Alþýðublaðið - 18.05.1963, Síða 16

Alþýðublaðið - 18.05.1963, Síða 16
FKA VIÐTALINU VIÐ LUNS I GÆR íslandsstjórn bíður og athugar málin JOSEPH LUNS, utanríkisráðherra Hollands, ræddi stundarkorn við blaðamcnn í gær og lét ánægju eína í ljós yfir að hafa verið boð- ínn hingað, en íslands væri eina ft'ATO-landið, sem liann hefði ekki Fueimsótt fyrr. Innan kómískra eviga bætti hann því við, að sér Væri það mikii ánægja að koma jbingað svo skömmu eftir kosning- nr í Ilollandi, þegar stjórnarmynd- un stæði fyrir dyrrnn, því að því fjær, sem maður væri einhverjum eíað, því vinsælli væri maður á lieim stað. Hann lýsti ánægju sinni með viðtöl sín við ráðherra, en í gænnorgun ræddi hann við Ólaf 'Zfhors, forsætisráðherra, Guðmund ít Guðmundsson, utanríkisráð- Ikerra, og Gylfa I>. Gíslason, við- fekiptamálaráðherra. Umræður snerust að langmestu leyti um Efnahagsbandalag Evrópu og NATO, svo sem við er að bú- ast, þegar rætt er við mann, sem jafnvel er kunnugur þeim málum og dr. Luns. Hann var m. a. spurður um að- stöðu fiskveiðiþjóða innan Efna- liagsbandalagsins (EBE) og lagði þá áherzlu á, að íslenzka ríkis- stjómin hefði enga ákvörðun tekið EBE-málinu, engin umsókn, af einu eða neinu tagi, hefði komið frá henni. Hún biði og athugaði málin. — Viðskiptamálaráðherra hefði fylgzt með málinu, en þar með búið. Hann kvað það sína persónulegu skoðun, að ekki væri viturlegt að sækja um aðild nú, þó að hugsanlegt væri að hægt væri að semja um aukaaðild. Það hefði breytt mjög miklu, er samn ingaumleitanir Breta fóru út um þúfur, Norðmenn, Danir og írland hefðu hætt við umsóknir sínar, þó að hlutlausu ríkin, Austurríki, Sviss og Svíþjóð, hefðu enn áhuga, og þá aðallega Austurríki. Hann lagði mikla áherzlu á, að ekkert ríki utan EBE hefði beðið hnekki vegna bandalagsins. Þvert á móti mætti fullyrða, að við til- komu EBE hefðu viðskipti almennt stóraukizt. EBE hefði aukið við- skipti, en ekki dregið úr þeim, og það ætti ekki aðeins við um aðild- arríkin sjálf, sem að sjálfsögðu hefðu dafnað mjög vel, heldur líka um önnur ríki, er viðskipti ættu við Efnahagsbandalagslöndin. Spurningu um, hvort hættulegt Frainhald á 3. síðu. EDfiStlS) 44. árg. — Laugardagur 18. maí 1963 — 111, tbl. Viðbúnaður vegna kosninga í Kenya Nairobi, 17. maí (NTB—Reuter) HER og lögregla voru viðbúin því í dag að þurfa að bæla niður ó- eirðir, sem kynnu að brjótast út við Iok kosningabaráttunnar í Kenya, en fyrstu kosningamar í Kenya fara fram á laugardaginn. Kosið verður í níu dagra og 3.5 milljónir hafa kosningarétt. Viðbúnaðurinn stafar af f jölda j ofbeldisverka og árekstra milli afrískra flokka og stjórnmála- manna síðustu viku kosningabar- áttunnar. Kosið er á rúmlega 700 kjör- stöðum, en sumir þeirra eru hreyf- anlegir. 90% kjósenda eru Afríku- menn. Kjósa á 167 fulltrúa á sex fylkisþing, sem sett hafa verið á fót samkvæmt nýrri stjórnarskrá Kenya. Fylkin sjö fá víðtæka sjálfstjórn. í sjöunda fylkinu, sem brezka stjórnin stofnaði í marz sl. og nær yfir hluta af norðurlandamæra- héraðinu í Kenya, verður ekki kos- ið að þessu sinni. Sómalir þeir, sem þar búa, liafa neitað að kjósa, þar eð Bretar neituðu að viður- kenna kröfuna um sameiningu svæðisins við Sómalilýðveldið. Næst verður kosið um 41 full- trúa í öidungadeildina. Vegna neitunar Sómala um að kjósa verða þó aðeins 38 fulltrúar kosn- ir. 25 og 26. maí verða síðan kosn- ir 129 þingmenn til fulltrúadeild- arinnar. Sá flokkur, sem ber sigur úr býtum í þessum mikilvægu kosn- ingum, mun leiða Kenya á braut til algers sjálfstæðis seinna á þessu ári. Baráttan stendur á milli Kenya African National Union, KANU, sem Jomo Kenyatta stjórn Framh. á 2. síðu Hans G. Andersen tekur við starfi Haraldar í Ósló HINN 15. júlí næstkomandi lætur Haraldur Guðmundsson, ambassa- dor, af störfum í Osló fyrir aldurs sakir, en Hans G. Andersen nú- verandi ambassador í Stokkhólmi tekur þá við ambassadorsstarfinu í Osló. Páll Ásgeir Tryggvason, sendiráðunautur í Kaupmanna- höfn, mun veita scndiráðinu í Stokkhólmi forstöðu, sem sendi- fulltrúi (Chargé d’Affaires a. i.) þangað til nýr ambassador verður skipaöur þar. SÍÐDEGISSKEMMTUN A-USTANS A-LISTINN heldur almenna síðdegisskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu næst- komandi sunnudag, 19. maí, kl. 2 eftir hádegi. SÖNGKVAR Þuiíður Guðmundur Ófeigur Eggert Sigurður D A G S K R Á : 1. Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona, syngur einsöng. Jórunn Viðar, píanóleikari, Ieikur undir. 2. Ávörp: Guðmundur Magnússon, skólastjóri, Ófeigur J. Ófeigsson læknir og Eggert G. Þor- steinsson alþingismaður. 3. Söngkvartett syngur: Árni Tryggvason, Bes si Bjamason, Brynjólfur Jóhannesson og Lárus Ingólfsson. 4. Kynnir: Sigurður Guðmundsson. Einar Jónsson leikur á píanó milli atriða. — Síðdegiskaffi verður framreitt meðan á dag- skrá stendur. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu flokksins í Alþýðuhúsinu og hjá trúnaðar- mönnum um allan bæ. — Allir stuðnings inenn A-LlSTANS eru^velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.