Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 12
io8
BREIÐABLIK
veriö rétt búinn að lesa bréfið til Gardar-
saftiaðar frá forseta kirkjufélag'sins og
„Rannsókn ritningarinnar“, eftir sama
höf. í nóv. blaði Sam., þegar hann var að
draga dár að þessu uppgerðar- og láta.
jætis rannsóknarfrelsi átjándu aldar aft-
urhaldsins. Þá var s:tgt nákvæmlega eins
og nú: „Blessaðir, rannsakið þið, piltar;
en ef þið komist að annarri niðurstöðu en
við, þá skulið þið eiga okkur á fæti!“
Fremur lítið þótti til þess rannsóknar-
frelsis koma þá. Margur skellihlátur
mun hafa verið rekinn upp yfir ummæl-
um Kants. En hlátursefni margfalt
meira er þó þetta fordildartal afturhalds-
ins um rannsóknarfrelsi í þesstim skiln-
ingi nú á dögum. Nokkuð annað getur
það ekki af sér leitt.
Fjarstæður reka annars hver aðra í
bréfi þessu svo miklar að furðu gegnir.
,,Kristileg biblíurannsókn ervafalaust fult
svo mikil og vísindaleg hjá þeim,sem enn
fylgja trú og játningum kirkjunnar, eins
og hjá hinuin, sem t'rá hafa vikið“!! Eg
efast um, að unt sé að net'na einn einasta
guðfræðilegan vísindamann, í fyrstu röð,
þeirra sem nú eru uppi, sem halda fram
óskeikulleika biblíunnar á sama hátt
og kirkjufélagið. Á Englandi,
Þýzkalandi, Frakklandi, Sviss og Hol.
landi efast eg um, að hægt sé að nefna
nokkurn guðfræðing í fyrstu röð, sem nú
heldur slíkri fjarstæðu fram. Sú kenning
er nú álíka mikil fjarstæða orðin í guð_
fræðilegum vísindum og það væri í stjörnu.
fræðinni, að halda því fram, að sólin sner-
ist kring um jörðina, eða í jarðfræðinni
að halda því fram, að hnötturinn, sem
vér búum á, hafi til orðið í tiúverandi
mynd og lögun á einum degi. í Banda-
ríkjum og Kanada veit eg ekki af neinum.
Dr. Orr í Edinburgh á Skotlandi er nú sá
í hinum enska heimi, sem mestri vörn
heldur uppi fyrir hinar eldri skoðanir. En
um guðfræðilegar skoðanir hans í ýmsum
efnum er það að segja, að þær myndi fyr-
irdæmdar af ísl. kirkjuféiaginu sem arg-
asta ný-guðfræði. Svo er um flesta aðra
guðfræðinga, sem nú eru taldir með
íhaldsstefnunni gömlu, í enn frekara
skilningi.
Tveir menn eru tilnefndir, er við vís-
indalegar rannsóknir fáist í lút. kirkjunni
í Bandaríkjunum, þeir dr. Hilprecht og
dr. Clay. Engin ástæða er mér vitanlega
til þess, að telja rannsóknarstörf þeirra
að ttokkuru leyti lút. kirkju til gildis.
Vitaskuld eru þeir af lútersku bergi brotn-
ir. Hinn fyrrnefndi kom fyrir nokkuru
síðan frá Þyzkalandi, var örstuttan tíma
kennari við prestaskóla General-Council í
Philade’phia, en þótti þar ofmikill nýguð-
fræðingur, svo samvinna gat þar ekki
orðið tneð honum og hinum eldri kenn-
uruin. Gekk hann þá í þjónustu ríkis-
háskólans í Pennsylvania og ranttsakar
síðatt austurlenzkar fornaldarleifar alger-
lega undir stjórn hans og umsjón og á
hans kosttiað, en alls ekki að neinu leyti
í sambandi við lút. kirkju. Hún beflr
hvorki veg né vanza af rannsóknum
hans.
Dr. Clay er yngri maður. Hann var
örstuttan tíma aðstoðar-kennari við
prestaskólann lút. í Chicago. En komst
þar í ótiáð svo mikla og óvingan, að hann
varð að hröklast þaðan og gjörðist þá
aðstoðarmaður dr. Hilprechts í þjónustu
sama ríkisháskólans. Sjálfur sagði liann
mér söguna og álit sitt um prestaskól-
antt í Chicago og efast eg um, að fotseta
kirkjufélagsins hefði fundist þau ummæli
hans og vitnisburður lúterskri kirkju
mikil sæmdar-aukning.— Þó nú þessir
menn kunni að vera fremtir í tölu hinna
íhaldssamari kennara við þann háskóla,
þori eg að fullyrða, að hvorugum
þeirra kemttr til hugar að halda fram
kenningunni um óskeikulleika biblíunnar.
Engum manni, sem álítur það sáluhjálp-
ar-atriði, eða heldur fram þeirri guðfræði-
legu fjarstæðu, að alt hafi borið við ná-
kvæmlega eins og frá er sagt í ritning-
unni, er trúað fyrir rantisóknum nú á
dögum við nokkurn rí kisháskóla ver-