Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK öldinni með mótmntlendum. Það væri að eins til að gera slíka rannsókn hlægilega í augum heimsins. Vegur lút. kirkju verður því hvorki meiri ué minni í landi þessu af rannsókn- arstörfum þessarra manna. Þe:r standa þjónustu ríkisins, en eigi kirkjunnar. Af störfum þeirra veiður alls ekkert ráð- ið, hvort lút kirkja hér í landi styður frjálsa rannsókn eða er. henni mótfallin. Að nefna þá í þessu sambandi er þess vegna eins mikið út í hött og mest má verða, ekki sízt vegna þess að báðir byrja sem kennarar við lút. prestaskóla hér, en verða frá að hverfa sakir frjálsari skoð- ana en þar eru ríkjandi. Með öðrum orðum: dæmi þeirra sannar nákvæmlega hið gagnstæða því, sem til er ætlast. Álíka vel er ástatt með fólksíjöldann, sem á að vera í lút. kirkju hér. Tólf miijónir! Minna má ekki gagn gera! Alt til að ógna aumingja Gardar-söfnuði, sem á að hafa gjört það ódæði að ganga útúrlútersku kirkjunni með því að ganga út úr kirkjufélaginu, þó vitanlega sé margir óháðir söfnuðir í þeim hópi, sem talinn er til lúterskrar kirkju áhverju ári. Ekki varnein þörf, á þessu að villast. Því einmitt síðastliðið sumar voru birtar skýrslur Bandaríkjastjórnar yfir trúar- brögð þar í landi. Eru þær skýrslur teknar með mestu nákvæmni og miklu áreiðilegri en nokkurar skýrslur aðrar. Árið 1890 voru þær fyrst teknar og svo aftur 1906. Þessar síðustu skýrslur, sem gefa yfirlityfir 16 ára bil, hat'a ekki verið birtarfyrreu í suniar ; svo vandlega er verkið unnið. Samkvæmt þessum skýrs um er tala lúi. manna í Bandaríkj- um 2,122,494, með öðrum orðum liðugar tvær miljónir. Tvær í staðinn fyrir tólf. Líkindin eru nú miklu meiri til þess, að hér kunni að vera of-talið en vantalið. Hver einn einasti maður er spurður. Margur maður af lút. bergi brotinn telur sig rút. þótt hann standi eigi í neinum söfnuði. Enginn, sem á annað borð 109 heyrir einhverjum söfnuði til, lætur þess ógetið; hann telur sér það sóma, en ekki hneisu. Líkindin eru því miklu meiri, að hér sé fleira talið en ástæða er til, heldur en færra. Vitaskuld ætti að vera ekki færra en tólf miljónir lút. nianna í Bandaríkjum, með þeim afar-mikla innflytjenda straum, sem þangað hefir runnið frá lúterskum löndum. En miklum nieira hluta innflytj- enda hefir kirkjan glatað. Hún hefir verðið svoþröngsýn, einstrengingsleg og kreddufull, að þorri manna hefir snúið við henni baki. Það er eigi nema þetta örlitla brot, sem henni helir tekist að handsama. Ekki er heldur svo að skilja, að þessar tvær miljónir sé ein heild, heldur skiftast þær í 24 flokka og er á milli þeirra alt skift og skilið. Þessir 24 trúar flokkar lúterskra manna standa öllu fjær hver öðrum eins og stendur en Meþódistar og Presbytérar, eða Kongregaziónalistar og menn úr Biskupa-kirkjunni ensku. Hér í Kanada eru nú þessar trúardeildir endurbættu kirkjunnar að renna saman og líkur til þær verði runnar saman í eina heild í Baiidaríkjum löngu áður en þessi 24 brot lút. kirkju eru orðin ein sam- runnin heild. Hver er örsökin ? Sami einstreng- ingsskapur og umburðarleysi og var því valdandi, að Gardar-söfnuður neyddist til aðsegja skilið við kirkjufélagið. Þaðhefir hrundið, að minsta kosti tíu miljónum frá kirkjunni lút. hér í iandi,sem annars hefði verið sjálfsögð börn hennar. Það hefir brytjað hana sundur í 24 smábrot, sem standa hvert öðru fjær en hinar gömlu deildir endurbættu kirkjunnar. Og svona heldur hún áfram að molna sundur meðan sá umburðurðarleysis andi ríkir í henni, sem þar hefir ríkt hingað til.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.