Frækorn - 25.08.1903, Page 7
FRÆKORN.
ncy
Jólín sem fæðingarhátíð Krists
Williamson segir;
»AUir kristnir menn vita, áð‘ 25. dág
desembermánaðar nú er hinn viðurkenndi
hátíðisdágur fyrir fæðingu Krists; en að-
eins fáir vita það, að það hefur ei ætíð
verið þannig. Það er staðhæft, að ýms-
ir kristnir trúflokkar hafa slegið föstu
eítthundrað þrjátíu og sex mismunandi
dögum. Lightfoot gefur 15. september
sem fæðingardag Krists. Epiphanus
nefndir tvo trúflokka, annan sem heldur
hann í júní, en hinn í júlí. Málið var
úrskurðað af Júlíusi páfa, árið 337 e. Kr.
og St. Chrysostomus, sem ritar árið
390, segir: Þessi dagur (þ. e. 25.des.)
var einnig nýlega ákveðinn fæðingardag-
ur Krists í Róm, til þess að hinir kristnu
gætu í friði framfylgt helgisiðum sínum,
meðan heiðingjarnir hefðu annríkt með
siði sína (Brumalia, til heiðurs Bakkusi)«.
í hina heimsfræga söguriti sínu, De-
cline and Fall of the Roman Empire, seg-
ir Gibbon;
»Rómverjarnir (þ. e. hinir kristnu), er
voru jafn óvísir og bræður þeirra um
fæðingardag Krists, ákváðu hátíð þessa
til hins 25. des., Brumalia eða vetrar-
sólhvörf, en á þeim tíma héldu heiðingj-
arnir fæðingarhátíð sólarinnar.»
King segir í bók sinni »Gnosties and
their Remains« ;
»Hin gamla hátíð, sem haldin var 25.
des. í minningu um fæðing hinnar ósigr-
andi*) og með hinum miklu stríðs-leikj-
um í Circus, breyttist seinna í minning-
arhátíð um fæðingu Krists, þótt margir
af kirkjufeðrunum játi, að hinn rétti fæð-
ingardagur væri ókunnur á þeim tíma.«
Dómherra Farrar segir;
»Allar tilraunir til þess að uppgötva
mánuðinn og daginn. eru árangurslausar.
Það eru engar upplýsingar til, sem gera
oss hægt að ákveða neitt, þó ekki væri
nema mjög svo lauslega, um hinn rétta
fæðingardag hans.«
— Af þessu sést, að jólin eiga engan
sögulegan, sannan rétt sem fæðingarhá-
tíð Krists, Og þótt vér eigi viljum ta'la1
neitt á móti því, að menn haldi visáá’ri
dag til minningar um fæéingu Krists, þá
er víst, að enginn geti skoðað það sem
skipað af guái að gera það'. Hjá guði
hefur aðeins eitt hátíðaháld gildi f minn-
ingu um fæðingu Krists, og það er sú
hátíð,- sem verður í hverri sál, sem veitir
frelsaranum viðtöku; því þá fæðist KristUr
í þeirri sál sem frelsari frá synd. þvf
að »svo mörgum, sem hann meðtóku,
gaf hann kost á að verða guðs börn,
þeim, sem trúa á hans nafn, sem ekki eru
fæddir af blóðinu, né holdsins vild, né
mannsins vilja, heldur af guði. Og orðið
varð hold og bjó með oss, fullt náðar
og sannleika.« Jóh.i, 12 —14.
Sá, sem meðtekur hann, fær enn í dag
að halda hátíð yfir fæðingu guðs í mann-
legu holdi. Og í þeirri hátíð taka her-
sveitir himinsins hlutdeild. Les. Lúk. 15,
7, 10.
Kæri lesari! Hefur þú fengið hlutdeild
í þessar i hátíð? ,
----—-----------
að
að
að
að
Maður Iðrast aldrel bessa.
Að útleggja orð og gerðir annara til
til hins bezta;
að halda ætíð loforð s>n;
vera ærlegur í sýslan sinni •
loka eyrum fyrir baktali;
heyra, áður en maður dæmir;
biðjast fyrirgefningar á því, serií
maður hefur gert rangt;
að sýna hluttekningu í bágindum annr
ara; ’’
að hugsa, áður en maður talar eðá
framkvæmir,
að maður ætíð geri hið bezta
maður trúi á hið góða í mönnutv-
«iö ö*---- ’
jjþ
Xoöldbæn.
að
*) Hátíðin »Natalis Solis Invicti«, fæðingar-
dagur hinnar ósigrandi sólar.
Ó, Jesú gakk á undan oss,
hvort æviferð cr dimm eða’ björt;
breið tjaldbúð þína yfir oss,
er augum lokar nóttin svört.
JÓN JÓNSSON.