Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 6
102 BREIÐABLIK einangranina í lífi mannanna, einbúa-líf og einræningshátt, þar sem hver maður heldur hag sínum bezt borgið með því að höggva hann úr tengslum við hag ann- arra. Ekkert ríður mönnunum meira á að læra en þetta : Allra hagur er minn hagur, almennings velferð mín velferð, heill þjóðar minnar mín heill ;farsæld þess mannfélags, sem eg lífi í, mín farsæld og hamingja. Sá, sem beztver lífi sínu fyrir heildina, eflir mest eigin velferð, verður mestur maður og beztur, og leysir ætlunarverk lífsms af hendi með mestri trúmensku. Sá, sem mest lifir heildinni að gagni, verður sjálfum sér að mestu gagni. Að týna lífi sínu til þess að frelsa það,—það er listin, er hann kendi, er einn kunni að að lifa. 4. Ætlunarverk kirkjunnar er að reka erindi kærleikans. Kærleikurinn er skil- yrði þess, að lífið fari ekki illa. Án hans kann enginn að lifa. Hafi einhver hann, þarf þeim hinum sama ekkert að kenna. Sálærir einn eitthvað af listinniað lifa,sem auðugur er af kærleika. Þess vegna er hann, sem fullkominn var í kærleikanum, nú og að eilífu, vegurinn, sannleikurinn og lífið—hann og enginn annar. Boðskapur kirkjunnar þarf þá um fram alt að vera kærleiksboðskapur. Starf hennar kærleiks starf. Líf henn- ar líf í kærleika. Urlausn henn- ar á gátum tilverunnar úrlausn kærleik- ans. Dómar hennar um ófullkomna við- leitni mannanna með að tileinka sérsann- leikann, dómar kærleikans. Mönnum á hún að safna saman, illum og góðum, undir sterka móðurvængi og hlýja. En hér verða brestirnir augljósastir. Kirkjan syndgar oft sjálf mest gegn þeirri hugsjón, seir. hún á að halda hæst á lofti. Hún beitir oft harðýðgi svo mikilli, að manneðlinu er til minkunar. Er mis- kunnarlaus við samþjón sinn, þó sjálf sé hún mestur miskunnarþurti. Útskúfar öðrum, hróðug yfir að hafa sjálf verið tekin til náðar. Vinir mínir ! Látið yður ekki verða illa til kirkjunnar fyrir harðýðgina og kærleiksleysið. .Hún svíkur þá vitaskuld hugsjón sína í stundarvillu, eins og e<n- staklingurinn svo oft og einatt í lífi sínu. Hún er þá annars hugar og gætir sín ekki. Illur andi fær þá vald yfir henni í bili og villir um fyrir henni. En hún rankar við sér aftur og snýr á rétta leið. Sannleikurinn sendir leiftur sín á leið hennar og kærleikurinn knýr. Örvænt- um aldrei um kirkjuna, né látum kærleik- ann til hennar dvína, jafnvel þó kærleiks- leysi hennar og harðýðgi komi niður á sjálfum oss. Hún þjónar máttugum herra, sem safnar glóðum elds á höfuð henni, þangað til hún bætir fyrir brot sín. 5. Ætlunarverk kirkjunnar er aðgjöra mennina að bræðrum, mannkynið alt að einni fjölskvldu, þar sem ekkert barnið er olnbogabarn, en þeim mestur kærleikur sýndur, sem eitthvað eru fatlaðir, hvort B heldur á sálueða líkama, þar sem enginn verður auðugur af annars örbirgð, en allar þarfir bættar eftir föngum,—þar sem allir njóta óskoraðra mannréttinda og enginn er fyrirborð borinn, maður og kona jafn-rétthá og jafn-sjálfsögð til trúnaðarstarfa eftir hæfileikum og ástæð- um. 6. Ætlunarverk kirkjunnar er að kenna mönnum umburðarlyndi. Skort- urinn á umburðarlj ndi er skerið, sem kærleikurinn er stöðugt að stranda á. Það er nautshornið, sem mennirnir eru stöðugt að stanga hver annan með. Sú fráleita hugmynd hefir komist inn hjá þeim, að allir eigi að vera nákvæmlega eins, með sömu skoðanir, sama Iátæði, sömu kreddur. Bindi einhver bagga á m annan veg en samferðamenn, eru um leið öll naut tekin að stanga. Að kenna mannkyninu að fella þetta nautshorn er eitt göfugasta ætlunarverk kirkjunnar. En í stað þess otar hún því oft mest i

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.