Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 4
IOO BREIÐABLIK hendi, þagði hanti og' sagði ekkert, en horfði i gaupnir sér. Frjálslyndur var hann í allri hugsan sinni, bæði í almennum efnum og kirkju- legum, svo með afbrigðum þótti. Eigi þvarr það að neinu, er hann settist í þenna háa embættissess, né heldur vatð hann liðhlaupi, þó hann gerðist konungkjörinn. Frelsiskröfur þjóðar sinnar á hettdur Dönum voru honum sannfæringarmál, er hann sízt hefði viljað bregðast. Hræðslu við nýjar rantisóknirí trúarefnum þekti hann ekki, né heidur kendi hann nokkurs ótta við tilraunir trúaðra manna með að samþýða kristindóminn þekkingu aldar vorrar, en ntiklu fremur fagnaðar og samhygðar. Honum hefir eflaust fundist eins og flestum, sem bera kristindóni þjóðar vorrar fyrir hjarta, framtíðin að miklu leyti undir því komin, að kirkjunni gæti tekist að gjöra þjóðinni trúarbrögðin að- gengileg. Honum duldist ekki hugur um, að frjálslyndur kristindómur, sem ekki leggur hömlur á mannsandann, en ætlast til að hann tileinki sér satinleik- ann bezt í fullu frjálsræði, er eina tegund kristindóms, sem þjóð vor er líkleg til að halla sér að. Mér er óhætt að segja, að hann var laus við að vera ljósfælinn mað- ur og að hann hafði megnan ímugust á þeirri kristindóms tegund. Biblíuþýðiugin nýja verður honum göfugastur minnisvaiði. Sá minnisvarði ber þess augljós merki, að það setn tekið hefir verið fram, er ekki út í bláinn. Fáir menn hafa verið betur máli farnir með þjóð vorri. í daglegum viðræðum var mál hans slétt eins og bókmál og er hann talaði opinberlega, hikaði hann aldrei, en talaði lýtalausum setningum og heilum. Hann kunni líka góð tök á að finna það, sem bezt átti við að segja við hvert tækifæri og koma fyrir í heppi- legutn orðum. Hann var því manna bezt til fallinn að vera fulltrúi annarra við op- inber tækifæri og lét sér þá ávalt farast prýðis vel. Hallgrímur biskup lætur eftir sig kotiu sína, setn er dönsk, tvo sottu og tvær dætur. Verða þetta harmajól ástmetin- uin hans öllum, þó fögnuður sé annars vegar yfir hvíld frá kvöl og þraut. Ætlunarverkið. Ræða flutt á 15. afinælishátíð Tjaldbúðarsafn- aðar 15. des. '09. KIRKJAN, sem vér komttm saman í, er 15 ár.i gömul. Húti er vígð 16. des. 1894. S'ðati hefir hún verið notuð til þeirra hluta, sem kirkjur eru vanalega ætlaðar. í henni hefir börnutn og unglingum verið kent eftir mætti að þekkja velfcrð- arlögmál lífsins, — lífslögmálið mikla, er hann kendi svo óumræðilega glögt, sem nefndur hefir verið Irelsari mannanna. í henni hefir hópur karla og kvenna kotnið saman á hverjum helguni degi að morgni og kveldi til guðsþjónustu. Sjálfsagt hefir sú guðsþjónusta oft verið næsta ófullkomin. í höndum vorum manna verður flest ófullkomið, hve lílið sent er. Þá er lítil furða þó eitthvað verði ófullkontið og annan veg en skyldi við æðstu athöfn mannsandans. Samt mun mörgum finnast, að án þessarra stunda mega þeir eigi vera, og þeir fara einhvers á mis, er þeir eigi mætti glata, ef þessar kirkjudyr stæði þeim eigi fram- ar opnar. í kirkju þessarri er talað við hverja guðs- þjónustu um eitthvað,sem hverjum manni ætti að vera sjálfsagt og hugljúft um- hugsunarefni. Vitaskuld er það líka miklu lakar af hendi leyst en vera ætti. Líklega finnur enginn beiur til þess en sá, sem það ætlunarverk hefir á hetidi. Samt sem áður er það stöðug viðleitni hans, að brýna fyrir söfnuðinum æðstu

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.