Frækorn - 25.12.1908, Blaðsíða 3

Frækorn - 25.12.1908, Blaðsíða 3
FRÆKORN 21Q „Útoalinn vottur". ^Rví þú skalt vera útvalinn vott- ur hans til allra manna, um það, sem þú hefir séð og heyrt.« Pgb. 22, 15. Páll, hinn útvaldi, hlaut þá gleði að sjá hinn réttláta ög heyra raust af hans munni, er hann talaði til hans frá himnum. Ressi guðdóm- lega útvalning var mjög mikilsverð íéttindi; en það var ekki einungis Páll, sem átli að njóta slíkra rétt- inda. Utvalning Páls átti líka að verða til blessunar fyrir aðra; já, fyrir allar þjóðir. Það er fyrir starf- semi Páls, að Evrópa hefir lært að þekkja gleðiboðskap sannleikans. Vér erum allir skyldir að bera vitni um það, sem guð hefir op- inberað oss, og vér erum í hættu staddir, ef vér dyljum þær dýrmætu opinberanir. Fyrst verðum vér sjálf- ir að sjá og heyra, svo vér getum haft eitthvað til að segja frá; en þegar vér höfum séð og heyrt, verðum vér að vera áhugasamir með að vitna fyrir öðrum. Það er skylda þín að vitna. Pað er um Krist, sem þú átt að vitna. Pú skalt vera hans vottiír til allra manna. Petta verður að ganga fyrir öllu öðru. Vér skulum um fram alt og þrátt fyrir alt vera Jesú vitni. Vér eig- um að vitna ekki einungis fyrir fáeinum útvöldum, sem eru fúsir til að heyra oss; vitnisburðurinn á að hljóma til »allra manna*, allra, sem vér getum náð til, ungra, gamalla, ríkra, fátækra, góðra og vondra. Vér megum ekki vera þegjandi eins og þeir, sem haldnir eru af málleysis anda. í orðinu felst bæði skipun og fyrirheit. Ef vér ekki hlýðum skipuninni, fáum vér ekki hluttöku í fyrirheitinu. »Pú skalt vera hans vitni.« »Þér eruð mínir vottar«, segir drottinn. O, guð, láttu þessi orð uppfyll- ast einnig á mér! C. H. S. Reyndu ekki! — Komdu! >Ertu kominn til Krists?« sagði prestur einn dag alvarlega við mann nokkurn ungan. »Nei, en eg er að reyna það«, svaraði hann. »Hve lengi áttu að reyna það, áður en þú kemur?« »Eg veit það ekki, en eg geri það, sem eg get.? »Eg efast um það. Já, meira að segja, eg ímynda mér, að þú reynir að gjöra eitlhvað; en það er ekki fyrir tilraunir né starf, að þú kemur til Krists og verður hólpinn.« »EnsegirKristurekki: Kontið?« »Jú, en hann segir ekki: Reyn- ið þér að koma.« »En á eg ekki að reyna?« »Nei, þú átt að koma, og alt það, sem þú segir um þínar til- raunir, sýnir, að þú hefir ásett þér að vinna eitthvert verk, og það er alt annað.« »En hvernig get eg farið skakt í því að reyna?<- »Hugsaðu þér, að eg segði við þig: Reiddu þig á mig, svo mun eg gefa þér gjöf! — Vild- ir þú þá svara: Eg ska! reyna það ?« »Néi; það væri sama sem að segja, að eg tortrygði þig.« »Hvað meinar þú þá, er þú segir: Eg mun reyna að reiða mig á Krist?« »Líkast til það, að eg sé ekki alveg viss um, að það sé hægt að reiða sig á hann eða ekki.« »Einmitt það! Og það þýðir ennfremur, að þú ætlar þér að gjöra eitt eða annað verk, áður en þú getur komið.« »Já, það er rétt.« Regar þeir voru að skilja, sagði prestur: »Viltu koma til mín í heimsókn og láta mig vita, Jivern- ig þér gengur?« »Já, eg mun reyna að koma einn dag.« »Nei, þú átt ekki að reyna, þú átt að koma.« Hann brosti, um leið og þeir skildust. Hann fór að skilja, hver munurinn væri. Páll post- uli sagði ekki: Reyndu að trúa á drottinn Jesúm. þá muntu verða hólpinn«; heldur sagði hann; »Trúðu!« »Trúðu á drottinn Jesúm, þá muntu verðu hólpinn.« fíeistar. Ef himininn er altaf heiður, getur uppskeran eigi orðið mikil. Ef frelsarinn er ekki trúnaðarvin ur miun, þá get eg ekki átt lífið í honum. Guð þreytist ekki að fyrirgefa; eigum vér þá að ganga til 'hvíldar með hefndarhug? Hjálpaðu einhverjum, sem er ver staddur en j»ú sjálfur, og þá munt þú komast að raun um, að þú ert betur staddur, en þú hélst. Óþarfa áhyggjur eru sker, sem farsæld vor strandar á. Pýtt.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.