Frækorn - 22.04.1909, Page 8
64
Skúli sagði ekki neitt. Jón
tók í hönd hans og leiddi hann
út úr kofanum og ofan í kaup-
staðinn og gegnum hann. Pá
tók við melur, svo holt, en á
því hér um bil miðju var stein-
bær, er hét Hæðarholt. Þar námu
þeir staðar. Jón opnaði bæjar-
dyrnar og sagði Skúla að ganga
inn. Síðan gengu þeir báðir
inn og til baðstofu.
I baðstofunni var kona, er lá
fyrir dauðanum; út úr andliti
hennar skein sorg og mæða.
Maðurinn hennar hafði verið
Daði, var nú dáinn fyrir4árum.
Síðan hafði Jón unnið fyrir henni.
En þó Jón væri fátækur, hafði
hún samt lifað fegurst ár ævi
sinnar með honum, því hann
var duglegur, reglusamur og
sparsamur og henni í öllu sém
ástríkur sonur.
Þegar Jón og Skúli komu inn,
sagði hún: »Synirnir mínir báð-
ir, blessaðir synirnir mínir.«
>Mamma, mamma*, sagðiSkúli,
þetta var í fyrsta sinn frá því,
er hann var barn, sem hann
nefndi móðurnafnið með lotn-
ingu.
»Já, sonur minn, komdu hing-
að. Eg ætla að biðja guð fyrir
þér.«
Pað stóðu tár í augunum á
Skúla, er hann gekk að rúminu
og kysti móður sína og settist
svo niður.
Eftir litla stund tók móðir
hans til máls:
»Fjórtán ár eru löng, sérstak-
lega þegar manni líður illa. Fjór-
tán ár eru síðan, er eg ogfaðir
þinn skildum vegna svika ann-
ars manns. F*að eru 14 ár, síð-
an eg giftist Daða Jónssyni:
Taktu eftir!
Frækorm
Árið 18 . ., 10. apr. var Drði
Jónsson giftur Höllu Jónsdóttur
í V . . . . kirkju í S . . . sókn.
Eg, Halla Jónsdóttir, var rænd
eitt sinn, er Jón, unnusti minn,
var ekki heima, úr kofanum okk-
ar. Rað vará dimmu apríl-kveldi.
Pað komu tveir menn til mín,
gripu mig höndum, bundu fyrir
augu mín og leiddu mig all-
langan veg, eitthvað. Svo varð
eg þess vör, að eg var látin of-
an í bát,; eg reyndi að hljóða,
en þá var gripið fyrir munninn
á mér, svo eg ætlaði að kafna.
Eg reyndi ekki til að gera það
aftur. Svo var eg svæfð. Er
eg vaknaði aftur, varð eg þess
vör, að eg var stödd á sjó á
stóru skipi, en samt var klútur-
inn enn fyrir augum mínum.
Eg ætlaði þá að taka klútinn
frá, en þá var hvíslað í eyra mér:
’Hættu eða — — —Eg fann
til skammbyssu, það fór hrollur
um mig, og eg hreyfði ekki við
klútnum framar.
þarna var eg svo í hér um bil
fjóra daga, svo mér kom varla
dúr á auga. Loks nam skipið
staðar.
Eg var nú sem fyr svift með-
vitund, með því að eg var svæfð.
Eg vaknaði til meðvitundar
aftur og var þá að vísu mjög
rugluð, og þóttist þá verða þess
áskynja, að eg mundi vera íein-
hverri kirkju eða guðshúsi, því
eg heyrði, skömmu eftir að eg
vaknaði að spurt var með háðs-
fullum róm, að mér virtist:
— — vilt þú taka þér
Höilu Jónsdóttur fyrir eigin
konu?’ Eg heyrði ekki nafnið,
er á undan var nefnt þessum
orðum, með vissu, en mér heyrð-
ist hann nefna Jón Grímsson.
Pessari spurningu var svarað
með jái, og virtist mér það endi-
lega vera rödd Jóns Grímssonar.
Nú tók eg þá meiningu, að
Jón hefði gert mér þessahrakn-
inga til að reyna trygð mína,
og hefir víst það, livað eg var
rugluð, átt góðan þátt í þessari
heimskulegu skoðun rninni. Eg
ásetti mér því að svara meðjái,
er eg yrði spurð.
Eg heyrði svo, að spurt var
með hárri rödd:
’Halla Jónsdóttir, vilt þú taka
— — — þér fyrir eiginmann?’
Hér heyrðist nafnið ekki held-
ur sem í fyrra skiftið, en eg lét
það ekki breyta áformi mínu,
eg svaraði því í augnabliks ein-
feldni minni, með háu og skyru
jái.
Svo heyrði eg að lesin voru
blessunarorð yfir mér og Jóni,
að mér virtist.
Loks var tekið í hönd mína
og eg leidd fáein spor, og tek-
ið frá augunum á mér. Eg fékk
sorta í augun, meðan þau voru
að venjast Ijósinu.
I þessu húsi var aðeins prest-
urinn, er eg fékk síðar að vita
að var mormóna trúar, og tveir
menn, er eg ekki þekti, og Daði
Jónsson, sem var nú að þeirra
sögn löglegur eiginmaður minn;
eg frétti þó síðar, að það var
alls ekki satt, en eg var svo
grunnhyggín og trúði þeim, já,
trúói þessu alla þá tíð, er eg bjó
með Daða, mér varð svo mikið
um þetta, að eg féll í óvit, strax
á gólfið.
Eg fékk ekki meðvitund fyr
en tólf dögum síðar; var eg þá
altekin af hitasótt. Eg var á
heimili Daða, sem kona hans.
Við bjuggum í N . . . sýslu, er