Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 8
l52
BREIÐABLIK
Barnalegfur hug'sunarháttur og skilning-
ur á lífinu skín hvarvetna í gegn, eins og
vér verðum oft varir þann dag í dag
meö þjóöflokkum á iágu og frumlegu
menningarstigi. Lappar hafa þann dag
í dag megnan ímugust á fólkstali og álíta,
að drepsóttir og manndauði muni fylgja.
Gallar í Austur-Afríku álíta hættulegt að
telja fé, það komi í veg fyrir vöxt þess og
fjölgun. í Osterode í Harzik Þýzkalandi
varast almúginn sem mest að telja pen-
inga, þeir fari þá þverrandi. Og í Pomm-
ern þvkir varhugavert að teija ávexti á
aldintré, eða gripi í fjósi, því menn eigi
ekki að telja guðs blessan á fingrum
sér. i)
Menn á frumlegu stigi og þroskalausu
eru furðu-lostnir, er þeir hugsa um æxlun-
armátt líftegundanna. Forn-Gyðingarhafa
nefnt þetta guðs blessan og er það fög-
ur skýring trúhneigðra manna (1M122).
Þessi vöxtur eða timgan kemur fornmönn-
um fyrir sem dularfullur töframáttur og
slæðunni frá augliti hans má enginn vera
svo djarfur að lyfta, með því að fara að
telja. Enginn gægist í spil guðdómsins,
nema til óláns, hvort sem það er kona
Lots, eða Davíð með þessu fólkstali.
Á dögum jafn-guöhrædds konungs og
Davíð var, átti alt að ganga vel og engin
drepsótt að koma upp í landi, samkvæmt
Farísea-guð ræðinni. Þegar nú samt
sem áður þetta varð stöku sinnum, hlaut
það að vera einhverri yfirsjón hans að
kenna. Svona var hugmyndin og svo
mynduðust skýringar sjálfkrafa. Frum-
legur barna-hugsunarháttur, eins og títt
er í æfintýrasögum og munnmælum, kem-
ur hér hvarvetna í ljós. Guð stendur ekki
í beinu sambandi við Davíð. Hann verð-
ur að senda til hans. Samt sér Davíð
engil guðs með líkamlegum augum, þar
sem hann stendur á þreskivelli Arovna,
Jebúsíta, og sveiflar drepsóttarsverðinu
i) Hugo Gressmann: Die aelteste Geschicts-
schreibung und Prophetie Israels. Göttingen
1910, bls. 150.
gegn Jerúsalem. Með slíkri glöggskvgni
sýnist Davíð naumast hafa þurft þess, að
spámaðurinn Gað segði honum, hvar
hann átti að reisa altari eða komast í
samband við guð.
Allirkannast við frásagtiir æfititýranna
um, að gefnir ertt þrír kostir, eða þrjár
bænir um að velja. Þýzkt æfintýr lætur
bónda velja um þrjár hegningar (eins og
Davíð): Annað hvort verður hann að eta
50 lauka hráa. eða þola 50 vandarhögg
eða borga 50 skildinga.
Hann var ágjarn og vildi ekki verða af
með skildinga, valdi því fyrst laukana og
síðan höggin, en þoldi hvorugt, svo hann
mátti út með skildingana og þola þraut-
irnar allar. Þriggja ára hungursneyð,
þriggja mánaða flóttalíf, þtiggja daga
drepsótt. Um það átti Davíð að \ elja.
Eftir því sem fárið var meira, var tíminn
styttri. Davíð veiur drepsóttina, því
hann treystir miskunn guðs. Traustið
bregst honum ekki. Jerúsalem sleppur.
Engillinn sýnist rétt byrjaður, er guð læt-
ur armlegg hans síga. Miskunnarverkið
þeim mun áþreifanlegra sem stórar borg-
ir eru stæst drepsóttar-bæli.
Hegningin kemur fram við lýðinn, þó
syndin sé framin af konunginum. En fár
og ólán ávalt, afleiðing syndar. Nútíðar-
maðurinn hugsar þar á annan veg. Land-
skjálfta í Messína eða San Francisco set-
ur hann eigi í samband við synd og af-
brot. Fornmönnum virðist það órjúfandi
lögmál. Eftirtektarverðast er hér, að
syndarorsökin er hjá guði; hann egnir til
manntalsins sjálfur. Með forn-Gyðing-
um var syndin persónuleikatium fjarlæg-
ari en eftir hugmyndum tnanna nú. Hug-
niyndir vorar um guðdóminn heimta nú,
að syndin sé honum svo fjarlæg, að í henni
geti hann aldrei átt neinn þátt. En í
fornöld var því eigi svo farið. Dutlung-
ar og ýmislegt hughvarf hjá guðdóminum
kemur oft fyrir og hneykslar ekki. Þetta
getur orðið vildarvinum guðdómsins
hættuspil, eigi síður en öðrum. Fyrir