Frækorn - 25.08.1903, Qupperneq 6

Frækorn - 25.08.1903, Qupperneq 6
íiS F-RÆKÖkN. það fyrir góðverk, syndabót og peninga. Sjá, þetta er páfadæmið. . .« »Páfadæmið er gríðarstór múr milli guðs og manna bygður í margar aldir; ef ein- liver vill komast yfir hann, þá verður hann að fórnfæra peningum eða leggja á Sig þau verk til syndabótar, sem kirkjan skipar fyrir, en samt eigi ná til takmarks* ins.<_ Siðabótasaga D’aubignes, I, bls. 40, 41. Páfadæmið er fyrst og fremst afarstórt andlegt harðstjórnarvald, sem í rauninní nær miklu lengra en til þeirra 200 milij- óna áhangenda páfans, sem í blindni beygja sig við fætur hans. Um hið veraldlega vald sem páfadæmið vill eigna sér, skulum vér tala þegar vér athugum sögu þess. Ef hinir svonefndu mótmælenaur vorra tíma ei hafa sömu ákveðna skoðun í páfadæminu sem hinir fornu djörfu mót- mælendur höfðu, þá er það eigi af því, að páfadæmið hafi breyzt, heldur af því, að mótmælendur eru ei eins heilir, eins og forvígismenn siðabótaverksins voru. . ------------------------ Heiðingjatrúboð Báðar hinar árlegu prestastefnur — synódus og prestafundur Hólastiftis —■ hafa í ár samþykkt að starfa að heið- ingjatrúboði, með því að útbreiða þekk- ingu á því, og með því að mynda félög víðsvegar um land til þess að styðja að trúboði. Það virðist vera alvara í þessu; cg gleðilegt er það, að hugsa um skyldurnar út á við. En hálf einkennilegt er það þó, að svo lítið er talað um innra trú- boð, trúboð hér heima, þar sem vantrú og guðleysi grípur um sig eins ægilega eins og hver maður með opnum augum hlýtur að sjá, að á sér stað. Innra trúboð þykir víst jafnvel hjá mörgum prestum landsins hálf ónotalegt orð. Auðvitað eru þeir gallar til á danska innratrúboðinu, sem ekki er hægt að gera lítið úr. En ekki er nein nauðsyn á því, að innra trúboð á íslandi sé »danskt innra- trúboð«. Meira að segja það er og verður aldrei innra trúboð hér. Rétt- nefnt innratrúboð í hverju landi sem er, er eðlilega sprottið af tilfinningu hjá landsins eigin mönnum fyrir því, að uppvakning í andlegum efnum sé þörf. Nú hljóta menn að kannast við, og kann* ast alstaðar Við það, þar sem talað er í alvöru, að þörf sé á slíku starfi hér. — Liggur þá ekki trúboð heima á Islandi nær en allt annað trúboð? Og eru eigi menn, sem afneita Kristi í orði og verki eins vel heiðingjar hér á landi eins og I Afríku eða á Indlandi ? -----Ag)@^------ Hættulesr basrmælska. Amerísk bliið segja frá því, að kona, sem ekki fekk leyfi til að giítast manni, sem hún elskaði, hafi svarið, að hún ekki skyldi mæla orð á 50 árum. Sá tími var fyrir skömmu útiunninn En þegar hún ætlaði að fara að tala, sýndi það sig að vera ómögulegt. Hún var gjör- samlega búin að missa hæfileikana til þess. Þetta dæmi er að eiis citt af mörgum, sem benda á það lögmál, sem ræður bæði í t'manlegu og andlegu lífi, sem sé að kyrseta sé dauði, að hæfileikar, sem ekki notast, sljófgast og hverfa. A þetta benda hin alvarlegu orð drottins anda; »ídag, meðan þér heyrið hans raust, þá forherðið ekki hjörtu yðar.« Heb. 3, 7. Forherðing hjartans kemur því til leiðar að lokum, að hinir andlegu hæfi’eikar hverfa þannig, að sálin getur ckki leng- ur heyrt rödd guðs, að auga sálarinnar getur ekki lengur séð sannleika guðs orða, að hjartað getur ekki lengur fund- ið til lífshreyfinga'r guðs anda, að maður- inn getur ekki talað um dýrð drottins. Hver sá, sem ekki lifir í persónulegri sameiningu við drottin og ekki f hlýðni við hann, gerir hans vilja, er í hættu staddur, í hinni hræðilegustu hættu, sem til er. Jóh. 12, 35.—40.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.