Frækorn - 25.08.1903, Side 10

Frækorn - 25.08.1903, Side 10
122 FRÆ.KÖ RN. Lífsskoðunin í bókinni »Týndi faðirinn.« í »Norðurlandi« II., 45. tbl. ritar G. H. [Guðmundur læknir Hanncsson] all-langt mál um ♦ bókina »Týndi faðirinn* og leyfum vér oss að setja bér útdrátt úr þeirri grein, um lelð og vér.gjörum fá- einar athuganir við hana. iTað er . . . aldrei nema sjálfsögð skylda, þótt minnst væri á bókina, enda er hún þess verð, og það miklu fremur en sögurusl það, sem ínörg blöð flytja. Höfundur hennar er eitt af helztu skáldum Norðmanna, maður, sem hefur reynt flest í trúarlegnm efnum, verjð strangtrúaður, vantrúaður, andatrúarmaður og hverveit hvað? Fyrir þá, sem telja heimsku, eina að hugsa um gátu lífsins og heimsins, og aldrei hafa þekkt alvarlegar efasemdir, má það vera fróðlegt ?ð lesa, hvað þessi reyndi maður segir. Frá efni bókarinnar er ekki auðið að skýra, svo að hjá því verði komist að lesa hana sjálfa. Hún er sundurlausar hugleiðingar og skáldleg snilliyrði, enda er svo sagt, að hún sé týnd upp úr dagbók. Samanhengisleysið gerir hana torskildari, og flestum alþýðumanni mun ekki veita af að Iesa hana tvisvar. Bókin segir frá tveimur bræðrum, og er hvprugur á þann hátt, sem fólk er flest. Annar hefur víða flækst og farið, eins og skáldið, en hefur glatað trú sinni á guð, og við það, eða jafnframt því hefur h^nn tapað sálarfriði sínum og öllu hugsunarjafnvægi. Harmatölur hans og hugleiðlngar eru miidl hluti bókarinnar, og Iýsa þær ágætlega sálar- ástandi þess manns, sem er eins og reyr af vindi skekinn og hrekst fullur víls og vol- æðis á efans ólgusjó, þess manns, sem nótt og nýtan dag hugsar að eins um sitt sjúka sálarástand og heilabrot, svo ráðþrota, að hann finnur ekkert þarfara að ger’, en að velja erafreit handa sér i kirkjugarðshorninu og bíða þess, að dauðinn frelsi hann frá eymdinni. Þó fer að Iokum að smágreiðast úr öllum þessum vandræðum. Hann kynnist á ný öldr- uðum bróður sínum, sem gefið hefur fátæk- um allar eigur sínar en gjörst sjálfur ein- setumaður, og gengur undir nafninu Kvarnar- húsheiðar-Páll. Tessi Páll vekur á ný hjá honum trúna á hið góða, frekar með breytni sinni en kenningu, er þó auðfundið, að skáld ið leggur Pálí í munn þær skoðanir á lífinu, sem hann hyggur þyngstar á metunum. En hverjar eru svo þessar skoðanir Páls? Kristinddómur, kristindómur, en þó frjáls- lyndur. Fátt eitt skal nefnt á nafn. ÖII áherzla er lögð á breytnina og það hugarfar, sem hún er sprottin af. »Meistarinrf kom ekki með kenningu, sem þú þarft að trúa, heldur lög, sem þú þarft að lifa eftir. Hann kenndi oss ekki heimsspeki, he.ldur þá list að lifa. Hin rétta trú fæðir af sér hat- ur og morð, hið rétta líf eflir guðsríld.c Tað að trúa á guð, er ekki emu sinni tal- ið nauðsynlegt. »Elskir þú bróður þinn, sem þú sér, þá elskar þú guð, sem þú ekki sér. Og smátt og smátt opnast augu þín, þú verður skygn, og sér guð. í£n að elska ná- ungann, er að hjálpa náunganum.* Trúin á annað líf er svo veik, að hún er að eins talin von. »Allt sem sagt er um anr\- að líf er dulspeki og draumsjónir, sem vér ekki getum gert oss nokkura ákveðna hug- mynd um.« Um hegningu þeirra sem illt aðhafast er sagt: »Eldurinn er ævarandi, en úrhrakið (o : hin- ir illu menn) varla.« Af þessu litla, sem hér er talið, má sjá, að kenning bókarinnar fer lítt í rétttrúaða átt, þótt í kr’stilegum anda sé, enda er biblían hvergi á nafn nefnd. Aðalinnihald kenningarinnar er þá þetta: Elskaðu náunga þinn, en umfram allt, þá breyttu vel við.hann. Hvorttveggja eru gaml- ar reglur, kristilegar, er þó eldri en kristin- dómurinn. Hvað hið fyrra snertir, þá er það miklu hægara sagt en gert. Trátt fyrir allar pré- dikanir um það að elska náungann og blessa þá, sem manni bölva gegnum aldanna raðir, þá sézt enn enginn vottur fyrir því, að þsð verði framkvæmt, og með fullum rétti má ef- ast um, að nokkur maður hafi nokkuru sinni gert það yfir lengri hluta æfinnar. Að minnsta kosti er slíkt fjarri börnum og unglingum. Ef þetta elskunnar boðorð er einnig látið ná til-óvina vorra, eins og Kristur ákvað, gerir það ráð fyrir því, að það séu sumir, en ekki allir, sem eftir því breyta. Annars væri um enga óvini að tala. En á meðan þannig er ástatt, kemur boðorðið í bága við hyggilega forsjálni og vit fyrir sjálfum sé’". Oft myndi verða líkt ástatt, eins og ef músinni yrði boðið að elska köttinn. Hún myndi þá fljót- lega gleyma kló hans og tönnum og verða honum að bráð. A pappírnum er þetta fag- urt boðorð, en í daglega lífinu er það ekki ólíkt því, sem manni væri sagt, að ríða á klárnum sínum upp í tunglið !* Hvað breytnina við náungann snertir, sem svo mikil áherzla er lögð á, þá eru nákvæm- lega sömu reglur gefnar og Kristur kenndi: Gefðu eigur þfnar fátækum, og hjálpa þú öllum tafarlaust sem þú finnur hjálparþurfa. Hvort ætlast er til þss, að menn leggist al- ') Pó má geta þes,, að boðorð þetta er lítt tekið bók- staflega í þessari bók, því á einum stað er sagt: „Að elska náungann er að hjálpa náunganum." - Því að taka þá svo stórt til orða?

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.