Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK 169 hér við skólann — blóö af voru blóði og" hold af voru holdi •— hefir reynzt meir en jafnoki vor að gáfnafari og nú síðast einnig að líkamsþrótti. Þeir taka oss fram að hæfileikum til að leggja meira og meira erfiði á sig. Við gefum þeim ekki meir en við þiggjum. Eg á von á heillavænlegum áhrifum á oss af samkepninni við þá. Því þrátt fyrir alla gall^t, getur enginn sannur Engil-saxi þolað nokkurn ofjarl eða jafnoka á nokk- uru svæði lífsins. Eg segi þetta eigi af skrumgirni, en nefni það sem sannreynd, er Frakkar og Þjóðverjar hafa að ástæðu, til að hata oss af hjarta. Svo eg á von á fjörugum leik, eins og komist er að orði á strætum úti, þegar oss hefir skilist, að vér eigum hér keppinauta, sem vert erað þreyta fang við. Sagan segir oss, að merkustu þjóðir hafi til orðið úr samruna margra kynflokka. í Australíu er engin slík margbrotin gáta úr að leysa, né held- ur jarðvegur jafn-frjór; þar er heldur eigi hægt að eiga von á öðrum eins árangri. Einungis þekking liðinnar og núlegrar tíðar getur kent oss sanna byggingar- list, en hún fæst að eins með víðtækri mentan. Látum hvern einastakan starfa svo, að komandi kynslóðir rísi á fætur og lýsi blessan );fir oss. Verði ætlunarverk- ið vel af hendi leyst, fáum vér maklegan heiður; verði það illa unnið, maklega minkun. Af þeim, sem mikið er gefið, verður mikils krafist. SKÓLAHÁTÍDIR. T^Ú eru efri deildir háskólans að lúka störfum þetta árið og hver samkom- an annarri hátíðlegri haldin í sambandivið það. 9. apríl hætti kensla í College-áeWá- unum. Þá var farið að búa síg undir prófin,sem nú verður lokið þessa dagana. Þegar skóla var sagt upp við Wesley- College, var ræða sú ftutt, sem stendur framar í blaði þessu og Breiðablikum er sönn ánægja að flvtja, ekki sízt vegna þess, hve hlýlega þar er talað til Islendinga; ofurlítið er úr henni felt, svo ekki yrði það oflangt mál. Sá er hana flutti, dr. Wilson, er kennari í stærðfræði, ungur maður, prýðilega mentaður, viðsýnn og þaullesinn, þó ekki Próf. N. R. Wilson, M. A. Ph. D. sé það vandi hans að tala opinberlega. Maklegu lofsorði var lokið á ræðu hans af öllum, er heyrðu. Á fyrsta sunnudag eftir páska, var að kveldi flutt svonefnd Baccalaureate ser- mon í nýjustu og fegurstu kirkju bæjarins, Broadway-Church, og voru allir kennarar og nemendur Wesley-skólans þar við- staddir. Presturinn, dr. Rose, er roskinn maður, ungur í anda og prýðilega að sér, nýkominn hingað að austan. Hann flutti ágæta ræða út af orðum Páls postula : Slökkvið ekki andann. Fyrirlítið ekki spádóma. Prófið alt,haldið því,sem gott er. Haldið yður frá sérhverri mynd hins illa (1. Þess. 5,20). Enn verður ein

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.