Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 12
IJ2 B R E I Ð A BL I K CHRISTIAN SCIENCE. |_|MNS og kunnug't er, nefnist einn trú- bragðaflokkurinn svo, ntjög ung- ur aS aldri, og breiðist út meS furöu- hraöa í Bandaríkjum. Kona ein þar, Mrs. Eddy, einiglega leiðtogi og frum- kvöðull. Sjúkdómslækningar aðal-atriðið og sú sannfæring, að sjúkdómar og alt böl, sem að mönnum amar, sé ímyndan ein og gæti borfið, ef trúna ekki brysti. Mikinn ímugust hafa flestar deildir krist- innar kirkju haft á þessari hreyfing. Ekki er hann horfinn enn. Farið er samt að tala um kenningar þessar með miklu meiri varúð af gætnum og sannfróðum mönnum en áður. Aldrei hefir eins mikið verið um hreyfing þessa talað og í vetur í blöðum og tímaritum og aldrei jafn-vin- gjarnlega, þó rnargt sé enn til foráttu fundið. Býsna alment er farið að kannast við, að lækningar eigi sér stað fyrir bænir þeirra og annan andlegan tilverknað. Enda lítt hugsandi, að hreyfingin breidd- ist út, ef hún hefði ekki eitthvað til síns ágætis. Margir eru farnir að kannast við, að hér muni að einhverju leyti eiginlega um hina sömu læknisgáfu að ræða og kunn er frá fyrstu kristni. Sú gáfa hafi í raun og veru aldrei horfið úr kristninni, en á flestum öldum komið einhvers stað- ar fram í einhverri mynd. Mrs. Eddy er nú orðin háöldruð kona. En engum sanngjörnum manni dylst, sem kynnir sér starfsemi hennar, að hún er bæði stór- gáfuð og að ýmsu stórmerk kona. Eng- um dylst heldur, að hér er um sterka og einlæga trú að ræða hjá mörgum. Langt bréf höfum vér fengið fyrir nokkuru síðan frá íslenzkri konu suður í Bandaríkjum um þetta efni, sem ber vott um miklar og gáfur og brennheita trú. Hér er eflaust eitt af þeim fyrirbrigðum, sem vér ættum að dæma varlega, en reyna að skilja til hlítar. RENÉ BAZIN. INN helzti hinna yngri skáldsagna höfunda Frakklands heitir René Bazin. Hann er nú að verða heimsfræg- ur maður. Ein sagan hans kom út í enskri þýðing síðastliðinn mánuð og heit- ir Nunnan. Er hún meira lesin nú en nokkur skáldsaga önnur. René Bazin er ólíkur flestum samlöndum sínum í því, að hann er sterktrúaður maður, eftir kaþólsk- um hætti, og heilög alvara yfir sögum hans öllum. Honum blæðir, að flest fólk á Frakklandi skuli hafa snúið baki við kirkjunnþenhuggarsig við,að hjarta fjöld- ans muni enn geyma huggan trúarinnar að einhverju leyti, þó hugurinn hafi vilzt. Þrátt fyrir trú sína, hefir hann meir og meir unnið sér hylli þjóðar sinnar,svo fáir skáldsagnahöfundar eru henni nú kærari. Er hann árið 1904 var innritaður í tölu hinna 40 ódauðlegu (Institut de France), sagði fagurfræðingurinn heimsfrægi, Brunetiére, við hann: ,,Oss finst vera naumast nóg af úlfum kring um fjárhúsin yðar, og þeir, sem við höfum fundið þar, eru meinlaus grey,— úlfar, sem að lokum ávalt breytast í sauði.“ Höfundi þessum tekst flestum betur að rita stuttar en smellnar sögur. Sú list er eigi öllum lagin. En aldrei þótt meira til stuttra skáldsagna koma í heimsbókment- unum en einmitt nú. Snildar-vel þykir honum takast að velja eitthvert lítið atvik, sem verið getur eins og fulltrúi margra annarra í huga lesandans,og lýsa því með svo mikilli snild,að það læsir sig í hugann eins og augnabliksmynd harms eða fagn- aðar mannlegrar sálar. Óleyfilegum ást- umlýsir hann aldrei,enda er sagt að frakk- neska þjóðin hafi fengið andstygð á þess háttar skáldskap. Svo hefir henni um langan tíma verið ofboðið með slíkum lýsingum.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.