Frækorn - 25.12.1908, Blaðsíða 5

Frækorn - 25.12.1908, Blaðsíða 5
FRÆKORN’ 22 [ Mig leið þú burt frá lasta stig Veit hjálp og gjör mig heilan nú á leið til þín af heilsu brest óg öllu því, sem angrar mig og frá mér öllu illu snú. uns æfiskeiðið dvín. Rað er mín lækning bezt. Af þungri hlaðinn synda sekt Af þeli heitu þig eg bið, eg særður bíð; þolgóða von. en hvað sem drottinn, þér erþekkt Mér gef þú eilífs frelsis frið með þolinmæði’ eg líð. þinn fyrir kæra son. fSálmur úr Höfuðgreinabók.) í)vað ótta$t þú mest? Jóhannes Krýsostómus liafði með siðavendni sinni bakað sér reiði Akadíusar keisara. »Hvernig get eg bezt refsað hon- um?« spurði keisarinn hirðmenn sína. »Gjörið hann útlægan«, sagði einn. »Sviftið hann öllum eignum hans«, mælti annar. »Látið hneppa hann í fjötra», svaraði hinn þriðji. »Látið höggva af honum höfuðið*, ráðlagði hinn fjórði. En hinn fimti sagði: »Ykkur skjátlast; þetta er alt þýðingarlaust. Peim manni verður eigi refsað með því móti. Ró að þér, herra keis- ari, gjörið hann útlægan, þá hefir hann þó, hvar sem 1 ann fer, guð hjá sér, og þá er hann ekki útlagi, og þá er hann sæll. Ef þér sviftið hann eignum hans, þá takið þér þær aðeins frá fátæklingunum, því að þeim gefur hann alt, sem hann á. Ef þér látið hneppa hann í fjötra, þá kyssir hann fjötrana, af því að hann hefir þá næði til að tala við guð. Ef þér látið höggva af honum höfuðið, þá ljúkið þér aðeins dyrum himnaríkis upp fyrir honum. Nei, ef það er ásetningur yðar að refsa honum og vinna honum mein, þá komið honum til að syndga. Hann óttast aðeins eitt: að syndga gegn guði.« Hvað óttast þú mest? Pýlt. Eilíf ðleði. „Guð nmn þerra hvert tár af augum peirra.« Opinb. 21, t. Ef vér treystum drotni, þá mun hann á síðan þerra hvert tár af vorum augum. Sorgirnar munu hverta og tárin þorna. Hér er sorgardalur, en hann mun und- ir lok líða. Vér væntum nýs himins og nýrrar jarðar. Oss er sagt frá því í guðs orði, ogþess vegna er ekki lengur ástæða til að gráta yfir syndafallinu eða afleiðingum þess. Lestu annað versið, sem talar um brúðina og brúðgumann. Brúðkaup lambs- ins verður haldið með óútmál- anlegri gleði: tár verður ekki að tala um þar. Rriðja versið seg- ir oss, að guð muni búa meðal mannanna. Við hans hægri hönd er í sannleika eilíf gleði, og tár falla ekki framar. Hvernig mun þá verða, þegar hvorki harmur, vein né mæða mun framar til vera? Ó, það verður sú dýrð, sem vér getum ekki gjört oss hugmynd um. Rér sorgbitnu, hættið aðgráta; innan skamms verða öll tár af- þerruð. Ekkert getur þerrað tárin eins vel og kærleikur guðs. »Um kveldtímann heimsækiross grátur, en að morgni gleðisöng- ur!« Sálm. 30, ó. Kom þú, drott- inn! Hér grátum vér allir! Frelsa þú oss brátt. C. H. S. Stökur. Vart hins rétta verður gáð, villir mannlegt sinni, fái æsing æðstu ráð yfir skynseminni. Haltu þinni beinu braut, ber þitt ok með snilli, gæfan svo þér gefi’ í skaut guðs og manna hylli. /• Gleðileg jol guð veiti öllum; guðs náðar-sól roði á fjöllum; heims út við pól herraiin áköllum. Hann sé vort skjól, svó vér ei föllum. J. <5 -----^

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.