Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.04.1908, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK 175 beöiS hans þar; því eg- vil ekki hafa nein skrípalæti í húsum mínum.1 Mér leizt illa á senóra Rogers. Hún hafði hvassa höku, samanbitinn munn og augun voru hörö og köld. „Þegar eg fekk að sjá búninginn fagra, sem eg átti að hafa í landinu Missouri, gat eg naumast dregið andann af furðu og fögnuði. Aldrei hafði eg áður verið jafn-sæl. En hve bráðlega það breyttist! ,,Þegar eg var komin í hárfína, ljóm- andi yfirskyrtu, lét hún um mig bönd, líkust bol úr stáli, tók af öllu afli í reinr- arnar og reimaði að mér. Hún reimaði eins fast og kraftarnir leyfðu. Guðs móðir, slík þrengsli! ,,Eg' hneig niður á stól og gat ekki dregið andann ; þá dró hún fram ofur-litla skó, og þó fóturinn á mér væri hálfu- breiðari, var hún þangað til að, að hún var búin að koma mér í þá og reima þá að mér. ,,Senóra, kynslóð fram af kynslóð hafa konur Ameríkumanna látið þenna píslar- búning kvelja sig, þangað til líkami þeirra er orðinn steyptur í þessu móti, — eins og til dæmis er hægt að láta kýprus- trén fá alls konar skrípa-lögun. Tær þeirra hafa orðið frammjóar, oddhvassar eins og byssustingur. En rif kvenna og meyja í Mexico bunga út og holið er hvelft eins og brjóst á veðreiðarhesti. Guðs móðir hefir látið fætur okkar vera flata, tær breiðar og langt á milli. Þess vegna voru þessar flíkur svo-nefndrar siðmenningar eins og píslarfæri trúvill- ingadómsins. Hjálparvana sat eg þarna, altekin kvölum. Eg gat ekki bljóðað, því bannsettur bolurinn svifti mig röddinni. Og vegna skónna hræðilegu gat eg ekki staðið á fætur og flúið. Svo eg var þarna, þráttfyrir allar kvalir, meðan hún rakti upp hárfléttur mínar og göndlaði hárinu saman í harðan hnút uppi áhvirfli mér, og nældi það saman með löngum, öddhvössum nálum; stungust broddar þeirra inn í hársvörðinn. ,,Svo sagði hún: ,Far þú nú burt‘, eins og sagt er við hundgarm. Með veikum burðum, eins og manns, sem er örvasa af elli, stóð eg á fætur og staulað- ist með naumindum ofan að árbugðunni, þar sem eg hafði staðið við línþvott, frjáls og glöð. ,,Senor Perkins var þar ekki, en eg hirti ekkert um það. Eg var einungis að hugsa um oddhvössu nálarnar,sem stung- ust æ dýpra inn í höfuð mitt, um bolinn, sem þrýsti rifjum inn í innýfli og um skóna, sem fæturnir verkjuðu og brunnu í, eins og hefði glóandi kolum verið rakað að þeim. Senóra, þegar maður er að drukna, er það mál matina, að liðin æfi rísi upp fyrir augum hans. Fyrir óttaslegnum augum mér reis framtíð mín upp eins og hún yrði, ætti eg heima í landinu Missouri. Mér fanst eg myndi aldrei sjá hárfléttur mínar oft- ar glitra í sólskininu. Aldrei sylgi eg framar drottins ilmandi loft stór- um teigum niður í lungu mér vegna bols- ins. Aldrei fengi eg framar stigið létt- um fæti á blessaða jörðina. Reifuð þess- um siðmenningar-flíkum yrði eg ávalt lasburða kryplingur. Skírt sá eg óskap- leg örlög bíða mín. Ljósa vitran fekk eg þá um það, að viltur og frjáls söngfugl frá sóllandinu okkar gæti aldrei orðið hæfilegur maki tömdum alifugli frá Missouri. ,,Eg hljóðaði þá upp: ,Aldrei skal eg yfirgefa ættjörð mína og um tíma og ei- lífð skal eg elska og unna mínum trú- lynda José.‘ Eg settist niður á jörðina og dró af mér þröngu skóna; eg fleygði þeim út í ána. Fram af dofnu fótunum smeygði eg silkisokkunum ; tærnar voru bognar og visnar eins og haustblað í skógi. ,,Eg sá hana Júanitu, grannkonu mína, ganga fram hjá og kallaði til hennar. ,í öllum himnanna bænum, far þú til bennar senóra Rogers og fær þú mér mín eigin föt. ‘ Guðs móðir! Hvað eg var búin að

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.