Frækorn - 25.08.1903, Side 2
114
FRÆKO RN.
Inndælasta rósin í heimi.
Eftir H. C. Andersen.
Einusinni var drottning. í garði henn-
ar mátti finna skrautleg blóm á öllum
tima árs. Þau voru frá öllum löndum í
heimi, en henni þótti vænst um rósir.
Hún átti líka fjölbreyttastar tegundir
af þeim, frá villtu rósinni, með ilmandi,
grænu blöðunum, til hinna dásamlegu
Provence-rósa . Þær spruttu upp með
torfgörðum, vöfðu sig í kringum stoðir
og glugga, inn um göngín, og upp með
loftinu í öllum sölunum. Rósirnar vóru
með allskonar lögun, lit og ilm,
En samt átti áhyggja og sorg heima
í þessum sölum. Drottningin var veik,
og læknarnir sögðu hún hlyti að deyja.
»Það er aðeins eitt, sem getur hjálpað
henni«, sagði hínn vitrasti læknir, »Kom-
ið með þá inndælustu rós, sem heimur-
inn á, þá, sem táknar hinn skærasta og
hreinasta kærleika. F.f þeirri rós er
brugðið fyrir augu hennar, áður hún lokar
þeim, þá mun hún ekki deyja.*
Þá komu ungir og gamlir úr öllum
áttum með rósir, þær inndælustu, sem
til voru í hverjum garði.
En þær voru ekki hinar réttu. Rósin
átti að koma úr garði kærleikans, en hver
rósin úr þeim garði var það, sem tákn-
aði hinn æðsta og hreinasta kærleika?
Skáldin kváðu um hina inndælustu rós
t' heimi, og hvert gaf sinni rós nafn. Boð
voru send til hvers manns, { hvaða kring-
umstæðum sem hann var, og til hvers
einasta hjarta, sem barðist í kærleika.
Þá sagði hinn vitri maður: »Enginn
hefur enn ncfnt nafn blómsins né þann
stað, er það blómstrar í allri sinni dýrð
Það eru ekki rósir af gröf Rómeós og
Júlíu, cða af gröf Valborg r, þó þær
verði æt ð ilmandi í Ijóðum. Það eru
ekki ró.sir, sem sprungu út af blóðblettuð-
um spjótum Vinkelreds, né úr blóði því, er
rennur úr hjartasári hetjunnar, sem deyr
fyrir hið helga málefni föðurlandsins. Þó
er enginn dauði Ijúfari en sá, og engin
rós rauðari en blóðið, sem þá rennur.
Ekki er það heldur hið töfrandi blóm
vísindanna, sem mennirnir helga marga
svefnlausa nótt, og mikið af lífi sínu«.
Þá kom glöð móðir að rúmi drottn-
ingarinnar með fallega barnið sitt og
sagði: »Eg veit, hvar hún blómgast,
eg veit, hvar inndælustu rósina f heimi er
að finna! Rósin, sem táknar hinn æðsta
og hreinasta kærleika, blómgast á rjóðu
kinnunum á barninu mínu ljúfa, þegar
það andar vært í svefni, opnar augun og
brosir til mín í allri sinni elsku,
»Innðæl er þessi rós, en til er önnur
enn fegri«, sagði læknirinn.
Þá sagði ein kona: »MikIu hreinni og
indælli rós er til; hana hef eg séð á
kinnum drottningarinnar, Hún hafði tek-
ið af sér gullkórónuna og gekk um gólf,
langa og raunalega nótt, með barnið sitt
veikt í fanginu. Hún kyssti það, grét og
bað fyrir því eins og góð móðir biður
á sinni angistarstundu.«
»HeiIög og undrunarleg er hin hvíta rós
sorgarinnar, en ekki er það hún, sem hér
á við,« sagði vitringurinn.
»Nei, hina inndælustu rós í heimi sá
ég við altari drcttins,« sagði hinn góði
gamli biskup. »F.g sá hana skína eins
og engils ásjóna hefði birzt mér. Ungl-
ingarnir nutu hinnar helgu kvöldmáltíðar
»hins nýa sáttmála,* og rauðar og hvítar
rósir blómguðust á kinnum þeirra. Þar
stóð ung stúlka; hún leit upp til him-
ins með öllum hreinleik og elsku sinnar
ungu sálar. Það var rós hins æðsta og
hreinasta kærlnika.«
»Blessuð veri hún,« sagði hinn vitri
maður; en engin ykkar hefur enn nefnt
þá indælustu rós í heimi.«
Þá kom inn í herbergið barn, litli
sonurinn drottningarinnar. Tárin stóðu
í augum hans og glitruðu sem perlur á
kinnum hans; hann var með opna bók,
stóra í flauelsbandi með silfurspennum.
»Mamma! Mamma!« hrópaði litli drengur-
inn. Heyrðu bara, hvað eg hef lesiðU
Og barnið settist niður við rúmið og
fór að lesa í bókinni um hann, sem leið
kvalir og dauða á krossinum til að frelsa
mennina, og líka þá, sem ekki voru enn
fæddir.
Meiri elsku hefur engin til.
Þá breiddist rósbleikur blær um kinnar