Alþýðublaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 3
randt ræðst rrriiwiTii'i^rTiiTa^jBMMBaHiwrnTwin stjóm V-Þýzka BONN, 28. apríl, (NTB-Reut- er). — Á jafnaðarmannafundi í dag gerði Willy Brandt, lcanzlara efni jafnaSarmanna, harð'a hríð að kristilega demókrataflokkn- um. „Ég saka stjórnina um iað skaða aðstöðu Vestur-Þýzka- lands ‘innan hins frjálsa heims með hrokafullri afstöðu sinni í vígbúnaðarmálunum, með ósæm and kröfum um atómvopn og skorti á vilja t'il samvinnu um aðstoð við þ;'óunarlöndin“, sagði hann, --(ÍÍáíS Kaupmannahöfn y októ ber 1943: Danskur nazisti hefur komið auga á fiýj- andi Gyðing. Nazistinn kallar á dönsku lögregl- una, sem tekur Gvðing- inn í sína vörzlu og kem- ur honum svo undan þeg ar tækifæri gefst. Örin bendir á Gyðinginn, en nazistinn mun vera fyrir aftan hann með liatt- inn á hnakkanum. — Við birtum myndina í tilefni Eichmannréttarhaldanna. JERÚSALEM, 28. apríl. (NTB Reuter). — Miðaldra kona, frá Ada Lichtmann, skýrði í dag frá því í Eichmann-réttarhöldunum, er hún varð sjónarvottur að því, hvernig Þjóðverjar skutu til bana grátandi gyðingabörn og t«W»WMWWWW>WWWWtti. ♦- Undirsáti CVAK af Adenauers:+9 wd Cll sér meðsekt HAMBOR, 28. apríl (NTB— Reuter). — Dr. Hans Globke, sem er einn helzti forstöðumaður á ráðuneytisskrifstofum Aden- auers kanzlara, sagði í sjónvarps viðtali í dag, að hann hefði, sem embættismaður í innanríkis- ráðuneyti nazista, samið lög um að gyðingum bæri að bæta orð unum „Israel“ eða „Sarah“ við eftirnafn sitt.. Globke hélt því einnig fram, að hann hefði kom- ið í veg fyrir að gyðingum yrði skipað að bæta orðinu „gyðing- nr“ við eftirnafn sitt. Glohke kva'ðst ekki hafa ver.ið viðriðinn lög um að all'ir gyðingar skyldu bera vegabréf með stafnum J í. Globke lagði áherzlu á, að hann væri ekki höfundur að hin um svokölluðu gyðingalögum frá Núrnberg Hann kvaðst heldur ekki hafa átt neinn þátt í fram kvæmd gyðingalaganna í Tékkó slóvakíu eða Austurríki. Sagðist hann hafa farið að beiðni róm- versk-kaþólskra yfrvalda í Ber lín um að halda áfram embætti sínu, ekki af því að auðvelt hefði verið að gera neitt, heldur hefði í sumum tilfellum verið unnt að koma með aðvaranir. Glöbke er af kommúnistum ákærður fyrir meðsekt í gyð- ingaofsóknum nazista. Hms veg ar hefur Adenauer margsinnis varið hann opinberlega brenndu tíl bana 20 svartklædda,' biðjandi, hreintrúaða gyðinga í Póllandi í stríSinu. Frú Liohtmann starði allan tímann á Eiohmann, er sat næst- um hreyfingarlaus á meðan hún skýrði frá hinum óhugnanlegu morðum. Við og við strauk hann yfir hárið í sinni skotheldu gler stúku. Frú Lichtmann skýrði fyrst frá því, hvernig 32 karlmenn af gyð'ingaættum, þar á meðal fað- ir hennar, voru teknir iaf þýzk- um hermönnum í grennd við Wieliczka í Póllandi árið 1939. Þeir voru Ijósmyndaðir, neyddir til að hrópa „Við erum fjand- menn fólksins“ og keyrðir burt á vörubíl, Hún kvaðst, ásamt mágkonu sinni, hafa elt. bílinn út í skóg, þar sem þær fundu menn 'ina skotna til bana. Frúin flúði síðar til Krakow, en siðan til annars bæjar, er gyðingahverfið á Krakow var umkringt þýzkum hermönnum og íbúunum skipað að fara út á göturnar, þar sem þeir voru skotnir á meðan hús þeirra voru rænd. Velheppnuð tilraun WALLOPS-EYJU, Virginíu, 28. apríl, (NTB-AFP). _ Banda rískir vísindamenn gerðu í dag velheppnaða tilraun með skot á sex þrepa Joe-eldflaug. Voru í Mercury-klefa hennar tveir gervimenn., Skotið gekk sam- kvæmt áætlun og kom klefinn til jarðar á fyrírfram ákveðnum tíma. Seig hann í fallhlíf síð- asta spölinn og kom í sjó norð I ur af Atlantshafsströnd Banda- ríkjanna. Klefinn er hálft anuað tonn að þyngd. Hann var fiskað ur upp úr sjónum af þyrlu nokkr um mínútum eftir að hann lenti þar. Tilraun þessi er hin síðasta áð ur en manni verður skotið á loft næstkomandi þrðjudag. Strassborg, NTB-AFP. Ráðgjafarþing Evrópuráðs- ins lauk í dag vorfudi sínum eftir að hafa sett á laggirnar sjö-manna nefnd til að kanna möguleika á betri samvinnu innan ráðsins. PRAAG, (NTB-AFP). — 200.000 Tékkar tóku á mótí Juri Gagarin, geimfara, er hann kom í heimsókn hingað í dag. Mann fjöldinn ruddist gegnum lög- regluvörð’inn og umkringdi vél 'ina. Sendiherra Rússa bað menn opna leið fyrir Gagarin frá vél- 1 inni, og hlýddu menn því. Brandt kvað samstöðu Vestur- Þýzkalands með vesturveldun- um vera órjúfandi. Ríkisstjórn jafnaðarmanna mundi í varnar málum fylgja stefnu, er væri í samræmi við ákvarðanir NATO, og rnundi vinna að bættri, pólit ískri samhæfingu og starfsskipt ingu innan bandalagsins Stjórn in mundi biðja alla vestræna bandamenn um að styrkja bún- að sinn að venjulegum vopnum. Hann kvað stjórn sína mundu leggjast gegn því, að fleiri ríki fenvju aðstöðu t-il að ákveða um notkun kiarnorkuvopna: hún mundi nema á brott allar grun- semd'ir um, að Vestur-Þýzkaland óski eftir að auka þyngd sítia á hinum pólitisku vogarskálum með því nð krefjast ákvörðunar réttar yfir slíkum vopnum. V- Þýzkaland mund’i þá leggja fram sínar eigin tillögur um afvopn un undir eftirlíti. Brandt kvað stjórn sína mundu gera allt, sem í hennar valdi stæði til að brúa bilið milli viðskiptabandalaganna og reyna að vinna í friði með öllum aust ur-evrópskum grönnum 9Ínum, einkum Pólverjum. Hann lauk ræðu sinni, sem kvað eftir annað var rofin af miklum fagnaðarlátum, með því að segja: „Við munum vinna þessar kosningar, vegna þess að við erum færir. u mað taka við taumunum". MMUMWUMUtWMUtMWW Fréttastofa Ritzau í Höfn sett í bann Kaupmannahöfn, 28.4. NTB/RB. Danska blaðamanna- sambandið hefur sett fréttastofu Ritzaus (RB) í bann og sagt upp fyrir hönd 21 meðlims sam- bandsins, sem starfar hjá Hitzau, frá 31. maí, segir Berlingur. Ástæðan er sú að formaður stjórnar stofunnar, sem dönsku blöðin eiga, hefur neitað að semja við satnbandið. Telur sambandið neitun- ina stríða gegn samnings rétti sínum. Danska blaðamannasambandið var stofnað sl. sunnudag, er briú blaðamannafélög voru sameinuð. Alþýðublaðið — 29. apríl 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.