Alþýðublaðið - 12.07.1963, Page 16

Alþýðublaðið - 12.07.1963, Page 16
SAMANBURDARRANNSOKNIR A FJALLAPLÖNTUM HEFJAST EVÞÓR EINARSSON, ffrasafræð- ingur, er nýkominn heim úr tveggja mánaöa ferð um Noreg og Svíþjóð, þar sem hann m. a. varði tíma sínum til aö skoða grös og gróður í birkiskógabelti og í hin- um skóglausu háhlíðum fjalla. — För þessa fór hann m. a. til þess að fá samanburö á fjallaplöntum í þessum löndum og á íslandi, en eins og kunnugt er fékk Eyþór NATO-styrk í vetur til rannsókna á íslenzkum fjallaplöntum. Við Iiöfðum tal af Eyþóri í gær og spurðum hánn frétta úr för sinni. Hann byrjaði á því, að segja okkur frá því, að ca. 96% af ís- lenzkum háplöntum yxu einnig i Noregi, og því hefði sér þótt for- vitfiilegt að sjá, hvernig þær yxu þar. Þó að lesa mætti uin slíkt í bókum, þá væri sjón sögu ríkari, og því æskilegt að skoða slíkt með ■eigin augum. Þar að auki samsvari gróður á Íslandi gróðrinum í birki skógabelti og fjöllum Noregs og Svíþjóðar. Ýmsar þeirra íslenzku plöntu- tegunda, sem vaxa í Noregi, til dæmis, vaxa ekki nema við sér- atæð skilyrði, en eru algengar um mestallt ísland, og aðrar tegundir, sem eru mjög algengar í Noregi, hafa mjög takmarkaða útbreiðslu á íslandi. Sem dæmi mætti nefna holtasóley, sem eins og allir vita er mjög algeng á íslandi, en í Nor- egi og Svíþjóð vex hún aðeins á svæðum, þar sem jarðvegur er ____________ _,jEas Som/ð hjá bókbindurum Á FÉLAGSFXJNDI hjá bókbindur- I gær voru samþykktir nýir jsamningar. Hækkar kaup þeirra «m V/s% og útreikningar í sam- bandi við aukavinnu breytast. I stað 48 stunda verður miðað við 44, en lauslega útreiknað þýðir það 9% liækkun á aukavinnuna. Samningar þessir gilda til 15. októ ber og falla þá úr gildi, og þarf ekkí uppsögn tU. Húsgagnasmiðir voru á fundi fi gærkvöldi, en engar fréttir höfðu Iborist af þeim fundi þegar blaðið íór í pressuna. Þá var engar Æréttir að fá af skipasmiðum. mjög kalkríkur og talin ein af einkennisplöntum slíks jarðvegs. Önnur einkennisplanta þessara kalksvæða, móastör, er aftur á móti frekar sjaldgæf á íslandi. EYÞÓR EINARSSON Blaðamaður spurði um skóg. Eyþór kvað birkiskóg á íslandi ná að meðaltali upp í 300—350 m. hæð yfir sjávarmál, en í sunnan- verðum Noregi nær birkiskógur upp í um það bil 900 metra hæð vestan til, en í fjalladölum, þar sem loftsl. er líkara meginl.lofs- lagi nær hann sums staðar allt upp í 1200 metra hæð. Á Torne- trásk-svæðinu í norðanverðri Sví- þjóð, sem liggur um 200 km. fyrir norðan heimskautsbaug, nær birki- skógurinn upp í um það bil 600 metra hæð. Þessir skandínavísku birkiskógar líkjast að mörgu leyti hinum íslenzku. Þar sem vaxtar skilyrði eru sérlega gó?, verður grózka og fjölbreytni undirgróð- ursins þó enn meiri í Skandínavíu, en þar sem jarðvegur er súr verða skandínavísku birkiskógarnir miklu fáskrúðugri en þeir ís- lenzku eru að jafnaði. Við spurðum Eyþór um mun á FENGU AÐEINS 9 ÞÚSUND MÁL SÍLDVEIÐIN var lítil síðastliðinn sóiarhring og var aöeins vitað uin nfla 19 skipa ineð sanitals 9.350 snál og tunnur. Síldin veiddist öll tit a£ Sléttu. 'Veöur var þar gott fram eftir nóttu, en í morgun var komin bræla. Lciðindaveður var á mið- tmum eystra. og engar fréttir. — Þessi skip höfðu tilkynnt afla 500 ínál og tunnur eða meira: Raufarhöfn: Mánatindur 1000, Jón Garðar jL.400 og Gullver 700 Siglufjörður: Valafell 800, Tjaldur 600, Harald- ur 500, Runólfur 600 og Höfrung- ur 600. Raufarhöfn 11. júlí. Mjög lítið liefur borizt hingað af sild í dag og örlítið saltað, enda komin bræla. Skipin eru áð koma hingað og munu liggja í höfn, þangað til veður batnar á miðun- um. Hér er búið að salta alls í 36 þúsund tunnur og bræða rúm- lega 90 þúsund mál. Guðni. 44. árg. — Föstudagur 12. júlí 1863 — 149. tbl. Fimm svifflugmenn. keppa: Hellumótið á sunnudag tegundafjölda á íslandi og Skandí- navíu. Hann kvað tegundafjölda í Skandínavíu miklu meiri en hér- j lendis, og ætti það ekki síður við um birkiskógana og fjöllin en um láglendið. Kvað hann flestum bera . saman um, að þessi munur á teg- undafjölda stafaði að verulegu leyti af því, að eftir ísöld hefðu ýmsar plöntutegundir, sem senni- lega gætu vaxið hér, ekki náð að í berast hingað, vegna einangraðrar legu landsins. Loks spurðum við Eyþór um væntanlegar rannsóknir hans á ís- lenzkum háplöntum. Hann kvaðst mundu fara norð- ur í Kverkfjöll eftir um það bil viku og í ágústmánuði austur í Skaftafellssýslu. Ætlunin væri í þessum ferðum að safna fjalla- plöntum og athuga við hvers kon- ar skilyrði þær yxu á hverjum stað. Væru þessar ferðir hluti af þess konar rannsóknum á lífi fjalla plantna víðs vegar á landinu og væri síðan ætlunin að gera al- j mennan samanburð á vaxtarskil- yrðum þeirra. STOKKHÓLMI 11. júlí (NTB). Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa beðið alvarlegan hnekki í baráttunni gegn bólusótt- inni, sem barst til Svíþjóðar með manni, er kom frá Indó nesíu 24. apríl. í dag var 24. tilfellið stað fest jafnframt því sem tvö grunsamleg tHfelIi skutu upp kollinum. Annað var í Stokkliólmi en hitt í , Arboga. Ef hið síðarnefnda er bólusóttartilfelli þýðir það, að bólusóttin hefur breiðzt útfyrir Stokkhólm. KEPPNI í svifflugi, Hellumótiff svonefnda, hefst næst komandi sunnudag að Hellu á Rangárvöll- um. Keppendur verða fimm, fjór- ir frá Reykjavík og einn frá Ak- ureyri. Stendur keppnin yfir I viku, og fær stigahæsti maðurinn verðlaunabikar, sem nú verður veittur í fyrsta sinn, en hann var gefinn til minningar um jóhann- es llagan, flugmann. Hellumótið er raunverulega eina mótið sinnar tegundar, sem lialdið er hér á Iandi og því stærsti viðburðurinn í heimi þessarar á- gætu íþróttar. Hellumótið var fyrst haldið 1959 og nú í annað sinn. Keppendurnir frá Reykjavík eru Þórhallur Filippusson, Sverrir Þóroddsson, Leifur Magnússon og Þorgeir Pálsson. Frá Akureyri kemur Arngrímur Jóhannesson. Allir eru þeir slyngir svifflug- menn, þannig að búast má við harðri keppni. Verður þetta stigakeppni, og. talið eftir stigakerfi. Flugmenn- imir fljúga ákveðnar vegalengdir, glíma við að iialda hæð, sjá og finna merki og kennileiti sem þeir síðan lýsa. Þess má geta að Þórhallur Fil- Framíiald á 14. siðu. írak kærir Sovéfríkin NEW YORK 11. júli (NTB-AFP). Stjórnin í íralt sakaði So- vétr. í dag um íhlutun um innanríkismál íraks. Stjórn in krafðist þess, að Rússar hættu án tafar þessari íhlut- un. Mótmæli íraks komu fram í bréfi til formanns Öryggis- ráðs Sþ frá sendiherra íraks hjá Sþ, Bréfið er auk þess svar við yfirlýsingu Rússa um Kúbuvandamálið frá 9. júlí. IHlM Heimilissjódur taugaveiklaðra barna: VILL BYGGJA HVÍLDAR OG LÆKNINGASTÖI HEIMILISSJOÐUR taugaveikl- aðra barna hefur sótt um lóð til borgarinnar undir dvalarlieimili. Er hér um að ræða heimili fyrir á að gizka 10 börn til að byrja með, en ástandið í þessum máluin er nú þannig, að ekki er til eitt cinasta sjúkrarúm í öllu landinu fyrir börn, sem eru taugaveikluð eða andlega veil. Sjóður þessi var stofnaður fyrir um tveim árum af Barnaverndar- félagi Reykjavíkur með 100.000 króna framlagi. Síðan liefur safn- azt nokkurt fé í sjóðinn, svo að hann mun nú ■ eiga hátt á þriðja hundrað þúsunda. Hefur sjóðsstjórnin því ákveðið að reyna að hefjast handa um byggingu á næsta vori ,ef góð og lientug lóð fæst. Slíkt heimili þarf að vera á rólegum stað og hafa gott land- rými. Eins og fyrr getur er ekki hugs- að lengra í fyrstu en að koma upp hvíldar- og læknisstöð fyrir 10 börn, sem hafa við einhverja þá erfiðleika að stríða, er gera það æskilegt, að þau komist að heim- an. Er það skoðun sálfræðinga, að ýmsir hegðunarerfiðleikar, sem gera vart við sig í börnum í skóla- aldri, og jafnvel fyrr, eigi rót sína að rekja til erfiðlcika í þeim sjáif- um, er uppræta mætti með réttri meðferð. Sú hvíldar- og lækningastöð, sem Heimilissjóður taugaveiklaðra bama hefur í hyggju að reisa, er því fyrirbyggjandi, tilgangurinn er að reyna að lijálpa börnum, sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða, áður en þau komast ó þann aldur, er erfitt er að gera nokkuð fyrir þau. Vísir að þessu starfi er, eins og menn vita, í sálfræðideild Heilsu- verndarstöðvarinnar undir stjórn Sigurjóns Björnssonar, sálfræð- ings, en gallinn er sá að erfitt er að ná tökum á börnum, sem þang- að koma, vegna þess að ekki er unnt að hafa þau á stöðinni undir stöðugri handleiðslu sérfræðinga, að því er Sigurjón tjáði blaðinu í gær. tSLENDINGAR brugðust mjög vel við á síðastliðnum vetri, er Al- þýðublaðið hvatti menn til að gefa fé til styrktar fátækum og svelt- andi börnum í Algier. Nú viljum við benda gjafmildum löndum okk ar á málefni, sem mikil ástæða er til að styrkja hér heima fyrir. Barnaverndarfélag Reykjavíkur stofnaði á sínum tíma sjóð til þess að koma upp hvíldar- og lækninga heiraili fyrir taugaveikluð börn, sem eiga við ýmsa hegðunarerfið- leika að striða og hætt er við, að illa geti farið fyrir, ef þau ekki fá handleiðslu sérfræðinga sem yngst. Eins og segir í frétt hér á síð- Framh. á 2. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.