Breiðablik - 01.04.1908, Síða 6

Breiðablik - 01.04.1908, Síða 6
BEIÐARBLIK 166 þessu komin. Geti breyting- á orSið í þessu efni, rís hún við aftur og ávinnur sér hylli og álit. Fari hún að auðga hugsanalíf fólksins, hættir hún að vera byrði. Finni menn til þess, að kirkjan sé heimili heilagra og haldgóðra hugsana, svo innri maðurinn rísi við og fái nýtt fjör í hvert skifti, er þangað er komið, verður hún ekki látin standa tóm. Mikið mál er prentað á íslandi á hverju ári. Sáralítið af því er um andleg mál. Ut um heiminn hafa þau aldrei verið rædd af meiri áhuga en nú. Með oss eru þeir sárfáir, er gefa þeim gaum. Ut um heiminn eru andlegrar stéttar menn þar í fremstu röð, eins og sjálfsagt sýnist. Með oss búa þeir flestir í þagnarinnar landi eða eru annars hugar. Ein og ein bók á mannsaldri frá einum eða tveimur leiðtogum kirkjunnar er eigi nóg. Þeir þurfa að vera að gefa þjóðinni nóg að hugsa á hverja ári. Annars ná önnur mál og aðrir leiðtogar eyra hennar. í höfuðstað landsins eru erindi flutt um ýms mál önnur. Að þar sé fyrirlestrar fluttir um kristindóm,er naumast nokkur dæmi, Kirkjan leggur eigi lengur sinn skerf til hugsanalífs fólksins. En hve nær sem hún gjörir það,finst því,að það ekki mega án hennar vera. Þegar þjóðin fær lítið eða ekkert í aðra hönd, segir hún óþolin- móð : Kirkjan má hrynja. En hve nær sem kirkjan blæs eidi hugsananna inn í mannssálirnar, verður sagt: Hún má fyrir hvern mun eigi hrynja. Eldinn meg- um vér ekki missa. Hér er nógu kalt samt. ÆTLUNARVERK LÍFSINS. RÆÐA við skólauppsögn í VVesIey College 9. apríl 1908. Eftir Próf. N. R. Wilson, M. A. Ph. D. EEST okkar — við öll, ef við að eins vildum við það kannast, gjörum oss þá óákveðnu von, að lífið muni hepnast vel. Löngunin til að gjöra alt öðrum betur er eins rík í eðli Engilsaxans og löngunin til að eta og drekka. Sækonungarnir með forfeðrum vorum börðust ekki sök- um réttláts málstaðar, eins og oss væri ljúfast að ætla, heldur að eins vegna löng- unar til að vinna sigur. Flest okkar, piltarnir að minsta kosti, hafa sýnt, að forni andinn býr oss enn í brjósti. Og eg er ekki viss um,nema tilraunir vina vorra, guðfræðinganna, til að vinna bug á þeim gamla Adam, er þeir svo nefna, sé allar fyrir gýg. Vera má, að orustur, sem háðar eru í dag, sé eigi háðar með frum- legum vopnum fyrri tíma. En sú rnetn- aðarþrá að verða öðrum fremri, sem völd var að sigri þá, jafnvel gegn ofurefli, verður enn völd hins sama. Það er svo sem ekkert ógöfugt að vera á kafi í mið- alda-guðfræði, heldur einn stærsti þjóð- ararfurinn. Og svo, er þið hafið náð ykkur eftir áreynsluea við prófin og farið að hugsa um ávinning þriggja eða tjögurra síðustu áranna, verðið þið ef til vill dauf í bragði. Daufari þó að tíu árum liðnum, þegar þið finnið, að lífið lætur ykkur býsna vel, þó latína oggríska ogjafnvel BinomiaL Theorem sé orðið að hálfgleymd- um endurminningum—, daufari þá, erþið farið að undrast, hvort tímanum hér hafi eigi verið eytt til einkis,og við, kennarar, verið lasburða fábjánar. En harmarfrægur málari þreytu-stundir þær, er hann hefir eytt í að draga línur og ferhyrninga, og teninga og annað álíka leiðinlegt, eða lætur hann sér gleymast að blessa kenn- arann, sem beimtaði, að línurnar væri beinar og hlykklausar og teningarnir réttir? Þið rekið j'kkur á þá tízku í stöku stað, að gjöra lítið úr skólamentan, af því hún gjöri mann óhæfan til að lifa atorkusömu lífi. Að sækjast af alefli eftir þekking sjálfrar hennar vegna og eigi vegna skildinganna, sem hún leggur í lófann, þykir vottur um sljóva vitsmuni. Ykkur verður sagt, að leiðtogarnir í

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.