Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK
getur það þá komiö, aö guödómurinn
lokki menn til syndar, til þess að geta
hegnt. Því brot þarf aö vera, áður ólániö
kernur. Engum hugmvndum um sjálf-
ræöi mannsins eða fyrir fram ákvörðun
guðs er þar blandað saman við. Margar
sögur, þessarri líkar, koma fyrir í gamla
testamentinu. Gað er látinn forherða
einhvern, til þess að hegna honum. Langt
er þó frá, að guðdóminum væri kent um
alla tilhneiging til hins illa, eðá alla for-
herðing gegn hinu góða. Miklu fremur
var manninum sjálfum um kent. En þar
sem um eitthvað torskilið var að ræða
eins og bróðurmorð Kains eða þrjózku
Faraós gegn Móse eða fólkstal Davíðs,
hafa menn álitið yfir-heimslega veru orsök
hins illa. Á elztu tímum var það illur
andi, er lá fyrir dyrum og tældi menn til
syndar með því að æsa hana upp í þeim
(iM4‘ ). Á seinni tímum var það Sat-
an. Kronikubókin, se.n rituð er mörgum
öldum síðaren Samúelsbækur, lætur djöf-
ulinn þess vegna koma fólkstali Davíðs
til leiðar (1KT211 ). Það er ný guð-
fræði þeirrar aldar og tekur hinni eldri
mikið fram. Spámennirnir höfðu eigi lif-
að og talað til engis.
Þá munu menn spyrja, í hvaða augna-
tniði þessi sögn um fólkstal Davíðs hafi
myndast. Vanalega birtist tilgangurinn
í einhverju smáorði í sögulok, sem þá
myndar eins konar lykil að öllu. ,,Og
Davíð reisti Jahve þar altari.” Vér höf-
um hér eins konar helgisögu fyrir oss, er
.gera vill grein fyrir helgi staðarins, þar
sem Salómó-musterið síðar stóð, en það
var þreskivöllur Arovna Jebúsíta. Stað
urinn upprunalega helgaður af drepsóttar-
englinum, er Davíð hafði séð þar eig-
in augum, er hann dró sverðið gegn Jerú-
salem! Þar reisti konungurinn altari
í þakklætisskyni fyrir, að guð hafði hlíft
höfuðborginni fyrir drepsóttinni.
Sagan hefir að líkindum komið upp á
dögum Salómós, í fyrsta lagi um þær
mundir, að musterisgjörðin var hafin.
1 53
Áður hefði menn naumast geflð henni
gaum.
Nákvæmlega skýrir sagan frá kaupum
þreskivallarins. Með svipuðum hætti er
nákvæmlega greint frá kaupum Abra-
hams á Makpela-helli að Hetítum í Hebr-
on, til grafreits (1M23). Hvorki Abra-
ham né Davíð vilja láta gefa sér neitt.
Báðar sagnir leggja mikla áherzlu ágjald
ið, er goldið hafi verið fyrir eignina frurn-
byggjum landsins. Þeir afsala sér öllum
eignarrétti til kaupanda. Þessi sögn vill
öllum gera ljóst, að staðurinn, þar sem
musterið stóð og Davíð aft líkindum hefir
reist altari, hafi upphaflega verið notaður
til veraldlegra starfa,—verið þreskivöllur.
Eigandinn var að þreskja þar, þegar
Davíð kom. En í raun og veru er með
þessu verið að dylja annað, sem Gyðing-
urinn vill lála menn algerlega sleppa úr
minni. Jebúsítar höt'ðu lengi skoðað þetta
heilagan stað. Hvaða guð Kanverjar hafa
dýrkað þar, vitum vér ekki með vissu.
Líklega hefir það verið guðinn Nmib.
Amarna-bréfin segja, að hann eigi hús
hjá Jerúsalem. Þessa heiðinglegu helgi
er verið að breiðayfir með nafninu þreski-
völlur; hún hefir að líkindum eld-gömul
verið. Staðurinn er skreyttur þann dag
í dag með klettahvelfing hins svo-nefnda
Omar-musteris, sem er eitt hið fegursta í
Austurlöndum.
Aðal-kjarni þessarrar sögu, eins og
allra sagna Gyðinga, er trúin á guð og
guðlega handleiðslu. Þeir sáu guð á
öllum vegum sínum og á bak við alla við-
burði þjóðlífsins. Þessi skilningur á líf-
inu og gangi viðburðanna er kjarninn í
kenningu Jesú og meginþáttur í lífsskoð-
an hvers kristins manns og menningar-
þjóðanna kristnu. En sú guðstrú birtist
hér óneitanlega á mjög frumlegu stigi og
í rnjög barnalegum umbúðum. Þroska-
ferillinn er langur, en dýrlegt að skilja.