Frækorn - 22.04.1909, Síða 9

Frækorn - 22.04.1909, Síða 9
FftÆKORN var rúniar fjórar dagleiðir, ef far- ið var á gufuskipi, frá V . . . kaupstað, þar er eg var áður, og er nú. Eg hafði verió flutt þetta á botnvörpuskipi. Eg lá lengi í veiki þessari, en komst samt á fætur um síð- ir, en het' aldréi orðið samt jafn- góð síðan við það, er eg var áður. Eg bjó með Daða í löng 10 ár, þar til hann dó. Daði var drykkjumaður alla ævi sína, og koni Jóni Oiímssyni til að dreki a sama árið og þú fæddist, Skúli. Með Daða átti eg aldrei barn, en eg ól Jón upp; hann er sonur systur minnar, er dáin er fyrir 20 áruni og Guðrún hét. Hún var gift Daða og bjó með honum aðeins eitt ár, áður hún dó. Þú ert því, Skúli, eina lífs- afkvæmið, er eg hefi átt. Eftir að Daði var dauður, flutti eg hingað í átthagana og keypti þennan bæ.« Hér lauk Halla máli sínu með með þungu andvarpi. Skúli hlustaði grátandi á sögu hennar, og mælti svo: »Mamma, hvernig stóð á að Daði breytti svona við þig. Hafðir þú þekt hann áður?« Hún svaraði þessu andvarp- andi: »Já, ég þekti Daða vel áður; hann hafði beðið mín víst ein- um 6 sinnum, en eg gaf hon- um alt af afsvar, því hjarta mitt var öðrum gefið. En er hann nefndi það síðast, þá hét hann að gera mér alt, er hann gæti, til bölvunar, og fá mig, hvort eg vildi eða ekki.« Það mátti glögt sjá, að hún reyndi að tala frekar af vilja en mætti, en samt bætti hún enn við: »Þeíta hefir Daði alt fram- kvæmt. Hann stuðlaði að því að Jón Grímsson varð drykkju- hrútur, stal mér, og svo varst þú, elsku barnið mitt, þar af leiðandi óreglumaður. Ó, það var það allra þyngsta af öllu því böli, er fyrir mig hefir komið, að þú skyldir verða drykkju- m a ð u r.« Hágrátandi grút'ði Skúli sig ofan að móður sinni og mælti: »Góða móðir mín, eg skal ekki drekka vín frá þessari stundu, svo franiarlega sem guð er yfir mér.« Halla lagði hendina með veik- um burðum um háls sonar síns og sagði: »Guð hjálpi þér til að efna þetta góða loforð þitt. Sigraðu hið illa. Mundu það, snúðu þér til guðs, ef þú ætlar að van- megnast fyrir freistingunm; haltu þér við guð.« »Já, mamma mín, já, elsku mamma mín«, hrópaði Skúli. »Guð blessi þig, nú er eg ánægð«, sagði Halla, »komið hingað til mín, bæði blessuð börnin mín.« Jón og Skúli sátu báðir við höfðagafl hennar, og hún bað fyrir þeim, þar til dauðinn kom þungbúinn og tók hana burt með sér, til betri heimkynna, þessa sorgmæddu, guðhræddu konu. Hennar síðustu orð voru : »Sigraðu hið illa.« Jón og Skúli sátu lengi yfir líki hennar, og sendu brennandi bænir upp í hæðirnar til hans, sem öllu ræður og stjórnar. Hún var jarðsett viku seinna; til grafar fylgdu henni engir nema presturinn, Jón og Skúli, sem grétu við gröf liennar heit- um saknaðstárum. 65 Skúli efndi orð sín. Hans fyrsta verk var, að reyna að snúa föður sínum af þeirri ægilegu spillingar- og lastabraut, er hann vará, en Jón gamli gerði aðeins gis að honum, og rak hann í burt frá sér að síðustu. Skúli fór þá að búa í bæ móður sinnar, með Jóni frænda sínum. Afdrif Jóns gamla Grímsson- ar urðu þau, að fáum mánuð- um síðar lést hann mjög snögg- lega af slagi á sjálfu veitinghús- inu. Skúli annaðist útför hans. Frá Skúla er það að ségja, að hann hætti öllu slarki og hafði alt af hugföst orð móður sinnar: »Sigraðu hið illa.« Hann varð efnaður maður og eignaðist góða konu. Þeii frændur, Jón og Skúli leigðu sér góða og stóra jörð í félagi og keyptu hana um síð- ir, og bjuggu á henni til dauða- dags. Það, sem Skúla var kærast af öllu voru þessi orð: »Sigraðu hið illa.« T. O. A. Móðurástin. Kafli úr sögunni „Glataði sonurinn" eftir Hall Caine. Þóra svaf fram á miðjan dag, og þegar hún vaknaði, varóráð- ið horfið. Hún var einusinni ennþá orðin blíð og barnsleg. En orustan hafði verið áköf. Betri hluti sálarinnar hafði unn- ið sigur, en vesalings litli, við- kvæmi líkaminn, sem hafði ver- ið vígvöllur hennar, virtist því nær eyðilagður. Hún var föl og þunnleit. Bláu

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.