Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 5
Alþýð'iimaourinn á Akur- eyri birti fyrr á þessu ári nokkur v'ðtöl - ið ónefndan Framsóknarbór. > la, og bar þar margt á ,?< % Suiíi yið- talanna vorn es -prt: * ið í Alþýðublafiit - mr les endur þ\ h: t' að heyra, hvað bói segr ’tir kosning: av di. viðt^I bi: . 'st í V?ÍU; m- inum fy; : r.:s! "*Á {«, o.m. r-"- — Jæja sagbi óíí v, u ^rámsc nar bóndann þann \ vet. <*. cem ]>: jl v’ar sannfærður um, að f! ''rtúr ’ians mundi sprengja stn ■ivrarsarr. itarf Alþýðuflokksins o -iálfsti f iðis- flokksins með n\ ' : ium I'op: k,ing- um. Og þið komv ,u,. ’rr i út. Flokkar verða seint ■^gnir rru; 3 orö um, fremur er einstakiingar. Blessaður karlinn lett inn til mín í kaupstaðarferð í sl. viku, mitt í þurrkinum, sem þá var, og lá vel á honum, en svolítið undir- leitur yf'r því. sem okkur hafði áð ur farið á milli, og staðreyndunum sem nú lágu á borði. Eftir að hafa þaeað stund við orðum mínum og tafið tímann við að taka vandlega í nefið, hló hann við og sagði: — Ég vissi ekki um þessa gömlu og nýju töðu hans Aðalgeirs. — Hvað áttu við? — Ég er bara að taka mér í munn eitt af hinum víðfleygu til- svörum Jóhannesar blóðlausa, sem allir Þ ngeyingar hljóta að kannast við, fátæka, umkomulitla, en gáf- aða húsmannsins um skeið að Laugarhóli í skióli góðbóndans launkím.ia, Aðalgeirs á Stóru-Laug um í Reykjadal. Jóhannes gat ekki neitað sér um þann munað af og til að stjaka við hinum al- unnu búhyggindum Aðalgeirs, og cinu sinni bar hann þá sögu út, :ð Aðalgeir, sem var fyrningabóndi alla sína tíð, væri heytæpur þegar á þorra. Að sjálfsögðu fyrnti Aðal geir um vorið eins og ævinlega, Og þegar Jóhannes var spurður hverju fyrningar Aðalgeirs sættu, sem að sögn hans hefði verið hey tæpur þegar á þorra, svaraði Jó- hannes: ,,Ég vissi ekki um þessá gömlu og nýju töðu lians Aðal- geirs. — Já, en hvað kemur þessi saga kosningaúrslitunum við? — Jú, sjáðu til, ég vissi ekki um þessa gömlu og nýju töðu Al- þýðuflokksins, þegar ég talaði við þig í vetur. Það er eins og fyrning ar flokksins séu óbilandi. Okkur er talin trú um það fyrir hverjar kosningar að þið séu alveg að ryðj ast. Stundum eiga kommarnir að vera að gleypa ykkur, stundum í- haldið, einu sinni við, en alltaf lifið þið, bölvaðir. Þið hafið níu líf eins og kötturinn. Annað hvort er stórlega logið frá áföllum ykk- ar og flokkslegu sinnuleysi eða þið hafið meiri lífsgrózku en allir hinir flokkarnir til samans. Fram sóknarflokkurinn mundi aldi-ei hafa staðizt þau áföll, sem hann segir ykkur hafa orðið fyrir á lífs jeiðinni. — Ég þakka, eins og Kristján vinur minn frá Djúpalæk segir, þegar hann veit ekki hvað hann á annað að segja. — Annars gátum við unnið ykk ur talsverða skráveifu. Við felld- um þó a.m.k. Friðjón Skarphéð- inson fyrir ykkur. — Jæja gerðuð þið það? Og var það þá svo mikijsverður sigur fyr- ir ykkur að svipta kjördæmið ein um þingfulltrúa?. Hvar er nú byggðastefnan ykkar? — Tja, tja, engan æsing góði. Ég sé eftir Friðjóni. Þetta er öðl ingsmaður að allra dómi, og svo að ég sé hreinskilinn, þá harma ég það, að spilin skyldu þurfa að leggjast honum í óhag. — Þetta segið þið blessaðir, hver um annan þveran eftir á. En verk- in sýna merkin: Þið fellduð hann eins og þú viðurkenndir líka áðan, af því að þú og þið, sem þó talið svona, kusuð hann ekki. — Þú ætlast þó ekki til, að ég kjósi krata á þing? — Því ekki það, ef þú vilt, að hann sé á þingi? Rúmlega 200 kjósendur kusu Framsókn hér í kjördæmi til einskis gagns, þ.e. hún fékk sína þrj(á þingmenn kjörna, þótt hún hefði fengið rúm Iega 200 ptkvæðum færra en hún fékk. Þó að Alþýðuflokkurinn fengi aðeins 50 þeirra, liefðu þing menn héðan orðið 8 í stað 7. Var það ekki betri ,,byggðastefna“ en að kastá 200 atkvæðum á glæ? * — Þú segir fréttir. Var þetta í raun og veru svona? — Já, ,,byggðastefnan“ getur fengið óvænt síðulag frá flokks- metnaðinum. Auðvitað hefði hann blóðséð eftir 50 atkvæðum. — Hvað er svo eiginlega fram- undan? Ætlið þið að þjóna Sjálf- stæðinu til borðs og sængur ann- að kjörtímabil til? — Þú átt við, hvort Framsókn fái virkilega ekkí að koma upp í? Nú, ég er enginn spámaður, en ætli Karl vinur þinn Kristjánsson fái ekki að sitja með svörtu gler augun sín á nefinu enn um sinn? Við ætlum að heyja í heyhlöðm- þjóðarinnar á góðu sumri, svo lengi sem okkur vinnst geta og' manndómur til og ekki láta ganga á gömlu né nýju töðuna nans AS- algeirs, svo að ég noti orð ykkar Jóhannesar fyrr en í fulla hnefana. Við erum semsé sannfærðir unx að við stefnum, fram, þu og Karit aftur. — Æ farðu nú gráskjóttur. Þút ert ólæknandi krati og ekki eyð andi orðum á þig. En segðu mér annars, selur ekki Kaupfélag verkamanna maurasyru tií vot-- heysgerðar og plastyfirbreiðslur? — Jú en þú Framsóknarbóndinn. ætlar þó ekki að taka íramhjá „kaupfélaginu okkar,“ eða hvað? — Nú, hvað á ég að gera? Þeír voru svo uppteknir að hugsa um okkur sem atkvæði í vor, að þeir gleymdu að hugsa um okkur sem bændur, ha, ha. Með það snaraðist Framsóknar- bóndinn út. Mér er ekki grun- laust um að Framsóknaríram- bjóðendum vcrði vissara að gLÞa. hjá manninum 3 orlofsnætur a.m, k. fyrir næstu kosningar. Þetta með maurasýruna voru afleit mis- íök. - B. Kenndi sænsku og viðaði a5 sér efni í riígerð um íslenzk bæjanöfn Sænski sendikennarinn, Jan Nilsson, er nú á förum eftir þriggja ára dvöl. Jafnframt kennslu hefur hann viðað að sér efni í ritgerð um íslenzk bæjarnöfn. Blaðið náði tali af Nilsson í gær og spurðist fyrir um þetta verkefni hans. — Ég kom hingað á sínum tíma þar eð ég hafði ákvcðiið að skrifa um íslenzk bæjarnöfn. Taldi ég auðvitað bezt að gera það á íslandi. Ég lagði stund á norræn mál og bókmenntasögu við Uppsalaháskóla, las m.a. íslenzku hjá dr. Bjarna Guð- nasyni. Ástæðan fyrir því að ég kaus að kanna íslenzk bæjamöfn var kannski íyrst og fremst sú, að mcðal fræði- manna hefur lítið verið um það efni ritað, en fróðlegt að at- huga efnið í samanburði við bæjarnöfn á Norðurlöndum. Af íslendingum eru það eiginlega ekki aðrir en Finnur Jónsson prófessor og Ólafur Lárusson prófessor, sem hafa ritað um bæjarnöfn. Hér er því ónumið land að mestu. Ég hef einkum kannað bæjar nöfnin morfologiskt, beyging- ar þeirra og því um líkt. Bæjar- nöfn hér hafa breytzt miklu minna en annars staðar á Norð- urlöndum þar sem þau eru víða orðin illskiljanleg. Sérfræðing- ar á Norðurlöndum hafa r,vo til ekkert skrifað um íslenzk bæjarnöfrt. Núna hef ég cinkum verið að athuga beygingar bæj arnafna í fleirtölu, t.d. Grenj- ar, Fjósar, Eiðar, Hrísar o.s.frv. í vor sendi ég spurningaskrá um allt land og bað um upplýs- ingar um hvernig orð þessi væru beygð. í meðvitund sumra eru þessi orð karlkennd, en í málvitund annarra eru þau kvenkennd. Sumir segja t.d. út í Fjósa, en aðrir út í Fjósar. Þá er sums staðar sagt að fara út í Vellir. Er sú málvenja al- geng í Eyjafirði og Fljótum og sums staðar í Norður-Þingeyar- sýslu. Jan Nilsson er Vermlending ur að uppruna, stendur á þrí- tugu og ætlar að leggja hina væntanlegu ritgerð um bæjar- nöfn fram við licansepróf. Fer hann héðan til Uppsala, þar sem hann mun vinna úr þeim gögnum, sem hann hefur aflað sér hér. Hann talar íslenzku með ágætum, enda hefur hann dvalið hér í þrjú ár samfleytt, að undanskildu fyrsta sumrinu, er hann skrapp til Svíþjóðar. Um tíma var liann norður í Svarfaðardal og kvaðst hann hafa lært mikið í þeirri dvöl. Um kennsluna hér kvað liann fátt að segja. Mjög fáir stúdentar læra hér sænsku óg' undanfctrin ár hefur aðeins einn tekið þrjú stig í sænsku á B.A. prófi. Aflur á móti er góð að sókn að námskeiðum þeim, sem haldin eru fyrir almenning, eoa 25-30 á hverju námskeiði. Varðandi menningarleg sam skipti Svía og íslendinga sagði Jan Nilsson að liann teldi nor- rænt hús í Reykjavík geta gegnt þýðingarmiklu lilutverki. Kvað hann það von sína og annarra sendikennara frá Norðurlönd unum að það yrði eins konar norræn stofnun með bókasafni og aðstöðu til fræðslustarfsemi Þar ættu að liggja frammi blöð og tímarit frá Norðurlöndunum og ættu allir að geta komið þar hvenær sem er og lesið þau. Varðandi þessi mál sagði Jan m.a.: — í fyrra reyndi ég að fá bókabúð hér til þess að flytja inn Dagens Nyheter, svo að all ir hefðu aðgang að sænsku dag- blaði, en það reyndist svo dýrt er hingað var komið, að enginn vildi kaupa það. Aftur á móti virðast þær sænsku bækur, sem ínn eru fluttar seljast -vel. Ég held, að það sé mjög mikils virði fyrir samband íslendinga og Svía, að Norrænt hús rísi hér Ég er nú með heima hjá mér safn sænskra bóka, um 500 bindi og sömuleiðis koma að jafnaði til mín sænsk tímarit. En það eru fáir, sem vita um þetta og ekki auðvelt að halda uppi útláni í heimahúsum. Þetta breytist þegar cérstakt hús verður byggt, þar sem all jr geta gcngið að blöðunum og tímaritunum. Starfsskilyrði hér kvað Jan Nilsson sæmileg, en þó væri nokkur skortur bóka í vissura gVeinum. Hann, kvaðfet liafa mætt mikilli greiðvikni og hjálp semi íslenzkra visindamanna og nefndi einkum Halldór Halldórs son prófessor og starfsmenn íslenzku orðabókarinnar, þá Jakob Benediktsson og Jón Að alstein Jónsson. — En íslenzkir bændur komu mér mest á óvart. Þegar ég sendi spurningalistann í vor lil ýmissa staða landsins, bjóst ég að vísu við að fá svör, en margir létu ekki þar við sitja, að svara stuttlega því, sem um var spurt, heldur skrifuðu mér löng bréf með miklum Upp- Framhald á 12. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. júlí 1963 gj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.