Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK 99 Sá hæfileiki var þá líka tekinn til greina, er biskupsembættiS var fengiS honum í hendur. Þar þurfti umfram alt reglusaman mann, er alt gæti látiS fara fram sómasamlega og meS regluí íslenzkri kirkju. Því mörgu var áfátt. Enginn, sem völ var á,var til þess honum líklegri. Enda tók hann í tauma meS stillingu og kjarki. MikiS hefir áunnist, mörgu þokaS í réttara horf, ytri lýtum fækkaS að miklum mun. Lífsvakningarinnar sjálfrar verSur enn minna vart. DeyfS og drungi hvílir enn yfir safnaSarlífinu. En miklu meira ber á áhuga með presta- stéttinni; fór hann stöSugt vaxandi á biskupsárum Hallgríms Sveinssonar. Hlutverk þess manns, sem tók við embættinu úr hendi hans, aS láta ylinn af þeiri eldkveikju verSa sem mestan. En þó hæfileikanna til aS gegna göf- ugu embætti gætti mikiS, gætti eflaust mannkostanna í fari hans ennþá meir. Fáir menn í sömu stöSu hafa verið henni meiri prýði, sakir mannkosta Hann var maSur svo tryggur og áreiðanlegur í lund, að hann brást aldrei, hvorki mönn- um né málefnum. Lundin var svo traust aS byggja mátti á eins og kletti. Svo er sagt af kunnugum mönnum, sem gjörþektu hann, aS aldrei vildi hann hafa neitt nema gott aS segja um nokkurn mann. Fyndist honum þaS ekki fyrir

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.