Alþýðublaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 7
„BANDARISKIR neytendur myndu vera engu verr settir næringar- og líkamlega, þótt mestur hluti þeirra 400 milljón dollara, sem þeir eyða árlega til kaupa á vítamíntöflum og málmsamböndum yrði óhreyfð ur í bönkunum, (Samsvaran'di upphæð hér á landi væri ca. 13 milljarðar króna ) Helzta gagnið, sem þessar vörur gera, er andlegs eðlis Óneitanlega eru þær nytsamar sem mein- lausar inntökur, sem menn hafa trú á. Oft er mælt með þeim af læknum, og undantekn ingarlaust ákveða menn a£ sjálfsdáðun að taka vítamín- töflur í þeim misskilningi, að aukavítamín muni bæta úr meltingartruflunum eða draga úr þreytu, efla líkamlegan og kynferðislegan þrótt, hamla gegn hrörnun og elli eða inna af hendi önnur afrek“. Þessi málsgrein er upphaf nýtútkomin bæklings Neyt- endasamtakanna. Ennfremur segir: „Þótt hinar algengu vítamín ráðleggingar lækna hljóti að eiga veigamikinn þátt í því að vekja traust manna á þessum lyfjum, þá eru vítamín sam- kvæmt lyfseðlum ekki völd að megihhluta ónauðsynlegra út- gjalda neytenda vegna þess- arra vara. Og auk þess er viss hluti vitamínslyfja samkvæmt lyfseðlum að sjálfsögðu rétti lega ætlaður til lækninga á sjúkdómum, sem stafa af víta mínskorti. Kaup fólks á víta- míni án íyfseðils eða læknis- ráða og auglýsingar um vita- míninnihald ýmiása vara sýna, hve almenn oftrú fólks er á mætti vítamína til heilsubóta. ALGENGUR MISSKILNINGUR Við skulum nú lita á nokkr- ar röksemdarfærslur, sem oft verður vart um vítamin meðal almennings, en eiga sér ekki stoð í veruleikanum eða byggj- ast á hreinum misskilningi, Það er algengt, að fólk kvartar und an þreytu, hálfgerðu rnáttleysi, sleni, leti, höfuðverk, þyngsl- um og öllu hugsanlegu og álít- ur sjálft og er sannfært af öðr um, að þetta stafi sennilega af vítamínskorti. Enginn maður getur lifað nema mjög lítinn hluta af ævi sinni án þess að reyna eitthvað af þessum sjúkdómseinkenn- um. Auk þess er enginn grund- völlur fyrir þeirri ályktun, að slík einkenni stafi af vltamín- skorti, né heldur að vítamín- pillur séu líklegar til að veita bót við þeim“. Siðan segir: „Það er full ástæða til að ætla, að líkaminn njóti einskis góðs af þeim aukavítamínum, sem kunna að verða etin. Þau sem eru uppleysanleg í vatni (B-flokkurinn og C) fara beina leið út úr líkamanum. Þau sðtm leysast upp i fitu (A, D, E og K), safnast fyrir í lifrinni án þess að þjóna neinum gagnleg- um tilgangi. Og þar að auki getur svo óhóflegt magn af sum um vitamínum raunverulega verið skaðlegt“. EN SUMA VANTAR VISSULEGA VÍTAMÍN „Þótt sá fjöldi sé hverfandi miðað við hinn mikla sæg fólks, sem tekur vitamín að þarflausu, þá eru vítamín nauð synleg lyf fyrir suma. Annað hvort getur verið nauðsyn á einstökum vítamínum ,eða mörgum í senn, ef mataræðinu hefur verið alvarlega ábóta- vant um langt skeið, hvað snert ir fæðutegundir til verndar lík amanum .... Það kann að vera um fleiri tilfelli að ræða, þar sem víta- míntaka getur verið nauðsyn- leg heilbrigðu fólki eins og t. d. þegar ekki er fýrir hendi grænmeti eða ávextir né lifur, smjör eða smjörlíki. En mest af þeim „sérstöku tilfellum“, sem vítamín eru sögð eiga við, eru ekki sönn dæmi um þörf. Og ástæða er til að benda á, að roskið fólk hefur ekki sérstaka þörf á aukavítamíni eða stein- efnum. Fyrir það eins og ungt fólk kemur ekkert i staðinn fyrir heilbrigt mataræði. Þetta meðal læknar að visu ekki útbrotaveiki manns yðar, en það ætti að veita honom aukinn þrótt, svo að liann geti klórað sér. Þeir sem hingað eru komn- ir í lestri greinarinnar, hafa lesið nokkurn hluta af Leið- beiningum Neytendasamtak- anna nr. 19 — en það númer er nýkomið út. Hér eru vita- mínin, eins og sjá má, tekin til meðferðar, — og þarna hafið þið það! Öllum þeim aurum, sem farið hafa í vítg- míntöflukaup, síðan vítamín- öldin hófst, hefur verið á glæ kastað, — ef viðkomandi hef- ur ekki verið svo „heppinn“ að vei'a einn þeirra örfáu, sem nokkra þörf hefur fyrir víta- mín Allir þeir, sem í framtíðinni lýsa því yfir, að þeir séu slapp ir og sljóir og þarfnist þar af leiðandi vítamína, gera sig hlægilega í augum alheims ins! Góðviljaðir menn, sem hressa vilja upp á líkamlega og andlega heilsu náungans með vítamíntöflum eða nokkr um vitamin-„belgjum“ verða úthrópaðir og kallaðir froðu- snakkar og sakaðir um að vilja draga fólk á asnaeyrun- um eða hafa út úr því fé með óheiðarlegu móti! Almenningur, sem hingað til hefur séð sig tilneyddan til að kaupa vítamín vetrarlangt til þess að halda virðingu sinni, kemst aftur á móti hjá öllum þeim áhyggjum og öllu því amstri, sem kaupunum iylgir, — allir verða glaðari og hressari, þegar þeir vita, að þeir þurfa ekki aukavitamin til að halda heilsu! Þessar upplýsingar hljóta a. m. k. að vekja fólk til um- hugsunar um það, hvort ekki sé gert of mikið af því að hlaupa eftir nýjum og nýjum kenningum um nauðsyn ým- issa hluta, sem ekki eru bein-. línis í náttúrunni sjálfri nó þarfirnar krefjast. — Ekki taka dýrin vítamín, — og er mannskepnan nokkuð annað en dýrategund, — þótt deila megi endalaust um, hvort hún sé jurtaæta eða rándýr!? Á hinn bóginn er það satt, að á umliðnum öldum fónust margir úr næringarskorti, — og efalaust þá um leið vita- mínskorti. — T. d. hefðu börn» in hennar Höllu og Ólafs í Heiðarhvammi óefað haft gott af vítamínum, —- enda höfðui þau víst hvorki ávexti, lifitr smjör eða smjörlíki. En hvað börnum velsældar- ríkjanna viðkemur er grein neytendasamtakanna vissu- lega athyglisverð. Blaðið hefur tekið sér það bessaleyfi að birta glefsur úr bæklingnum hér á undarv, vegna þess að hér er um ný- stárlegt viðhorf til vítamína að ræða. LIST OG MENNT f ÝMSUM LÖNDUM ZOLTÁN Kodály hefur fall izt á að taka við forsæti í A1 þjóðaráði þjóðlegrar tónlistar. Ráðið var stofnað 1947 með það fyrir augum að stuðla að könnun, varðveizlu og flutn ingi þjóðlegrar tónlistar. Fyrsti forseti ráðsins var dr. Vaughan Williams, og var hann það í 11 ár, eða þar til hann dó 1958. Hollendingurinn Dr. Jaap Kunst tók þá við, en hann dó á síðasta ári Aðalstöðv ar ráðsins eru í Lor.don en að ilar að því eru ýmsar stofnan ir í um 50 löndum. oOo Wolfgang Wagner hefur boð ið kanadíska bþrítónsöngva/r anum Jamer Milligan að syngja Óðinn í Siegfried á Bayreuth hátíðinni í sumar. Milligan er nú aðalbarítón Staöttheateh í Basel í Sviss. oOo Brian Rix hefur slegið öll met í því að setja upp grínleik rit (farsa) í London. Á mánu daginn, 17. apríl, hafði hann sýnt farsa stöðugt á Whitehall leikhúsinu í 10 ár, 7 mánuði og 5 daga. Fyrra metið átti Ald wyeh leikhúsið, sem sýndi farsa stöðugt frá 30. október 1922 til 3. júni 1933. Á þessum rúmu tíu árum hefu.r Rix sýnt þrjú leikrit. „Tregar hetjur (Reluctant Heroes) eftir Colin Morris byrjaði .12 september 1950 og gekk l610 sinnum. Þá kom „Þurrafúi“ (Dry Rot) eft ir John Chapman, sem byrjaði 31. ágúst 1954 og gekk 1475 sinnum. -Nú er sýnt „Einfaldir njósnarar“. (Simple Spymen), einnig eftir Shapman, sem byrj að var að sýna 19 marz 1958. oOo Hið fræga leikrit Macbeth eftir Sheakespeare var flutt í allnýstárlegum búningi nú fyr ir skömmu, en svið þess var flutt frá Skotlandi 11. aldar til konungsríkis Zulunegra í Nat al. Leikritið var flutt 5. apríl sl. i Durban í Suður Afríku af svertingjum búnum búningum kynþáttar síns. Brezki leikstjór inn Adrian Stanley hefur stað fært leikritið og fjallar það um baráttu um konungdóm í kyn flokki Zulunegra. Textanum var aðeins breytt í samræmi við talshátt manna á staðnum. Hápunktur sýningarinnar, var bardagi milli hers Macbets og hers hins íöglega erfingja krún unnar, þar sem 150 aukaleikar ar komu fram Leikurinn var fluttur undir berum himni á íiþróttavelli borgarinnar, og var mjög vel tekið af afrískum og evrópskum áhorfendum. oOo Bachfélagið í London (The London Bach Society) hefur tilkynnt, að það muni geta hal<J ið áfram störfum vegna fjár glæfra frá fyrirtækinu Watney Mann h.f Tilgangur félagsins er að flytja hljómlist Bachs og einkum og sér í lagi Mattheus arpassíuna i St. Bartholoroe'vV the Great j Smithfield á sjö vikna föstu á hverju ári. Er sí(J. asta konsert félagsins lauk 4. marz s. 1„ var tilkynnt, að fó lagið hefði tapað svo miklu fé, að óttazt var, að Matfcheusar passían hefði þá verið flutt í síðasta sinn. oOo Þeir, sem verða á ferð í Loncl on í sumar, geta farið á úti hljómleika í Crystal Palace, þar sem eitt sinn var miðstöð' Hándelhátíða Þarna er hiji ágætasta útileikhús. — 6000 manns eiga að geta setið í hall andi görðum meðal trjánna. svið verður byggt, þar sem. gamla Crystal Palace stóð, erv hún brann sem kunnugt er 1936. Sinfóníuhljómsveit Lund úna vígir staðinn með Beethov en og Tshaikovsky tónieikum 18, júní, en Filharmoníuhljóm sveitin leikur þar 25 júni og 2. og 8. júlí. oOo Á Broadway eru árlega veitt verðlaun fyrir beztu leikrit, — auk þess sem leikurum og leik konum eru veitt verðlaun og nefnast þau „Tony“ verðla.un Framh. á 14. síðu AlþýðublaSið — 29. april 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.