Breiðablik - 01.03.1911, Síða 3

Breiðablik - 01.03.1911, Síða 3
BREIÐABLIK i47 manni hefir tekist að láta renna upp í huga sér. í lífinu finnur hann fegurð og ekki annað. Andi hans er laugaður ljósi fegurðar- innar, hvert sem hann horfir. Enda var hann og er ástmögur þjóðar sinnar. Hún les bækur hans og les sig drukna, fegurð og bjartsýni. Og til annarra þjóða hafa þær náð. Þjóðverjar lesa rit Emersons nú, miklum tjálgleik, síðan hug- sæisspekin nýja tók að ryðja sér til rúms. Þeir soga þar að sér vordags-ilm frumskóganna og fá þar hugboð um ný og ónumin and- ans lönd fyrir austan sól og vestan mána. En nú um aldamótin síðustu var uppi með Bandamönnum einn mikilhæfasti og djúpspakasti and- ans maður, er uppi hefir verið — heimspekingurinn og sálarfræð- ingurinn William James. Hann var fæddur 1842, og dó 27. ágúst 1910. Fráfall hans var hugs- andi heimi mesta tjón. Því til hans horfðu menn eftir nýjum hugsunum frekar en flestra, ef eigi allra, samtímismanna hans. Flest það, sem göfugast er í andlegu lífi Bandamanna, birtist í fari hans. Enginn göfugri kvist- ur hefir runnið af þjóðlífsrót þeirra. Dugnaður, alvara og stöðug leit eftir hinu verulega eru alt einkenni þjóðlífs Bandamanna, en um leið einkenni hans í alveg sérstökum skilningi. Hann var alinn upp á miklu al- vöru-heimili, var prestssonur, lagði fyrir sig læknisfræði og hóf starf- semi sína með fyrirlestrum um lík- skurðarfræði og lífeðlisfræði við Harvard-háskólann fræga. En eitt sinn brá hann sér yfir á annað svæði og flutti erindi um sálar- fræði, er mikla eftirtekt vakti með embættisbræðrum. Skömmu síð- ar var hann gerður professor í sál- arfræði. Og það varð stórmerkur atburður,eigi að eins fyrir Banda- ríkin, heldur einnig allan mentað- an heim. Hann var fullþroska maður, er hann gaf út meginatriði sálarfræð- innar (P r i n c i p le s ofPsycho- logy), 48 ára gamall, árið 1890, stæsta ritverkið, ereftir hann ligg- ur. Brátt dró hann efnið saman og breytti í kenslubók (Text-book of Psychology, 1892). Árið 1897 birtist enn bók eftir hann, er nefnist: Viljinn til trúar (The Will to believe). Frumleiki hugsana hans kom þar fyrst til fulls í Ijós. í bók þessarri rann- sakar hann trúarlífið oggerir grein fyrir því sem sérstakri starfsemi sálarinnar. Og þar þótti djúpar rist, en hafði áður verið, um það hugðnæma efni. Enn starfaði hann í fimm ár að þeirri bók, ergerði hann að heims- frægum manni. Hún nefnist Margvísleg reynsla í trúarefnum, (Varieties of Religious Experience) og kom út árið 1902. Sjálfur áleit hann, að þar hefði hann talað sitt síðasta orð.

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.