Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuöning's íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI IV. Ár. DESEMBER 1909. Nr. 7. FAÐMUR KÆRLEIKANS. í FSSKOÐAN krist- inna manna er á því bygð, að fyrir utan þenna sýnilega heim sé annar ósýnileg'ur og" dularfullur, skip- aður eng"lum og öndum. í þeim heimi sé.hann, sem ræður tilver- unni allri,—faðir andanna, upphaf og orsök lífsins, faðir drottins vors Jesú Krists og faðir vor. Þessi andans heimur sé hinum sýnilega heimi jafn-verulegur. H ann standi öllum opinn, er þang- að vilji snúa huga sínum, og þar sé auðlegð svo mikil, er hverjum manni standi til boða, að gull og silfur hins sýnilega heims sé í sam- anburði við það eins og engis vert ryk eða gróm. Um þenna andans heim hafa mennirnir haft hugboð frá upphafi vega, misjafnlega glögt vitaskuld, en hugboð samt, því allir hafa þeir haft einhvern guðdóm og á ein- hvern hátt leitast við að komast í samband við hann. Enginn hefir sagt oss jafn- greinilega af honum og hann, sem vér nú höldum jól. í honum birt- ist dýrð hins ósýnilega heims með ljóma svo miklum og fegurð, að nafnið hans er öllum nöfnum ofar og fyrir honum beygja mennirnir kné í tilbeiðslu og lotningu. Um fram alla aðra, sem lifað hafa, nefnum vér hann frelsara. Meðal annars frelsar hann hvern þann, sem gefur orðum hans nokk- urn gaum, frá þeim hégóma að álíta, að ekkert sé til nema þessi sýnilega hlið tilverunnar og lífið ekkert annað en þessi skammvinna stundar-dvöl í jarðneskum heim- kynnum. Návistar ósýnilegs föður varð hann var á öllum vegum sínum. Heimslífið alt og rás viðburðanna fanst honum hvíla í hans sterku örmum. Honum fól hann sjálfan sig við hvert fótmál. í hans hend- ur gaf hann upp andann í dauð- anum. Um hersveitir engla vissi hann, er væri til taks að þjóna

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.