Alþýðublaðið - 26.05.1963, Síða 7
SÆNSKUM STliD-
ENTUM FJÖLGAR
RÚMLEGA 40.000 stúdentar stunda
nú nám við sænska háskóla og
æðri skóla, en árið 1970 mun þessi
tala vera kominn upp í 80.000 sagði
menntamálaráöherrann, Ragnar
Edemann, í ræðu, sem hann flutti
S Uppsölum 1. maí síðastliðinn.
Menntamálaráðherrann skýrði
ennfremur frá því, að margar nýj-
ungar væru á döfinni í málum
hinna æðri skóla í Svíþjóð, vegna
þess að þjóðin þyrfti stöðugt á
auknum fjölda sérmenntaðra
manna að lialda. Áætlun um stór
felldar breytingar í skólamálum,
bvo sem fjölgun æðri skóla og
aukna deildaskiptingu í þeim, er
fullgerð allt til ársins 1970, Fimmti
háskóll Svíþjóðar, hinn nýi háskóli
f Umea, mun verða tilbúinn árið
1970, en þegar er séð fyrir, að hann
verður ekki nema bráðabirgðalausn
á skólaskorti Svía. Er þegar farið
að hugsa til þess að reisa sjötta
háskólann í Svíþjóð.
Edemann ménntamálaráðherra
sagði að síðustu, að seint yrði gott
og fullkomið skólakerfi ofmetið,
því að á því ylti heill og velferð
þjóðarinnar, og raunar allra þjóða,
f lengd og I bráð.
GLÆPIR
AUKAST
TIL að koma í, veg fyrir hina
auknu tölu hvers kyns afbrota í
Bandaríkjunum og til að upplýsa
þau, er aöeins eitt, sem lögregl-
una skortir tilfinnanlega, sagði J.
Edgar B. Hoover yfirmaður Banda
risku leyniþjónustunnar (F.B.I.)
fyrir skömmu í viðtali, en það er
aðsíoð almennings.
Kvað Hoover mjög skorta á það,
að íbúar Baridaríkjanna greiddu
eins götu leyniþjónustunnar og
þeir gætu. Hoover sagði, að þstta
yrði oft til þess að gera augljós
mál flókin og ylli afar miklum töf
um og erfiðleikum. Að sögn Hoov
ers hafa afbrot í Bandaríkjunum
aukizt síðastliðin fimm ár fimm
sinnum meira en íbúunum hefur
fjölgað á sama tímabili. Iloover
var mjög áhyggjufullur yfir þess
ari þróun og taldi, að þetta hlyti
að enda með skelfingu, ef ekki
yrði sterklega gripið í taumana
og það fyrr en seinna.
Tveir Iögreglumenn munu vera
á hverja þúsund íbúa Bandaríkj-
anna, sagði Hoover að lokum, og
þess vegna veröur fólk að gera
sér ljóst, að það verður að vinna
ötullega með lögreglunni og leyni
þjónustunni, ef takast á að stöðva
þá miklu aukningu afbrota, sem ár
lega á sér stað í Bandaríkjunum.
KIM Sft AN
I KAFFI-
TÍMANUM
HÉR á myndinni sjáum við
nýstárlega hljómleika. Þeir
fara fram í húsagarði einum
í Glasgow í Skotiandi og eru
haMnir af tveimur litlum
systkinum, 5 og 7 ára. Á-
heyrendurnir eru mæður og
böm úr nágrerminu og virð
ast skemmta sér konunglega
af myndinni að dæma. ,Þess
má geta, að á efnisskrá har-
monikuleikaranna ungu vovu
um þrjátíu lög.
WWWWHWWWWMMWW
Liz safnar
málverkum
ELÍZABET TAYLOR, kvik-
myndastjarnan fræga og fagra,
veit hvað hún á að gera við alla
þá peninga, sem kvikmyndirnar
gefa henni í aðra hönd. Hún er
dóttir eins mesta listaverkasala í
Kaliforníu, Francis Taylor, og hag
ar sér samkvæmt því. Þegar í
æsku kenndi Francis dóttur sinni
það, að aldrei væri peningum eins
vel varið og þegar keypt væru fyr
ir þá listaverk. Elízabet breytir
dyggilega eftir kenningum föður
síns og hcfur eignast fjölmörg
listaverk um ævina. Um daginn
keypti hún til dæmis á uppboði
í Lundúnum málverk eftir Van
Gogh á sem svaraði nokkrum millj.
ísl. kr. og áður hefur hún meðal
annars aflað sér dýrra verka eftir
Renoir, Cassatt, Modigiiani, Rou
ault, og Frans Hals. Liz Taylor er
jafnvel svo séð í peningamálum,
að hún leigir myndir sínar út til
listasafnsins í Los Angeles og
græðir þannig stórlega á meistur
um málaralistarinnar.
SMÆLKI
ASdáandi: Mikið lifandis ósköp
ertu með fallega hálsfesfs.
Leikkonan: Já, finnst þér húir
ekki falleg. Hún er gerð úr ölf-
um giftingahringjunum mínum.
★
— Dóra mínt Viltu giftast mér?
— Nei, Pétur minn, — en ég
ver'ð að segja, að þú heíur gdðart
smekk.
*
Kennarinm Hvað er mannæta.
Jón?
Jón (hugsar sig um): hað veít ég
ekki.
Kennarinn: Hvað værir þú, ef þu
ættir foreldra þína?
Jón (snöggur upp á lagið): Muii-
aðarleysingi.
★
Viðskiptavinur (kemur inn á skril
stofuna): Hvaða aðili er ábvreur
hér? 6 '
Sendisveinninn (auðmjúklega).- Ef
þer eruð að spyrja um þann, sem
skuldinm er jafnan skellt á, þá er
það ég, herra minn.
★
—~ Endaði leikritið vel?
— Já, það held ég. Að mlnristá
kosti virtust allir fegnir, þegar það
var búið.
★
Kvikmyndadísin (nýgift); Er þettá
húsið þitt?
Eiginmaðurinn: Já, góða mín.
Kvikmyndadýsin: IVlér kemur þaíf
eitthvað svo kunnuglega fyrir sjón-
ir. Ertu viss um, að við höfum ekki
verið gift einhvern tíma áður.
Sunnudagur 26. maí.
8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir.
9.10 Morguntónleikar: — 10.10 Veðurfregnir).
11.00 Messa í Neskirkju (Prestiu:: Séra Jó nTorarensen. Organ-
leikari: Jón ísleifsson).
12.45 Hádegisútvarp.
13.45 Miðdegistónleikar: Óperan „Siegfried“ eftir Wagner; loka-
þáttur.
15.30 Kaffitíminn: a) Josef Felzmann og fóiagar hans leika.
b) Carl Loubé og hljómsveit hans leika Vínarlög.
16.30 Vfr. — Guðjónusta í Aðventkirkjunni (Júlíus Guðmundsson
prédikar; kár Aðventkirkjunnar og tvöfaldur karlakvartett
sygja. Organgleikari: Sólveig Jónsson).
17.30 Bamatími (Skeggi Ásbjamarson).
18.30 „Efst á Amarvatnshæðum": Gömlu lögin sungin og leikin.
18.55 Tilkynningar. — 19.20 Vfv. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall.
20.00 Svipast um á suðurslóðum: Séra Sigurður Einarsson fiytus*
fimmta erindi sitt frá ísrael.
20.15 Kórsöngur: Söngfélag Hreppamanna syngur. Söngstjóri Sig-
urður Ágústsson í Birtingaholti. Einsðngvari: Guömundur
Guðjónsson. Píanóleikari: Skúli Halldórsson.
20.55 Sunnudagskvöld með Svavari Gests, spurninga- og skemmtl-
þáttur.
22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok.
Kvölddagskrá mánudagsins 27. maí.
20.00 Um daginn og veginn (Séra Gunnar Ámason-.
20.20 íslenzk tónlist: Tvö verk eftir Árna Bjömsson.
20.40 Leikhúspilstill: Sveinn Einarsson ’fil.kand. segír fréttir fr&
útlöndum. j
21.05 Frá Menton-tónlistarhátíðinni f Frakklandi.
21.30 Útvarpssagan: „Alberta og Jakob“ eftir Coru Sandel; V.
(Hannes Sigfússon).
22.00 Fréttir og veðurfregnir,
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson).
23.00 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson). — 23.35 Dagskrárlok.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. ma( 1963 £