Alþýðublaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 2
«mtjórar: GIsll J. Astþórsson (áb.) og Benedlkt urðhdal. — rulltrúar rlt- HJOmar: Slgvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl: *J#rgvin GuSmund n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml («906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- fötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint stgefand.: Albýðuflok. urinr — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartanssoo Deilur í Framsókn ■ DEILUR um utanríkis- og varnarmál magnast ] innan Framsóknarflokksins með hverjum degi, 1 sem líður. Er augljóst, að flokkurinn er algerl'ega \ tvískiptur í þessum málum, og hefur hið nána ■ samstarf við kommúnista orðið til að lyfta upp ! þeim mönnum, sem vilja land okkar vamarlaust í og slitið úr samhengi við samtök hinna frjálsu ! lýðræðisríkja. | Framsóknarflokkurinn hefur yfirleitt tekið af j' stöðu með vestrænu samstarfi og með landvörn \ um á hættutímum undanfarin ár. Hafa menn trú \ að því, að forustumenn flokksins væru þessarar ] skoðunar, en ekki að flokkurinn hefði tekið af * stöðu með tilliti til þess að lafa í ríkisstjórnum. ! Nú viiðist svo, sem sjálft málgagn Framóknar flokksins, sé skoðanalaust með öllu í utanríkitemál i um. Það hefur skyndilega orðið vettvangur fyrir 1 skrif og áróður, sem er mjög að skapi kommún ista og styrkir þá verulega, sérstaklega í sam- bandi við undirskriftasöfnun sína. Þetta manndómsleysi Tímans mun reynast Framsóknarflokknum dýrt. Flokkurinn færist með þessu lengra og lengra frá möguleikum til að taka þátt í samstarfi lýðræðisflokkanna hér á Tandi, og verður með hverri viku háðari komm únistum. Það sannast nú á Framsókn, að komm únistar telja sig geta reiknað alla sl'íka sakleys ingja eins og hlutlausu ríkin sín megin. Vonandi vakna fleiri Framóknarmenn og fyrir byggja, að flokkur þeirra haldi lengra á þessari braut. Baráttan milli heimskommúnismans og frelsisins er of mikils virði til að beita hennil í dag legri hreppapólitík eins og Framsókn telur sig ’ geta. Með þeirri tækifærisstefnu, sem flokkurinn * nú beitir, geta auðveldlega farið forgörðum verð 3 mæti, sem erfitt verður að vinna aftur, þegar ‘ kommúnisminn er tekinn við völdum. Þá verð | ur ekki mikið hugsað um flokk bænda eða sam vinnufélög, eins og reynslan sýnir í löndunum [ austan járntjálds. 1. maí ! KOMMÚNISTAR hafa enn einu sinni rofið sam stöðu verkalýðsihs um hátíðahöldin 1. maí. Þeir 'hugsa nú eins og fyrr ekki um heildarhagsmuni hinna vinnandi manna í landinu, heldur eingöngu um sína eigin flokkshagsmuni. Þeir beita þessum degi fyrir sinn pólitíska vagn, en láta lönd og leið hina eiginlegu hagmuni verkálýðsins á íslandi. 2 : 29.' ápril 1961 — AlþyðúbÍaðiS Bændahöllin og háskólinn VEGNA greinar og fyrir- spurnar í heiðruðu blaði yð ar hinn 25. apríl s. 1., þar sem fjallað er ura byggingu bændahall!arinnar á Melun- um, og nokkurrar gagnrýni gætir á staðsetningu þeirrar íbyggingar gagnivart Háskól anum, — og rangra um- mæla, sem eftir eru höfð, þá leyfi ég mér að taka þetta fram um afgreiðslu málsins: Skipulag Melasivæðisins var gert af skipulagsdeild Reykjayákurbæjar, og endlan lega samþykkt í samvinnu nefnd um skipulagsmál 2. 7. 1‘56. Gert var ráð fyrir ýms um meiriháttar byggingum á svæðinu, svo sem Neskirkju, Háskólato'íói, Útvarpshúsi o. fl., ásamt toændahöllinni. Flestar þessar toyggingar áttu að vera háreistar og all miklar um sig, og eru nokkrar þeirra þegar risnar af grunni, en stærztar þeirra eru bændáhöllin og Háskólabíó. Fyrirhuguð mannvirki útvarpsins áttu t. d. fyrir sér að verða engu minni en bænölahöllin. Bygg ingarsvæði Melannva liggur í þeirri fjarlægð frá Háskóla hverfinu að um meir ien 150 rnetra bi( er að ræða milli aðalbyggingu Háskólans og bændatoállarinnlar, og verð- ur að telja að það sé all sæmileg skipting milli ó- líkra byggðatoverfa innan borgarinnar. Þess má einnig geta í þessu samtoandi, að þegar Háskólanum var á sínum tíma valinn staður þar sem hann nú er, var gert ráð fyrir randlbyggingu all hárra húsja að toalq toonum við Melaveg, sem einnig munu verða áberandi frá vissum stöðum á Hringtoraut, 0g gnæfa yfir sjálfa aðaltoygg- ingu Iláskólans þegar byggð rverða. Um framkvæmd á hinum samþ. skipulagsuppdrætti og s'amþyikkt hans í einstök um atriðum, voru allir rétt ir aðilar sammála, — þ. e. skipulagsnjsfnd, toyggingar- nefnd, svo og að sjálfsögðu toæjarstjórn. Áttu allir þess ir aðilar fullan tolut áð þeirri afgreiðslu, er málið fékk. og ekki við neinn eirt ■stakan að sakast hjá þeim, sem telja að annað skipulag toefði verið hagkvæmara eða farið betur. Bkki verður hjá því kom ist, að einstök hús séu áber andi í afstöðu til annara toúsa frá einhverju sjónar- tocrni séð, en svo mun verða um skeið með bændalhöllina 'Og Háskólann, þar til svæð Framh. á 14. síðu. Hannes á h o r n i n u ^ Fyrsti sólar- og sumar dagurinn í Reykjavík. ■fe Borgin breytir um svip. ■fc Gulhærður strákur og svartbrýnd stúlka. ■fe Yndisleg náttúra allt um kring. iFYKSTI sumardagurinn kom raunverulega á fimmtudaginn. Borgarlífið bar þess líka óræk merki. Ungt fólk gekk hnarreist um göturnar, léttklætt með bros í augum, Gamalt fólk rölti um og leitaði að bekkjum. Það var fjölmennt á Austurvelli og und- ir vegg gamla kirkjugaröáins vestur við Hringbraut, en þar er got-t að dvelja í góðviðri, lítill hávaði, gras við fætur manns — og Iífið á þeysirigi spölkorn í burtu, bifreiðar, sem renna fram og aftur um breiðstrætið. í GARÐINUM á horni Frí- kirkjuvegar og Skothúsvegar lá fólk í sólbaði. Mér fannst það furðuleg sjón í apríl, og börnin léku sér í gulu grasinu, því að enn er varla kominn hinn rétti græni litur á jörðina. Svona var það líka í Hljómskálagarðinu. Jafnvel suður í Nauthólsvík var komin sól og sumar og fólk fá- klætt og dálítill hópur, aðallega þó krakkar, busluðu í sjónum. Svona kom fyrsti sumardagur- inn — hinn raunverulegi, mér fyrir sjónir, en almanakssumar- dagurinn fyrsti var öðruvísi, — eins og ég hef sagt áður. ÉG MAN það, að þegar sumr- aði fyrir mörgum árum, hringdu þeir í mig oft og mörgum sinn- um, Benedkt Waage eða Erling- ur Pálsson og sögðu eitthvað á þessa leið: „Góði, settu í blaðið: Notið sjóinn og sólskinið“. — Og ég gerði það í mínu blaði eins og blaðamenn gerðu það í sín- um blöðum yfirleitt, enda geta menn séð þessa setningu í öllum blöðum á sumrum fyrir mörgum árum Nú þarf ekki að minna fólk á þetta. Það grýpur sjálft hvert tækifaiiri til þess að nota sjóinn 0g sólskinið. UNDAN þessum vetri kemur Reykjavík mikið breytt. Mér, að minnsta kosti, finnst það mik il breyting þegar gömlu og sögu legu húsin, hverfa. Austurstræti 1 er horfið, Laugavegur 7, Tún- gata 2 — og litlu húsin við Tjarn argötu. — Og fleiri eiga að hverfa. En hvenær verður hreins að til í ruslakistu Reykjavíkur, í Grjótaþorpinu? Hvenær hverfa ruslaskrínurnar við Fischer- 1 sund? Og hvenær hverfur gamla Doktorshúsið? Þáð þarf að hreinsa til. En mestan áhuga hef ég á því, að hreinsað verði vel til þar sem líkur benda til að bær Ingólfs hafi staðið. — Og í því sambandi vii ég minna á hinar ágætu greinar Helga Hjör- vars í Morgunblaðinu fyrir nokkru. ANNABS verður að viður- kenna, að mikið er gert. Það er dýrt að ibreyta útliti bæja, að rífa gömul hús eða færa þau burt, að opna lóðunum ný svæðf eða byggja upp að nýju, og það væri of mikil kröfuharka að heimta að það sé gert allt 1 einu. Mikið hefur þegar verið að gert á tiltölulega skömmum tíma — og það ber að þakka. —> Enn virðist þó imega taka betur til höndunum og sérstaklega £ ruslakistu Reykjavíkur þar sem úir og grúir af gömlum skúra- ræksnum og auðum blettum þar sem öllu ægir saman og hlýtur að verða gróðrarstía fyrir alls- konar óþrifnað. LOKS VIL ég vekja athygli á því, að undanfarna daga hafa verið rifnir nokkrir skúrar við Tjörnina og Skothúsveg, en ekki allir Verkamenn hafa verið að dytta að síðustu leifunum. Þær virðast eiga að fá að hanga enn um sinn. JÁ, SUMARIÐ er í raun og veru komð og sólarlagið hefur verið undur fagurt undanfarin kvöld Vorið og sumarið fer I sálina Fuglarnir para sig — og guiihærður strákur faðmaðí svarthærða stúlku í bíl fyrir of- an Hafnarfjörð, en dökk augu hennar ljómuðu í kanp við sól- arlagið. Það var yndisleg nátt- úra allt um kring. Ilannes á horninu. 1 ■■■■nmnnnniHll i KLÚBBUERINN ■ * * Opið I hádeginu. — b 5 Kalt borð — einnig úr- * ■ B J| val fjölda sérrétta. s 3 5 KLÚBBURINN S E B l Lækjartcig 2 - Símj 35355. I B

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.