Alþýðublaðið - 26.05.1963, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 26.05.1963, Qupperneq 15
,,Af hverju segið þér það, herra Halliday?" ,,Hún var drepin af manni, sem heitir Wilbur. Hann er eiturlyfja neytandi og hefur verið sleppt úr fangelsi gegn skilorði.“ Hann neri feitan nefbroddinn með handarbakinu. „Af hverju haldið þér, að hann hafi drepið hana?“ Ég dró djúpt andann. „Ég veit, að hann gerði það. Það var hennar vegna sem hann fékk tuttugu ára dóm. Þegar lion um var sleppt, fór hann að leita að henni. Hann œtlaði að drepa hana, en gat ekki fundið hana. . Ég sagði honum hvar hún væri. Hann fór til hússins, fann hana og drap hana. Ég var þegar bú- inn að hringja til Vasari og að- vara hann um, að lögreglan væri búin að sjá hann. Þegar Wilbur kom, var Vasari þegar farinn.“ Keary tók upp blýant og tók að slá honum í borðið. Harð- neskjulégt og feitt andlitið á hon iim var alveg svipbrigðalaust. „Mjög fróðlegt," sagði hann, „en ég fylgist ekki alveg með því. Hvernig þekktuð þér þennan Wilbur?“ „Það er löng saga,“ sagði ég. „Kannski væri bezt, að ég byrj- aði á byrjuninni." Hann starði á mig. „Jæja, allt í lagi. Ég hef nóg- an tíma. Hvernig er þá sagan?“ „Þetta er yfirlýsing, lögreglu- foringi, sem mun bendla mig við málið,“ sagði ég. „Það mundi spara tíma, ef þér fengjuð ein- livem til að skrifa hana niður.“ Hann strauk á sér kjálkann og ygldi sig. „Eruð þér vissir um, að þér viljið gefa yfirlýsingu, herra Halliday?" „Já.“ „Jæja, allt í lagi.“ ' Hann opnaði skúl’fu í skrifborð inu og tók upp lítið segulbands- tæki. Hann setti það á borðið, setti hljóðnemann í samband og snéri honum að mér. Hann setti tækið af stað og spólurnar tóku að snúast. „Byrjið þá, herra Halliday: lát » um oss heyra yfirlýsinguna." Ég talaði við litla hljóðnem- ann. Ég sagði alla söguna: hvern- ig ég hafði fyrst hitt Rimu Mar- shall og bjargað lífi hennar, þeg- ar Wilbur réðist á hana: hvernig hún hafði bent lögreglunni á hann, svo að hann fékk tuttugu ára dóm. Ég útskýrði sönghæfi- leika hennar, hvernig ég hafði Wuðsöii, siað, endilega viljað verða umboðsmað ur, hvernig ég hafði reynt að fá hana læknaða, hvemig við höfð- um brotizt inn í Pacific kvik- myndaverið til að stela fé til að greiða með lækningu hennar. Hann sat þama og andaði þungt og starði á rykuga~borð- plötuna, hlustaði nákvæmlega og auguil leituðu við og við til spöl- anna. Hann leit snöggvast upp og horfði á mig, þegar ég kom að því, er varðmaðurinn var skot- inn, síðan leit hann niður aflur og kjálkarnir tönnluðust á tugg- unni. Ég sagði hljóðnemanum frá því hvernig ég hafði farið heim aftur og tekið aftur til við námið og loks stofnað fyrirtæki með Jack Osborn. Ég sagði frá brúnni, myndinni í LIFE og livernig Eima hafði komið til Hollands City og byrjað fjárkúgun. Ég sagði frá slysi Saritu og hvemig mig vantaði peninga til að bjarga henni. „Svo að ég ákvað að drepa þennan kvenmann,“ sagði ég. „Þegar ég loksins fann hana, gat ég ekki íengið mig til þess. Ég brauzt inn í húsið og fann byss- una upp úr vasanum og lagði hana á borðið. „Þetta er hún.“ Keary hallaði sér fram til að skoða byssuna, siðan rumdi í honum, og hann hallaði sér aftur í stólnum. „Á meðan ég var að leita að byssunni fann ég kassa með bréf- um. Eitt af bréfunum var frá konu, sem heitir Clare Sims , ■. .“ „Já, ég veit það. Ég fann bréf ið líka og las það.“ Ég stirðnaði upp og starði á hann. „Úr því að þér funduð bréfið. hvers vegna tókuð þér þá Wilbur ekki?“ „Haldið áfram með yfirlýsing- una, herra Halliday. Þegar þér lás uð bréfið, hvað gerðuð þér þá?“ „Ég fór til San Fransisvi og fann Wilbur. Ég sendi honum bréf og lét liann hafa heimilis- fang Rimu og sendi honum líka þrjátíu dollara fyrir farinu hing- að niður eftir. Ég fylgdist með þessu. Hann fór frá San Franc- iseo daginn sem hún dó. Hann kom hingað niður eftir og drap hana.“ Keary teygði fram feitan fingur og stöðvaði tækið. Síðan opnaði hann skúffu og tók upp mjög þykka möppu. Hann opnaði hana og handfjatlaði innihaldið. Hann fann pappírsörk og umslag, sem liann ýtti til mín. „Þetta bréfið, sem þér skrif- uðuð?“ Hjarta mitt kipptist við, þegar ég þekkti prentstafina. Ég leit upp og starði á Keary. „Já, hvernig náðuð þér í það?“ „Það fannst á Andersonhótel- inu í San Francisco," sagði Keary. Wilbur fékk það aldrei." Ég fann blóðið skyndilega stíga mér til liöfuðs. „Fékk hann það aldrei? Auð- vitað fékk hann það! Og hann fór eftir því! Hvað eruð þér að segja?“ „Hann fékk það aldrei," sagði Keary. „Þetta bréf kom að morgni hins sautjánda. Wilbur var handtekinn, er hann var að koma heim á hótelið að kvöldi hins sextánda. Hann var hand- tekinn fyrir að bera á sér eitur- lyf, og hann var sendur til að afplána það, sem eftir var af dóm inum. Hann er núna í fangelsi." Hann tók upp blýantinn og byrj aði að slá lionum í borðið aftur. „Þegar ég fann bréfið frá Clare Sims, þar sem þessi Marshall kvensnift var vöruð við því, að Wilbur væri á hælunum á henni, hafði ég samband við hótelið í Friseo. Mér var sagt, að Wilbur hefði verið handtekinn. Næsta morgun fékk lögreglan í hendur bréf yðar. Mér var síðan sent það. Við gerðum ekkert í því, þar eð Wilbur gat ekki aðeins hafa drepið hana, heldur fékk bréfið aldrei.“ Ég sat þarna, starði á hann og gat ekki trúað honum. „El’ liann drap hana ekki, hver gerði það þá?“ sagði ég hásum rómi. Keary var leiður á svip. „Það virðist vera erfitt að sann færa yður. Ég sagði yður það strax hver drap hana — Jinx Mandon. Ég sagði yður að við vissum nóg um hann til að setja hann í gasklefann og þangað fer hann. Hann fór á bak við Rimu Marshall. Hánn hitti þessa söng- kpnu, Pauline Terry, sem var í Santa Barba, og hann varð ást- fanginn af henni. Rima komst að því og liótaði að segja lögregl- unni frá honum, ef hann hætti ekki við þessa stúlku. Hann var um það bil að fara, þegar þér hringduð. Það gaf honum afsök- unina fyrir því að fara, en hún var ekki alveg á því. Hún réðist að honum með hníf. Það urðu átök. Hann gekk berserksgang og drap hana. Það er hans saga. Við höfum hnífinn. Við höfum blóðug föt hans og við höfum játningu hans.“ Ég hélt áfram að stara á hann, of niðurbrotinn til að segja nokk uð. Ég hafði gefið mig honum á vald til einskis. Það varð löng þögn og Keary liélt áfram að slá blýantinum í borðið, síðan sagði hann: „Virð- ist svo sem þér hafið talað yður inn í dálítið erfiða aðstöðu, ekki satt?“ „Já. Ég var viss um, að Wilbuir hefði drepið hana og það værl ég, sem bæri ábyrgðina. Ég gat ekki látið Mandon þjást.“ Keary spólaði bandið til baka. „Jæja? Hvers vegna skylduð þér hafa áhyggjur af annarri eins rottu?" Hann tók spóluna af og lagði hana á borðið. „Það vill svo til, að þannig lít ég á rnálið," sagði ég lágt. „Jæja, það er hugsanlegt, að þér sleppið við ákæru um morð __ Hvað segirðu um þennan búning, pabbi, hann kostar 50 < NÝKOMIÐ í T A L S K A R kven næ/on regnkápur NÝIR LITIR Vegna tollalækkana er verðið aðeins kr. 621,00. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. maí 1963 |,S '

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.