Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 2
98 BREIÐABLIK honum. Aldrei örvænti hann um sigur sannleikans, eða þess erind- is, er hann var kominn til að flytja. Hann var sjálfsagður í huga hans eins og vilji föður hans var sjálfsagður. En mönnum öll heill undir því komin þessa heims og annars, að gefa sig sannleikanum á vald um leið og raust hans hljómar í sálum þeirra, og gjörast þjónar hans í einlægni og trúmensku. Eftirþvísem ófsóknirnar hörðn- uðu og misskilningurinn óx, þrýsti hann sérfastar ogfastarinn í faðm síns himneska föður. Eftir þvísem vinunum fækkaðiíkringum hann, var hann betur studdur eilíf- um örmum föðurkærleikans. Aldr- éi var öruggleikinn, friðurinn, kærleiks-ljóminn meiri yfir honum en við síðustu kveldmáltíð. Þá vissi hann þó glögt, að innan fárra stunda myndi þessir einustu vinir hneykslast og skilja hann aleinan eftir í hinztu baráttu. —Öllu er óhætt. Tilveran öll hvílir í sterkum kærleiksörmum eilífrar forsjónar. Öllu, sem eg elska og þrái og óttast um,— öllu er óhætt, eg þarf engu að kvíða. Valdið, sem öllu stýrir, höndin dularfulla, sem heldur um stjórn- völinn, er kærleikshönd, sem alt vill frelsa og öllu bjarga. Inn í þenna faðm kærleikans, sem Jesús sýndi og treysti, vil eg þrýsta mér á þessum jólum eins og hann, og veraglaður og örugg- ur og ókvíðinn. Málefni sannleik- ans veit eg vel borgið. En að elska hann heitara og heitara, sýna honum meiri og meiri trúmensku, en aldrei fals né svik og vera vilj- ugri og viljugri að eyða lífi og kröftum í þjónustu hans,—það vil eg biðja hann að kenna mér betur og betur, frelsarann blessaða, sem fæddist á jólum. í fjallshlíðinni, setn að mérsnýr, er vetur, fönn og frost og nepja. En hinum megin fjalls er sumar- dýrð eilífs lífs. Bráðum er eg kominn yfir fjalHð. Þú, sem hefir leitt mig og stutt frá æsku, spor fyrir spor fram á þenna dag, — hjálpa þú með áfangann, sem eftir er ! + HALLGRÍMUR SVEINSSON BISKUP. Hann er látinn 16. þ. m. og jarösettur á Þorláksdag, samkvæmt nýbirtu hraS- slceyti. StríðiS hinzta var langvint og kvalafult. Fáir meS þjóð vorri hafa lík- lega hlakkaS til þessarra jóla eins og hann, þegar hann fann umskiftin nálgast. Hallgrímur biskup var einn af fáum fyrirmyndarmönnum þjóSar vorrar. Sem prestur viS Reykjavíkur dómkirkju ávann hann sér almennings lof og lotningu, ekki síður vegna mikilla mannkosta, en ágætra hæfileika. Sá hæfileikinn í fari hans, sem ef til vill mest bar á og þeim var augljósastur, sem bezt þektu, var hæfileikinn til að stiórna; hann var allra-manna reglu- samastur og þoldi því heldur eigi neina óreglu af annarra hendi.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.