Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.12.1909, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK !05 aö gjöra sér fyrir leyndardómum lífsins og trúarinnar. Œtlunarverk kirkjunnar er þá að flnna það sem sameiginlegt er í allri trú, en það er guðsleit mannsandans. Þetta sameiginle^a fálm mannsandans kom Jesús til móts við, svifti sundur hjúp guð- fræðilegra hugmynda, sem mennirnir höfðu ofið af meiri t'ordild en hagleik, og vildi kenna öllum heimi að standa beru höfði með alla lífsgátuna í huga og segja: Faðir vor, þú sem ert á himnuni ! Meinið mikla, sem gekk að Gyðingum og annars öllum heimi í trúarlegu tilliti á dögum frelsarans, var guðfræðin. Meinið mikla, sem að kirkjunni gengur nú á dögum, er aftur hið sama — guð- fræðin Kirkjan hefir gleymt að fara með faðir-vor, sem frelsarinn gaf lærisvein- um sínum, en slær í stað þess flókinn vef gamallar guðfræði og nýrrar og í þeim vefnaði finnur mannsandinn hvorki hald né skjól. Œtlunarverkið er því að læra nú af lausnara mannanna að fara með faðir-vor á þann hátt, sem hann ætlaðist til. Alt, sem var í hjarta Jesú, felst í orðunum. Allar hugsanir hans mönnunum til frelsis felast í þeirri bæn,—öll kenning hans, alt frelsisverk hans, öll sál hans. Etigin guðfræði er fær um að bæta þar nokkuru verulegu við eða breyta. Sá, setn veitir faðir vor viðtöku í hjarta sitt, hefir veitt frelsaranum sjálfum viðtöku. Menn hafa talað um postulfega trúar- játningu setn kristninnar lifandi orð. Einkum var það gjört af andríki miklu og mælsku af skáldinu og rithöfundinum danska, Grundtvig. En í hve óumræði- lega tniklu sannari skilningi má nefna faðir-vor kristninnar lifandi orð. Og enginn er þar í vafa um höfundinn. Það er orð úr sálu hans, sem sjálfur var orð- ið— orðið frá guði,— orð, sem var líf og ljós mannanna. Faðir-vor er trúarjátning frelsarans sjálfs—sú eina, sem hann gaf oss. Þess vegna tek eg hana frtim yfir allar trúar- játningar aðrar og fæ ekki betur seð en þar sé sameiginlegur grundvöllur, er all- ur kristinn heimur gæti sameinast um. Og þegar eg er að hugsa um mína eigin þjóð, hvernig eigi ’tð safna hentti saman og gjöra hana að trúrækinni þjóð í orðs- ins sannasta og bezta skilningi, get eg enga trúarjáting httgsað mér, seni betur myndi til þess falliti en þessa. Því hve mikið sem mönnum hefir á milli borið og hversu fáránlegar myndir, sem ágteining- ur um ttúarskoðanir hefir tekið, hefi eg lang-oftast í fundið eitthvað af faðir-vor í hjarta flestra íslendinga. Látum þá ætlunarverkið vera fólgið í þessu : að læra sjálfir að fara með faðir- vor og kentia öðrum það! Það er sú biblía og trúarjátning, sem vér ávalt getum haft með oss bæði meðan höndin starfar og stritar í þessu lífi og þegar vér stígum yfir ntóðu dauðans. Húti verður löfsöngur vor við afma lis- fagnað eilífs lífs. Hún felur í sér alt, sem varanlegt gildi hefir í trúarreynslu mannanna. Hún er hinn sameiginiegi nefnari, sem trúarþörf mannkynsins gengur upp í og öll trúarjátningabrot. Látum hana vera merkið, sem vér ber- um fram fyrir þjóð vora — sigurfánann, sem var heyjum baráttu trúarinnar undir! Kvæði flutt á fimtán ára afmæli Tjaldbúðarkirkju, 15. des. 1909. í fimtán ár höfum vér haslað oss völl og hug’djarfir stormunum varist, í fimtán ár þrifist í þessari höll og þéttir í fylkingu barist; vér treystum á sannleikans sigrandi stál og sainfylgi, kærleik og menning, og aldrei oss vei ður að eilífu tál sú algilda, heilnæma kenning.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.