Frækorn - 25.12.1908, Síða 11

Frækorn - 25.12.1908, Síða 11
frækórn öcfitar upp $akir. Einhverju sinni, er Napóleon mikli gekk um í höll sína, hitti hann í biðsalnum velbúna unga mey, sem fleygði sér grátandi fyrir fætur honum og bað: »Væg- jð honum föður mínum, vægið veslingnum honum föður mín- um.« >Hver er faðir yðar, og hver eruð þér?» spurði Napóleon - »Eg heiti Lajalía«, anzaði hún, og með tárin í augunum bætti hún við: ‘Faðir minn hefir ver- ið dæmdur til dauða.« - »Já«, sagði keisarinn, »þá get eg ekki orðið við bón yðar. Pað er öðru sinni, sem faðir yðar er sannur að sök um landráð. — »Já«, andvarpaði mærin, »eg veit það, eg veit það. Eg er heldur ekki að biðja um réttlæti, en eg bið um vægð. Fyrirgefið, fyrir- gefið föður mínum.« þá kom titringur á varir Na- póleons og tár fram í augu hon- um. Eftir stutta baráttu við gagnstæðar tilfinningar sínar tók hann vinsamlega í hönd meynni og sagði: »Jæja, stúlka mín, eg ætla að gjöra það fyrir yður, að fyrirgefa honum löður yðar. Hann er frjáls.* Atburður eins og þessi getur dálítið komið oss í skilning um, hvað náð er. Það getur orðið fyrirgefið, sem ekki er einusinni hægt að mæla neina bót, og náð- in getur látið hegnandi réttlætið draga sig í hlé. Náð er hvergi nema hjá Jesú; hann einn er náðugur. »Afgnægð hans höfum vér allir fengið, og það náð á náðofan.« Jóh. 1, 16. Hefir þú einnig fengið það? Eða ert þú enn í tölu þeirra, sem ekkí vita, hvað náð er, af því að þú finnur eigi, að þú þurfir á friðþæging og endur- lausn Jesú að halda? Sá, sem fyrir orð og anda guðs hefir séð, að hann er syndari, hann finnur þörf á fyrirgefningu syndanna, hann finnur þörf á friðþægjara og endurlausnara. Og náð guðs leitar að honuin, ekki til að láta honum hlotnast réttlæti, heldur náð, náð fyrirjesúm. Hann full- nægði öllu réttlæti, og því get- um vér nú orðið aðnjótandi náð- ar-gnægðar hans. X. Uitnið. Maður nokkur á Englandi hélt ræðu gegn kristinni trú. Hann fullyrti, að fagnaðareríndið væri ekki annað en æfintýri. Verkamaður einn stóð upp og spurði, hvort hann mætti leggja eina spurningu fyrir ræðumanninn. Hon- um var leyft það. »Fyrir rúmum 30 árum var eg þessum bæ til bölvunar«, sagði hann. »Eg reyndi að bæta rað mitt, en það tókst ekki. Lögreglan refsaði mér en það stoðaði ekki. Eg varð bindindismaður, en það stóð ekki lengi. Menn voru orðnir úrkula vonar um mig. Eg var meira að segja sjálfur orðinn það. Pá heyrði eg fagnaðarerindið. Jesús tók mig að sér. Hann snart hjarta mitt — gaf mér nýtt hjarta. Alt annað hafði verið árangurslaust. Þetta dugði. Mér stendur á sama, hvað þér segið; fagnaðarerindið er engu að síður ,kraftur guðs til sáluhjálpar sérhverjum sem trúir‘.« 227 Útskýring. Járnsmiður nokkur var kunnur að því að vera einlægur trúmað- ur. Einhverju sinni, er hann var við vinnu sína, kom maður, sem var kunnur fyrir vantrú sína og glettur, til hans og gaf sig á tal við hann »Þú segir, að þú sért í Kristi,« sagði maðurinn. Smiðurinn játaði því hiklaust. »Mig minnir einnig, að eg hafi heyrt þig segja, að Kristur væri í þér, og það finst mér vera ein af mörgum mótsögnum, sem þið kristnir menn gerið ykkursekaí.« »Finst þér það«, anzaði smið- urinn og hélt rólegur áfram að blása, svo að eldurinn snarkaði og sindraði kring um járnið, sem var í honum. Það er af þvi,að þú ert svo skilningslítill.« »Getur þú ekki bætt úr því og útskýrt fyrir mér, hvernig hægt er að samrýma það, að þú sért í Krísti, og að Kristur sé einnig í þér ?« »Jú«, anzaði smiðurinn, »það er hægt,« og hann hélt áfram að blása, þangað til járnið var orð- ið alveg hvítglóandi. »Sérðu þennan járntein«, sagði hann því næst; »er hann ekki í eldinum? Og nú skal eg sýna þér að eldurinn er einnig í hon- um; og ef þú vilt ekki trúa því, þá geturðu þreifað á honum.« Um leið kipti hann teininum snögt út úr eldinum og otaði þeim endanum, sem var hvít- glóandi, að háðfuglinum, erhrökk undan eins fljótt Og hann gat. »Verið í mér, þá verð eg í yður.« I því er allur leyndar- dómur helgunarinnar innifalinn.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.