Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 10
 ■ á Frjátsíþróttamót HIÐ ÁRLEGA Frjálsíþróttamót ÍR fór fram á Laugardalsvell- inum í fyrrakvöíd. í gær var þó keppt í tveim greinum á Mela- vellinum, en alls var keppt í 17 ' greinum á mótinu fyrir karla, kon- ur og sveina. Árangur var frekar slakur, en nokkrir íþróttamenn vöktu þó at- hygli og hinn fjölmenni hópur stúlkna setti mestan svip á mótið. mótið. ★ SIGRÍÐUR SIG. stökk 4.98 m. Sigríður Sigurðardóttir, ÍR, sigr- aði í tveim greinum og var með í boðhlaupssveit ÍR, sem náði góð- nm tíma. Sigríður er í stöðugri framför og vantar nú aðeins 2 sm. á 5 metrana. í 80 m. grindahlaupi bætti hún einnig tíma slnn veru- lega. Ýmsar aðrar stúlkur vöktu atlxygli og sýna stöðugar framfar- ir.' ★ EINAR G. KOM Á ÓVART 1 keppni karla kom Einar Gísla- son, KR mest á óvart, en hann varð annar í 100 m. hlaupi, aðeins tæp- um meter á eftir Valbirni og á und an Skafta Þorgrímssyni, ÍR, og Úralfi Teitss., KR. Einar er mjög skemmtilegur spretthlaupari, sem á eftir að ná langt, hefur gott keppnisskap og hleypur vel. í stökkunum kom ekkert óvænt fyrir og árangur var lakari en oft áður. Jóni mistókst að stökkva 2 Kristján Mikaelsson sigrar í 800 m. hlaupinu. metra og Úlfar lenti öfugu megin við 7 metrana. Það sama má segja um kastgreinar, árangur var slak- ur. ★ HÖRÐ KEPPNI í 800 m. Keppnin í 800 m. hlaupi milli Kristjáns Mikaelssonar og Helga Hólm úr ÍR var skemmtileg, en vindurinn eyðilagði þó hlaupið og það sama verður sagt um 3000 m. Kristján sigraði Helga örugglega, en Helgi náði sínum bezta tíma. Halidór Jóhannesson, KR, sigr- aði með yfirburður í 3000 m. hlaupi og náði sínum bezta tíma. Gunnar Karlsson, Breiðabliki er nýr á hlaupabrautinni. í kúluvarpi sveina hafði Erlend- ur Valdimarsson yfirburði. HELZTU ÚRSLIT 80 m. grindahlaup kvenna: Sigríður Sigurðardóttir ÍR 14.3 Kristín Kjartansdóttir, ÍR 14.9 Linda Ríkharðsdóttir, ÍR 15.1 Jytta Moestrup ÍR 16.0 Langstökk kvenna: Sigríður Sigurðardóttir ÍR 4.98 m. María Hauksdóttir ÍR 4.53 m. Sólveig Hannam, ÍR 4.40 m. Linda Ríkharðsdóttlr ÍR 4.38 m. Kringlukast kvenna: EQín Torfadóttir ÍR 25.37 m. Framb. á 11. síðu. Sigríður Sigurðardóttir stekkur 4.98 m. í langstökki. Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Valbjörn sigraði Valbjörn sigrar í 100 m. hlaupinu, næstur er Einar Gíslason, þriðji Skafti Þor- grímsson, fjórði Úlfar Teits- son, þá Bandaríkjamaður, John Hill, sem keppti sem gestur og loks Ólafur Guð- mundsson. Það er mjög ó- venjulegt og ánægjulegt að sjá sex menn á hlaupabraut- inni á Laugardalsvelli. Richie Guerin - IV. grein ERFIÐUSTU MÓTHERJARNIR Kvenfólkið setti svip — Larry Costello — Syracuse Nationale — 1962 Leikir 63 Körfuskot 42,7% Vítaköst — 83.7 % Fráköst — 235 Aðstoð — 358 Stig — 867 Meðaltal 13.7 Ýmsir þeirra, sem gagnrýna körfuknattleik í dag, telja, að leik- menn hvorki hafi áhuga á, nó heldur kunni að leika vamarleik. Mér þætti gaman að sjá þá hina sömu, sigrast á Costello, þar sem i leikið væri maður gegn manni. Larry Costello er sterkur eins og uxi, fljótur og stórkostlegur keppnismaður, sem hugsar um lið, sem heild, framar öllu öðru. . Þegar Syracuse er í vörn. bá veld- ur Larry mér meiri erfiðleikum, heldur en nokkur annar leikmað- ur í úeildarkeppninni. Hann gætir mín mjög vandlega, og hefur hæfi- íeika til að vera eins og límdur við mig, þegar ég reyni gegnum- brot. Costello fylgir manni eftir hvert einasta augnablik og loðir við mann eins og frímerki. f .sökn er hann næstum óstöðv- and-iy Hann notar beggja handa stöðnýkot og er óhugnanlega hitt- inniyÞegar ég reyni að gæta hans nálafegt, þá rekur hann mig í sjáif- heldú eða þá að hann skýst fram- hjá ■ á sínum óvenjulega vel vbroskííðu fótleggjum, sem gera honuni kleyft að halda fullum hraða út allán leikinn. Reyni ég að stöðva gegnumbrot hans, pá tekst honum oftast að leika sig í aðstöðu, þar sem ég get ekki hindrað hið hættulega stöðuskot hans. Sem sagt pund fyrir pund og þumlung fyrir þúmlung, þá heldur Larry Costello sínu, gagn- vart hvaða leikmanni sem er, í deildarkeppni atvinnuliða. SKAFT!: 50,9 SEK. í GÆRKVÖLDI var keppt í tveim greinum ÍR-mótsins, sem frestað var í fvrrakvöld, sleggjuk. og 400 m. hlaupi. Keppt var á Melavellinum. Skafti Þorgrímsson, ÍR sigraði í 400 m. lilaupinu á nýju ísl. drengjam., 50.9 sek. Gamla metið, 51,4 sek., setti Skafti í landskeppninni gegn Dönum. Kristján Mikaelsson. ÍR hljóp á 51.8 sek. Þessi tími í 400 m. er athyglis- verður, þár sem ekki var liag- stætt að hlaupa — SV 4-5 vindstig -— Tími Skafta er bezti tími íslendings á þessu ári. Þórður B. Sigurðss. KR sigraði í sleggjukasti, 51.91 m., bezti árangur íslendings á árinu. •MMMWt *~«*WV»WWIWV*VV*1 12. júlí 1963 ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.