Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK IOI hugsjónir mannsandans, gjöra dýrf þeirra og göfgi sem mesta í hngum manna, láta Ijós þeirra skína með hirtu sem mestri og fegurð inn í hugskotin og kenna mönnum að elska þær ðllutn huga og allri sálu, eftir þeirri fyrirmynd, sem oss er gefin af honum, sem kristinn heimur nefnír sig eftir. Aðal-atriðið verðurþá ávalt hann sjálfur, sem gaf heimiium þessar hugmyndir eða hóf þær upp í æðra veldi. Hannerpersónu- gerfing þeirra allra. Sú lifandi persóna, sem lét eilífar hugsjónir mannsandans lýsa með óumræðilegri birtu gegn um alt líf sitt, athafnir eigi síður en oið,. svo líf hans varð að verklegri mynd til skýr- ingar kenningunni, er þann dag í dag sterkasta aflið og starfsamasta, þjóðum og einstaklingum til viðreisnar. Manti- kynsfrelsarinn á að verða lifandi í sálum vorum og nálægur í hverri raðu og hverri hugleiðing við allar vorar guðsþjónustur. Mikill er sá máttur, sem einni stuttri sanninda-setningu er gefinn til að sann- færa, þegar henni er hrundið út í lífið. Mikill er mátturinn, er legið getur í einu stefi, til að syngja sannleikann inn í hugi mannanna. En miklu meiri máttur en legið getur í nokkurum orðum, er sann- leikanum gefinn, þegar hann birtist í lífi einhverrar persónu. Hve óumræðilega tnáttug verða þá áhrif þess lífs, þar sem hugsjónirnar lifa í allri dýrð og birtast fullkomlega í hverri athöfn, þar sem aldrei þarf að færa sönnun fyrir nokkurri staðhæflng,né vörn fyrir nokkura atböfn, en hvorttveggja vekur sannfæringu Og aðdáun, svo allar mótbárur þagna. Á slíka persónu þreytist mannsandinn aldrei að horfa. í á«jónu hennar sér hann dýrð guðdómsins og beygir kné með lotningu Framfaratilraunir vorar, bæði prests og safnaðar, ætti allar að stefna í þá átt, að láta þetta hepnast betur og betur. En svo má nú vera, að einhverjum finnist, að þetta takast svo illa, að eins vel mætti öllu hætta. Þeir eru nú býsna margir með þjóð vorri, sem láta sér finn- as* kirkjan gagnslatis stofnan, sem hverfa mætti með öllu og verða að engu. Ymist hafi hún eigi leiigur neitt ætlunar\erk af hendi að inna, eða hún láti sér það svo illa farast, að verra sé en ekki. Sé nú þettasatt, ætti kirkjan að hverfa. Hún er til \ egna fólksins, eins og hver önnur mannleg stofnan, en eigi lólkið vegna kirkjunnar. Hún á að þjóna, en eig' drotna. Hafi hún ekkert ívaf lengur að leggja til vefjar-uppistöðu lílsins, er hún ónýt ambátt, sem ekkert hefir lengur að gerti á heimilinu og bezt er að segja upp vistinni á næstu krossmessu. En er það svo ? Finst yður það vera svo? Finst yður þrátt fyrir ófullkominn prest og ófullkominn söfnuð og fremur fátæklega kirkju eftir því sem hér er títt, að þér mega vel án alls þessa vera ? Yrði lífið auð"gra, ef það Ityrfi ? Finnist yður það, er bezt að láta það h verfa og komast hjá töluverðu slríði, peningaútlátum og stímabraki. En ef lífið vrði að eitthverju snauðara, örbirgð andans enn meiri, birt- an af eilífum hugsjónum minni, væri það þá rétt eða viturlegt ? Hvert er eiginlega ætlunarverk kirk- junnar? 1. Œtlunarverk kirkjunnar er fyrst og frernst að halda bugsjónum lífsins vak- andi í sálum mannanna, kenna þeim að elska þær og fiétta þær inn í líf sitt. 2. Œtlun irverk kirkjunnar er að kenna möi num að verja lífi sínu veþverja því í þjónustu sannleikans, kenna þeim að taka ávalt upp fyiir sig, en aldrei nið- ur fyrir sig, koma þeim í skilning um, hve óumræðilega heilagt lífið sé, — að fyrir framan hvern mann liggi ónumið land, þar seni honum er ætluð konungs- tign, svo framarlega sem hann hafi kon- ungslund og konungs framkvæmd. 3. Ætlunarverk kirkjunnar er að koma mönnum í skilning um, að lífið sé alt saman- hangandi heild, en eigi alt í slitrum, koma af alefli í veg fyrir

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.