Breiðablik - 01.01.1910, Síða 2

Breiðablik - 01.01.1910, Síða 2
BREIÐABLIK Og samherja þína þau seiða þér frá, er sökum án raka þú margborinn ert og litið með tortrygni’ og óvild er á hvert einasta framtak þitt hugsað og gert. Þau einblína’ úr skotum og skima inn um gátt og skoða í spéspegli alt nema sig. Og alt sem þau þekkja, að Ijótt er og lágt þau langar að reyna að kenna við þig. Þú mátt vera sterkur ef stenztu þá raun, að standi á þér spjótin úr sérhverri átt og tælt sé þitt fylgilið frá þér á laun og fornvinasveit jafnan leiki þig grátt, — að glámsaugun stari’ á þig kvöld eftir kvöld með kynginnar nágeig í starandi sjón: vor ferlega kynfylgja öld eftir öld, sem altaf var landsins vors glötun og tjón. Með ægishjálm göfginnar gaktu þinn veg og gæt þess að láta það hvervetna sjást, að réttlætisást þín sé óbifanleg og ósérplæg, brennheit þín föðurlandsást! Þá vinna þér aldrei nein glámsaugu geig, þá glóir við ljóshimin skjöldur þinn hreinn, þá knýtir að lífslitum Saga þér sveig og sigrandi deyr þú, þótt standirðu einn! —ísafold. Guöm. Guömundsson.

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.