BREIÐABLIK Þrír merkisberar íslenzkra bókmenta. Þrig-gja rnerkisbera íslenzkra bókmenta hefir verið minzt á liSnu ári oftar en nokk- urra annarra. Nöfn þeirra eru líka ein hin glæsilegustu, sem vér eigum — sann- ir afreksmenn allir og áhrif þeirra stór- mikil. Á liSnu ári lézt öldungurinn Benedikt Gröndal, einn af stórvirkustu og fjölhæfustu mönnum, er fáskrúSugt þjóBerni vort hefir framleitt. Á nýaf- stöönu áttatíu-ára-afmæli hans hafði hans verið rækilegar minzt en vér eigum að venjast. Hefir sá þakklætisvottur frá þjóð hans eflaust verið honum fagnaðar- efni. Og með þann fögnuð í hjarta gengur hann til hvíldar. Jónasi Hallgrímssyni, skáldinu góða, hefir verið reistur all-veglegur minnis- varði í Rej'kjavík, sem vottur þess, hve mikið þjóð vor á honum að þakka. Það þakklæti kemur nokkuð seint, hundrað árunr eftir fæðingu hans, tneir en hálfri öld eftir fráfall hans. En fagnaðarefni er það þó hverjum sönnum íslendingi, að nú er þessum óskmög íslenzkrar ijóð- listar minnisvarði reistur. Loks hefir minning síra Tómasar Sæ- mundssonar verið sá sómi sýndur, að bréf hans hafa verið gefin út og var það veglynd ræktarsemi á hundrað-ára-afmæli hans. Með þeirri bók er honum reistur varanlegri minnisvarði, en þó annar hefði verið gjör úr eiri — sem ef til vill verður líka gjört á sínum tíma. En vaxandi menningarvott teljum vér það, að þjóð vor er farin að leggja slíka rækt við minn- ingu látinna merkismanna sinna. CJ>

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.