Frækorn - 25.12.1908, Blaðsíða 7

Frækorn - 25.12.1908, Blaðsíða 7
3urtin föinaða. Jurtin mín fögur í fjallanna hlíð, fölnuð þú liggur um hásumars-tíð, rifin í blóma frá rótum þú varst, rétt meðan fegursta kransinn þú barst. Eins er nú fölnað mitt æskunnar blóm, andvarpa hlýt eg með syrgjandi róm; horfið er fjörið, eg hrært get mig ei, helfjötrum bundinn, þá minst varir dey. Æ, hvað mun valda. að eg var þó nú alveg nýþroskaður rctt eins og þú? Af hverju kemur, að eyðist og deyr alí, sem hér lifnar, og sést ekki meir? Pað leiðir af þessu, að leikvöllur er lífsins og dauðans vor bústaður hér, hvort öðru stríðir svo harðlega mót, hryggir og gleður með umskiftin fljót. En jurtin mín fagra, þú öfundsverð ert, að ekkert þú finnur hvað við þig er gert; þó blómknappi þínum sé banasár veitt, þá blæðir þér aldrei og svíður ei neitt. Annan veg háttað er eðli hjá mér, eymdanna tilfinning bitur mig sker, get ekki veitt mér það góða’, er eg vil, geb.þó ei annað en langað þar til. En veit eg þá nema þitt eðli sé eins eða þú kunnir að finna til meins ? FRÆKORN Eg veit ekki, nema þú vitir af þér; eg veit ekki gjörla, hvað sjálfur eg er. Hvað er eg sjálfur, og hvað er mitt líf? Hvað er þess blómi og fölnunar-; kíf? Svipstundar-flug gegnum syndir og eymd, sjónhverfing döpur og jafnóðuni gleymd. En jurtin mín fagra, þó fölnuð sért nú fögur í annað sinn verða munt þú, frá sólinni vorið þig vekur af blund, visnun og dauði mun aðeins um stund. Eins mun eg sjálfur, þó eymdir og kíf, útslökkva gjöri mitt jarðueska líf, á vormorgni eilífðar vakinn af blund? verkin sín fullkomnar lífgjafans mund. Þessvegna lífið ei einskisvert er, af alsherjar-ljósinu geisla það ber, með þeirri huggun á harmanna storð huggar oss lífsins og sannleikans orð. Lof sé þér, alfaðir Ijóssins í geim, að lífsins orð birtir þú mönnurn í heim, við Ijóma þess llyt oss í Ijósi til þín, lífsins þar blómgun ei fölnar né dvín. Brandur Ögmnndsson. Þor. Menn þurfa á því að halda oftar en í hernaði eða öðrum hættuleg- 223 um kringumstæðum. Ress erengu síður þörf í óbreyttu hversdagslíf- inu. Hafðu þor til að vera án þess, sem þú kemst af án, hve mikið sem þig langar til að kaupa það. Hafðu þor til að láta skoðun þína hiklaust í Ijósi, þegar þess er þörf, en hafðu einnig þor til að Þegja, þegar þú átt ekki að tala. Hafðu þor til að heilsa fátækum og tötrum klæddum vini þínum, þó að þú sért í fylgd með prúð- búnum og tignum vinum. Hafðu þor til að vera fátækur, ef þú ert það, með því dregur þú úr sárbeiskju fátæktarinnar. Hafðu þor til að slíta vináttu við hinn ástúðlegasta vin, ef þú kemst að því, að hann er lauslát- ur. Menn eiga að umbera bresti vina sinna, en ekki lesti þeirra. Hafðu þor til að vera i gömlu fötunum þínum, þangað til þú hef- | ir efni á að fá þér ný föt. Hafðu þor til að kannast við vanþekking þína, og varastu að tala borginmannlega um það, sem þú berð ekki skyn á. Hafðu þor til að vera vandaður og sannur, hreinn og beinn, hvað sem fyrir kemur. Sannleikurinn gjörir þig frjálsan, og sannleikur er aðalundirstaða hugarfarsins. Hafðu þor til að kannast við það, setn þér verður á. Með því að gjöra það, fer þú aftur að bera virðingu fyrir sjálfunt þér Hafðu þor til að játa trú þína. hvar sent þú ert staddur. Trúleys- ingjarnir, hvað þá aðrir, geta eigi annað en borið virðingu fyrir þeim, sem það gjöra. Pýtt.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.