Alþýðublaðið - 12.07.1963, Page 4

Alþýðublaðið - 12.07.1963, Page 4
iý».ÍM«»ÉÍ»M»U»L. V n BEN PARKIN, þingmaður Verkamannaflokksins brezka, hefur vakið atliygii manna á Peter Itachman, sem kaliaður var „Pólski Pétur”, okurstarf- semi hans og átramhaldandi starfsemi húsnseðisbraskara á borð við hann. í umræðum Neðri málstofu . brezka þingsins um húsnæðis- mál í fyrradag, hélt Ben Park- in því fram, að Pólski Pétur gæti verið enn á lífi. Til þessa hefur verið talið, að hann hafi látizt 29. nóvember í fyrra. — En Parkins telur hugsanlegt, að skipt hafi verið um lík. Þar til að talið var, að Pólski Pétur hafi látizt. var hann hinn auðugi verndari Mandy Rice- Davies, vinkonu Christine Kee- ler. Hann bar á góma í um- ræðum Neðri máistofunnar um Profumomálið og var nokkrum sinnum getið i' réttarhöldunum í máli Stephen Ward, læknis- ins, sem kom Profumo, fyrrum liermálaráðherra í kynni við ungfrú Keeler, Pólski Pétur lézt á sjúkra- húsi og staðfesti kona hans, að hinn látni væri maður henn ar. Mandy Rice Davies reyndi að fremja sjáifsmorð eftir lát hans og sagði, að hann hefði verið eini maðurinn sem hún elskaði. Orðrómur er á kreiki um, að bróðir Rachmans hafi látizt á sjúkrahúsinu og lík hans hafi sáðan veriS brennt.i Auðvelt liefði verið að koma þessu í kring, þar eð Rachman var rík- isfangslaus. Talið er, að Rach- mann hafi viljað liverfa áður cn Profumo-málið yrði opin- bert. Bláfátækur. Peter Rachman fæddist 1920 í Póilandi og var skírður Perec Rachman. Faðir hans -var tann læknir. Hann virðist hafa flutzt til Bretlands eftir heimsstyrj- öldina, bláfátækur. Peter Rachman var illræmd- astur þeirra samvizkulausu húsabraskara, sem ólu á kyn- þáttahatri til þess að raka sam- an peningum, þegar innflutn- ingur blökkumanna frá Vestur- Indíum til Vestur-London náði hámarki á árunum eftir 1955. Braskarar þessir fundu upp einfalda aðferð til þess að hagn ast á kynþáttaólgunni. Hún var sú, að fylla fátækraliverfin af blökkumönnum. Aðstæður all- ar voru slíkar, að ólga hlaut að rísa upp. Svertingjum voru leigð her- bergi I húsum, þar sem leigj- endur bjuggu, er nutu lög- verndar. Reynt var að flæma leigjendurna burtu og oft fluttu þeir af því að þeir þoldu ekki að vera í sambýli við svertingja. Þannig gátu húseignirnar, sem braskararnir keyptu, hækkað fimmfalt í verði. Fyrsta „afrek” Peter Rach- mans á þessu sviði var þegar hann keypti hús við Harrow Road, laust eftir 1950. Verðið var lágt, enda bjuggu lög- verndaðir leigjendur í öllum íbúðunum nema einni og borg- uðu leigu, sem var frá því fyrír stríð. Rachman leigði lausu íbúð- ina átta blökkumönnum frá Vestur-Indíum. Þeir voru allir Iærðir tónlistarmenn. Rach- man tjáði þeim, að hann væri frjálslyndur húsráðandi og hon um stæði á sama hve mörg „partí” þeir héldu. Áður en þrír mánuðir voru liðnir, höfða allir hinir leigjendur flutzt burtu. Þegar Rachman hafði losað sig við þá, fylltí hann húsið af svertingjum frá Vestur- Indíum. Hann neyddi þá til að borga okurleigu, enda áttu þeir óhægt um að finna húsnæði annars staðar. Þegar hann seldi húsið um 18 mánuðum síðar, liafði hann hagnazt fimm sinn- um meira á því en það kostaði hann í upphafi. Uppþot. Racliman færði seinna út kví arnar til Paddington, Bayswat- enn og V.-Kens’ngton og notaði alls staðar sömu aðferð. Kyn- þáttaólgan fór í vöxt og Ben Parkin þingmaður, sem hefur rannsakað feril Rachman, kennir honum jafnvel um kyn- þáttaóeirðir í Notting Hill árið 1958. Þegar viðskipti hans tóku að gerast allumfangsmikil keypti hann hlut í fasteigna- fyrirtæki. Þegar hér var komlð sögu, voru yfirvöldin, lögreglan og samtök leigjenda í Vestur- London farin að gefa starfsemi hans gætur. En Rachman hafði fundið upp aðferðir til þess að leyna eignarrétti sínum — og þessir aðilar gátu ekkert að hafzt þrátt fyrir fjölda kvart- ana. Svo virtist sem sinn hvor maðurinn hefði rétt til þess að innheimta leiguna og bera á- byrgð á viðgerðum. Svo virtist sem oft væri skipt um eigend- ur, en Rachman var hinn raun verulegi eigandi og greiddi hinum aðeins smáþókknun. Til- gangurinn var sá, að dylja eig- andaréttinn þannig, að stað- reyndirnar litu ekki dagsins ljós nema því aðeins að um- fangsmikil rannsókn væri gerð. Yfirvöldin gáfust hreinlega upp og jafnvel þegar þau funda löglegan eiganda eftzr mikla leit, komust þau ef til vill að því viku síðar, að skipt hafði verið um eiganda á nýjan leik. Starfsemi Rachmans var ekki talin ólögleg og mál var ekki höfðað gegn honum. Hann reyndi ekki að losna við lög- verndaða leigjendur með of- beldi eða hótunum eins og sum- ir fasteignasalar í fátækra- hverfum Lundúna. Eitt mál í sambandi við hús, sem Rachman átti, varð tilerni spurninga á þingi. Rachman reyndi að losna við leigjend- urna í húsi þessu, en tilraun hans mistókst að þessu sinni. Verkamenn komu til hússins og kváðust þurfa að gera við. Þak hússins var rifið af, en verka- mennirnir sáust ekki framar. Breiða varð segldúk yfir þar til eigandi hússins fannst. „V elgerðarmaður’ ’ Rachman gat haldið því fram að hann væri velgeröarmaður blökkumannanpa frá Vestur- Indíum. Hann var einn af þeim fáu húseigendum, sem vildi útvega þeim húsnæði. Hann sagði t. d. í blaðaviðtali 1958, að stjórnin gerði ekkert til þess að útvega fólki frá Vestur-Ind- íum húsnæði, þess vegna kæmi það til lians. Rachman sagði, að sumt af hvíta fólkinu hefði margt út á blökkumenn að setja. Því félli ekki að þeir léku jazz-plötur til kl. 1 á nóttu. Þegar það kemur til mín' og segist vera óánægt, hjálpa ég því að finna annað húsnæði. Ég veiti því f járhagslega aðstoð, sagði Rach man. Laust fyrir 1960 færði Rach- man enn út kvíarnar og fór að verzla með dýrari íbúðir, hót- el og skrifstofubyggingar í Kensington hverfinu. Nokkrar ástæður voru til þessarar breyttu aðferðar. í apríl 1959 sótti hann um brezkan ríkis- . borgararétt, en tilmælimum var hafnað. Rachman, sem var rík- isfangslaus, hafði alltaf viljað fá brezkt vegabréf og liugðist afla sér „virðuleika.” Einnig var ekki eins mikið upp úr okrinu í fátækrahverf- unum að hafa og aður. Árið 1959 voru stofnuð samtök Ieigj enda í hverfum þeim, þar sem okur Rachmans var mest, tll þess að berjast gegn húseig- endum. Erfiðara var orðið að innheimta í húsum sem voru komin í niðurníðslu. Leigjend- urnir voru farnir að halda fram lögleguin rétti sínum. Of mikill áhugi Of margir voru farnir að Iiafa áhuga á Rachman. Ben Parkiu hélt áfram rannsókn sinnl. — Hann reyndi jafnvel að' stofna byggingafélag, er leyfa mundi leigjendum að kaupa hús á samvinnugrundvelli og losa þá úr klóm húseigenda. Sir Keith Joseph, sem þá starfaði í hús- næðismálaráðuneytinu, lagði blessun sína yfir fyrirætlunina og lék forvitni á að vita hvern- ig hugmyndin mundi reynast, En 'hún gafsí ekki vel. Park- 4 12. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hús það í Bayswater-hverfi, þar sem Pólski-Pétur eitt sinn bjó og síðar keypti. Þetta hús var í niðurníðslu. in þingmaður sagði, að Rach- man eða eitthvert fyrirtækja hans virtust eiga hlut í nálega öllum eignum, sem til sölu voru á þessum slóðum. En Rachman var lítt hrifinn af auglýsing- unni, sem hann fékk. í september 1960 vav sjón- varpaö leikriti, sem ritari fé- lagsins hafði samið. I’ar var sýnt hvernig fastezgnaokrari ól á kynþáttahatri til þess að græða á svertingjum frá Vest- ur Indíum. Maðurinn var ó- nafngreindur, en þeir, sera til þekktu vissu að Rnchman átti sneiðina. Sex bílar. Rachman hafði talsvcrða persónutöfra þótt hann væri lítill fyrir mann að sjá, feit- laginn og sköllóttur. Hann gekk að eiga geðþekka konu, Audrey að nafni, í mavz 1960, skömmu áður en hann komst í slagtog við Mandy Rice-Davies. Hann lifði í rnilclu óhófi. — Fimm árum eftir að hann hóf kaupsýslustörf, flutti hann í stórt íbúðarhús, sem kostaði 70 þús. pund, í Winnington Ro ad, svokölluðu milljónarhverfi Húsið var ríkulega búið hús- gögnum í Lúðvíks 15. stíl. Ilann klæddist mjög dýrum fötum og átti sex bíla, m. a. hvítan Jagúar, sem Iiann gaf Mandy Rice-Davies. Þegar hann lézt, að því er talið er, af hjartabilun 29. nóv. sl. furðuðu vinir hans sig á því, hve lítið hann lét eftir sig. Vitað var, að hann liafði bankareikning í Sviss. Gat það verið skýringrin? Eða liafði hann eytt öllu í óhóflegt líferni og dýrar gjafir. Allan þann tím.l, sem hann var konungur fast- eignaokursins í Paddington, var vitað, að hann hafði tekjur, sem ættu að skipa honum í flokk milljónamæringa. (Lausl. þýtt úr Sunday Times).

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.