Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 2
ÍiWtlörtr; Gxjll J. Asiporssoi; (áfe? Os Benedlkt Grðndal.—AöstoðnrrltstjórJ Kfjfrgrln GuCmundsson - Fréttastjóil: Sigvaldl Hjálmársson. - Bimar: | lU WM) 14 iO/ — 14 003. Auglýsingasíml: 14 908 — Aðsetur: AlþýðuhúsiB. !- rren smlCJa AiþíBublaBsns, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00 t SMnun. 1 lataaaoiu kr. 4 00 eint. Utgef.andjL* AiþýBuflokkurlne Félagi Penkovsky ' VITNESKJA er ivald. Sá, sem veit um hugmynd- ir og fyrirætlanir keppinauta sinna eða fjand- manna, stendur mun betur að vígi en hinn, sem ékkert veit. Þetta er sú augljósa staðreynd, sem Veldur því, að einstaklingar, samtök og ríki hafa frá alda öðli stundað njósnir og munu sennilega gera um langan aldur. Nú á dögum eru framfarir vísinda svo hraðar, að ný uppfinning gæti snögglega breytt • valda- hlutföllum milli ríkja. Þess vegna er lögð meiri áherzla en nokkru sinni á ýmis konar njósnir og þær eru fjölþættari en áður. Meginhluti af starfi leyniþjónustu hinna ýmsu ríkja er söfnun upplýsinga eftir meira eða minna löglegum leiðum. Bækur og blöð éru grandskoðuð, safnað •upplýsingum um einstaklinga og samtök. Fiskiskip, flugvélar og gervitungl eru látin þreifa tmeð geislum fullkomnustu ratsjártækja. Við þetta bætast hinar eiginlegu „njósnir” á gamla mátann, þar sem beitt er mútum og kúgun, leikið á kynhvöt og áfengisþorsta og seilzt inn í einkalíf manna. Maðurinn er hneigður til að sjá ekki það, sem hann vill ekki sjá. Þannig hefur verið litið á njósn- ir og lítið um þær talað, þótt þær væru stundaðar í allstórum stíl. Nú hefur skyndilega gengið yfir alda uppljóstrana á þessu sviði og njósnarar verið gripnir í Bretlandi, Svíþjóð, Þýzkalandi, Sovét- ríkjunum, Bandaríkjunum og víðar. Kunnugir telja, að orsök þessa alls sé að finna í máli Rússa eins, sem Penkovsky heitir. Hann ivar háttsettur embættismaður í miðstöð leyniþjónustu Sovétríkjanna, en sveik þau og gerðist starfsmaður vesturveldanna. Þegar rússnesk yfirvöld komust að þessu, varð fjöldinn allur af njósnurum, sem báðir vissu um, gagnslaus með öllu. Þessir njósn- arar hafa nú ýmist verið handsamaðir eða kallaðir lieim, og hefur af þessu leitt mikla ringulreið. Fyrir þjóð eins og íslendinga eru mál þessi lær- dómsrík. Land okkar er mikilvægt og aðrir vilja vita, hvað við hugsum og bvað hér gerist. Atvik hér heima hafa sannað, svo að ekki verður um villzt, að hér hafa að minnsta kosti verið reyndar njósnir. Hinn gamli hugsunarháttur, að það gerist áldrei hér, er úreltur. Það fyígir sjálfstæði okkar, að við verðum að kunna fótum okkar forráð í þessum efnum eins og mörgum öðrum. i Auglýsingasíml AlþýBublaðsins f er 14906 AUGLÝSING frá Happdrætti Alþýðublaðsins Happdrætti Alþýðublaðsins vill hér méð minna á, að aliir þeir, sem fara í sumarfrí á næstunni og eiga miða í HAB, gleymi ekki að endurnýja fyrir ágústdráttinn. Skrifstofa dappdrættisins er opin venjulegan skrifstofutíma og er að Hverf- ísgötu 4, Reykjavík. Sími 17458. Happadrætti Alþýðublaðsins Bezti gististaðurinn á Suðurlandi ÞAÐ ERU ENGIN ný tíðindi fyrir lcsendur mína, að mér þykir livergi eins gott a'ð dvelja og á Laugarvatni. Ég hef dvalið þar í áratugi, nœsturn á hverju sumri, um tíma, og hef alltaf notið þess í ríkum mæli. Þctta stafar fyrst og fremst af því, að Laugardalu-- inii er hlýr og mildur, ljúfur og friðsæll, og maður getur, þegar maður vill, fafið sig í sjálfri nátt úru dalsins og unað um sinn í öðrum og friðsælli heimi en þeim sem maður lirærist í í argaþrasi, símahringingum og ritvéiaskrölti. EN ÞAÐ ER og að gistihúsið að Laugarvatni cr íil fyrirmyndar. Þar eru herbergi góð, þægileg ög viðfeldin, búin mátulegum hús- gögnum og tækjum, sem manni þykir gott að grípa til. Þetta hef ur alltaf verið svona, en tekur sí- fellt framförum, ekki sízt hin síð ari ár síðan Eysteinn Jóhannesson tók við brytastöðunni og hótel- stjórninni Þar fer saman smekkvísi árvökul stjórnsemi og ljúf- mennska. verið á ferðinni allar nætur ef þeir Vildu. Þetta gerði dvöl- fólks í þessum húsum næsta óbærilega nema þeirra, sem vildu næturgölt ur, hávaða og jafnvel drykkjulæti. ALLT ER ÞETTA aftekið með öllu. Þarna er allt mjög nýtízku- legt, herbergin prýðileg, snyrti-' herbergi stór og vistleg, húsgögn- in fyrsta flokks. Nú er fullskipað í öll herbergi á Laugarvatni fram yfir verzlunarmannahelgina, nema ef eitthvað gengur úr — og get ur gistihúsið tekið á móti um 90 næturgestum. Þetta er mikil framför og þakklætisverð, en rík- ið mun hafa stutt að því að hægt væri að gera breytingar til bóta í Mörk. ÉG ER BÚINN að bera lof á þennan gististað. Þá er bezt að snúa sér að aðfinnslunum. Þ,i<5 er einkennilegt hvað Laugvetniag um gengur seint með að gera heim- reiðina á staðinn sómasamlega. Þarna er allt í ruglingi. Flag er á milli tveggja akreina af aðal- veginum og þannig hefur þetta verið í mörg ár. Af hverju er þetta ekki lagfært? Of fá bifr.'iða stæði eru þarna. Ennfrcmur þyrfti enn að bæta um niður við vatmð. Skólancfndin þarf að athuga þessi mál fyrir næsta 'sumar. Umferð um Laugarvatn hefur aukizt gíf- urlega — og á enn eftir að vaxa vegna þess að le:ðin við Þingvelli hefur verið opnuð. j Ilannes á horninu. Nýr bátur frá Ytri-Niar HÚSGÖGN HAFA VERIÐ bætt á Laugarvatni, heima í sjálfum skólanum og nú er nýbúið að breyta mjög um innan veggja í tveimur útihúsunum svo að hús- gögn og frágangur er þar ekki síðri en í sjálfri skólabyggingunni. Mörk var nýbúið að lagfæra þegar ég kom austur og átti að fara að taka hana í notkun þegar ég fór. Þar eru ný rúm, stólar, skrifborð og annar útbúnaður. ÞARNA VAR ÁÐUR erfitt að dvelja vegna lítilla rúma og frum stæðs frágangs, sama sem engra snyrtiherbergja og nokkurs konar utangarðsstarfsemi er gestir gátu látið þar öllum illum látum og SÍÐAST liðinn föstudag var nýj- um frambyggðum bát hleypt af stokkunum í Ytri Njarðvík. Nefn- ist hann Hólmar GK 546. Eigandi er Einar Gíslason, Sandgerði. Skipstjóri vcrður Helgi Kristó- fersson. Báturinn er smíðaður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur undir Verkstjórn Óskars Guömundsson- ar. Er báturinn 48 lestir að stærð og uppfyllir öll skilyrði tæknilegs útbúnaðar og faglegrar vinnu. Eins og fyrr segir er báturiiul fram- byggður, sem er mjög óvenjulegt. Slíkir bátar eru mikiö notaðir er- lendis og þá einkum á vestur- strönd Bandaríkjanna. Fyrir tveim j árum kom einn slíkur bátur til' Keflavíkur og hefur hann reynzt mjög vel svo ætia má að svo verði með þennan Það vakti sérstaka athygli þeirra, sem skoðuðu bát- inn hve öli vinna og frágangur er vandaöur. Verður Hólmar gerður út frá Sandgerði og fcr hann á humariroll eftir nokkra daga. Blaðið ræddi við einn skipa- smiðinn og spurði um verð báts- ins, og hann svaraði því til að það væri svipað og gerðist með skip, sem fengin eru erlendis frá. Og hvernig stendur á því að ekki er meira um nýsmíði hérlendis en raun ber vitni? Hér hefur átt sér stað þróunt Framh. á 11. siðu. 18. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.